Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 21
Eem þær vildu, þó eirnari væru þær við grængresið, sem fór þó óðum stækkandi. Kuldastrekkingurinn dó jafnskyndi lega sem hann kom, og aftur gerði hlýindatíð með sólfari og sunnan- vindi. Margt vorið hef ég gengið glaður og reifur að lambfé um sauðburð, en sjaldan sem umrætt vor. Þá sá ég daglega blessun þá, sem yfir heim- ili okkar vakti, þegar litið er til, hvert ógnaráfalí það hefði verið, ef allar þessar kindur hefðu orðið hun-g urmorða inni í húsi að vordögum — fyrst og fremst fyrir móður mína fjárhagslega, svo og fyrir heimilis- fólkið í heild. En þetta fór allt á annan veg og betri. Lán og gæfa vöktu í þetta skipti, sem og ávallt síðan, yfir mér og heimili mínu. Það var ákveðið löngu áður en nefndur atburður gerðist, að móðir mín brygði búi í næstu fardögum og flytti í kaupstaðinn, sem var þó engan veginn glæsilegt: Atvinna mjög lítil og stopul, kaupgjald þess tíma mjög lágt, svo að bezt er að hafa þar um sem fæst orð, og vandséð, hvort nokkur tryði nú, þótt nefnt væri, aðrir en þeir, sem reyndu og muna þá tíma. En kaupstaðurinn var að vakna. Ný útgerðarfyrirtæki risu hvert af öðru, kaupgjald þokaðist upp. Þá var ekki fyrst^ og fremst spurt um það, hvað hver og einn fengi fyrir það að vinna fyrir sér og sínum, heldur var höfuðspurningin oftast þessi: „Hefur þú nokkuð handa mér að vinna?“ Ailt fór þetta samt fram úr björt- ustu vonum. Enda þótt ég væri ung- ur og engan veginn fyrirferðarmikill, gekk mér vel að fá vinnu, þegar nokkuð var til að vinna. En allt er það önnur saga, og mun ekki sögð hér. Þegar mér hefur orðið hugsað til þessa löngu liðna atburðar, sem oft hefur verið, nemur hugurinn ávallt staðar við það, sem varð til þess, að húsið var opnað þetta kvöld, og kind- unum bjargað: Nokkrar kindur komu heim úr haga undan kuldagjósti, sem aðeins varaði um kvöldið og nóttina. Eftir þá nótt leitaði engin kind húsa, svo gott var veðrið. Enn í dag er ég þess fullviss, að þessar innibyrgðu kindur hefðu ekki þolað marga sól arhringa í viðbót. Það hefðu fáar lif- að, jafnvel engin bjargazt. Flestir munu telja það tilviljun eina, að kindurnar komu heim, er svo varð til þess, að húsið var opn- að. Um það verður hver og einn að hafa sínar skoðun. Ég er aftur á móti þess fullviss, að á bak við allt það, sem við nefnum tilviljanir, stend ur hulinn kraftur, sem svo notar ýms meðul, dauð eða lifandi, til að fram- kvæma þær. Þannig trúi ég, að verið hafi í umræddu tilfelli. Þeirri til- viljun hratt enginn mannlegur mátt- ur af stað, og er sú meining mín, að þannig sé þessu varið um flest eða allt, sem við nefnum tilviljun. Lesi einhver eða heyri sagt frá at- burði þeim, sem ég hef fært hér í letur, vildi hann ef til vill bera upp spurningar: Hver lokaði kindurnar inni? Og í öðru lagi: Af hverju leynd- ir þú þessi fyrir móður þinni? Svar mitt er, og hefði ávallt orðið hið sama — þetta: Úr því að svo einkennilega atvik- aðist, að óhappið opinberaði sig ekki sjálft með alvarlegri afleiðingum, sá ég, þrátt fyrir aldur minn, að opin- Mikil náttúra. Una gamla var kirkjurækin og hafði miklar mætur á sóknarpresti sínum. Eitt sinn, er hún kom frá jarðarför, var hún spurð, hvernig henni hefði líkað ræða prestsins. Þá svaraði Una: Og minnstu ekki á það, blessuð vertu. Það er hvort um sig, að hann hefur mikla náttúru prestur- inn okkar, enda brúkar hann hana. Lögfræðingurinn og landshöfðinginn. Magnús Arnbjarnarson var frábær námsmaður og í miklu áliti, er hann lauk lögfræðiprófi. En nokkuð þótti hann stórlátur og sérsinna. Sagt er, aðð landshöfðingi hafi kvatt hann á sinn fund og sagt við hann: „Við erum að hugsa um að skipa yður sýslumann, Magnús“. „Að skipa mig?“ endurtók Magnús og var undrun í rómnum. Þá tók landshöfðingi sig á og sagði: „Nei, fyrirgefið, herra minn — <dð ætluðum ekki að móðga yður.“ Eftir þetta var Magnúsi aldrei boð- ið embætti, og aldrei sótti hann um neina stöðu. Þrotlaust flot. Gömul kona heyrði talað um, að Þjóðverjar notuðu flotbrýr í herför sinni í Rússlandi. Þá varð henni að orði: „Þeir hafa nóg af flotinu.“ Beðið eftir gasi. Vallarstræti var þéttskipað fólki alla leið út í Pósthússtræti. í Sjálf- stæðishúsinu var lokaður fundur, og fór ekki dult, að sumum þeirra, sem úti biðu, var þungt í skapi. Lék jafn- vel grunur á, að þeir hefðu hug á berun málsins gat ekkert gott af sér j leitt, heldur hið gagnstæða. Þótt ! vitnazt hefði, af hverra völdum kind- .urnar lokuðust inni, taldi ég málið jafnleitt eigi að síður. Þess vegna fannst mér bezt að þegja málið í hel, úr því að það var unnt. Enn í dag er mér það jafnhulið eins og kvöldið fyrir sextiu og sex árum, þegar ég rogaðist með ærnar út úr húsinu, hver hefði lokað þær , inni, vitanlega í beztu meiningu, en I gleymt, að kindurnar voru inni. Ef 1 til vill hafði ég gert þetta sjálfur, verið svona óminnugur þá, þótt síð- ar væri talinn allvel minnugur. hitta fundarmenn, þegar beir gengju . út. Lögregla kom á vettvang og vildi , dreifa mannfjöldanum, en fékk engu ' áorkað. Þá kallaði lögreglustjóri í há- talara og kvaðst mundu láta dreifa i mannsöfnuðinum með táragasi, ef fólk færi ekki brott sjálfviljugt. Sagð- ist hann þó veita því fimm mínútna frest til þess að komast brott. Sið- an taldi hann minúturnar jafnótt og þær liðu. Þegar fjórar mínútur voru liðnar, kallaði strákur í mannþrönginni: „Hvað er þetta eiginlega? Á mað- ur ekki að fara fá þetta gas?“ Gras í óhófi. Sigurður Kristjánsson bóksali var látlaus í öllum háttum og frábitinn tilhaldi. Eitt sinn er hann átti merkisaf- mæli, barst honum mikið af blóm- um, marglitum og skrautlegum. Þeg- ar Sigurður leit yfir þetta blóma- safn, varð honum að orði: „Hvað á svo að gera við allt þetta gras?“ Treysti öðrum betur. Magnús stundaði lengi mála- færslustörf við góðan orðstír. Einkum þótti hann leggja sig allan fram, er hann sá hallað rétti þeirra, sem lítils máttu sín. Af þessu varð hann ástsæll meðal alþýðu. Eitt sinn kom til hans kona og bað hann liðveizlu. Fór hún mörg- um orðum um það, hve mikils .uin vænti af honum og lauk ræðu sinni með því að segja, að næst guði treysti hún honum til þess að leysa vandræði sín. Þá svaraði Magnús: „Fyrst þér treystið öðrum betur, skuluð þér Jeita til hans.“ Og varð konan að fara við svo búið GLETTUR rtniNN - SUNNUDAGSBLAÐ 74!

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.