Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 22
Ef ég keypti brennivín. Jónas, sem lengi bjó í Hrauntúni í Kngvallasveit, var greindur maður og bókhneigður, hógvær í fram- göngu og vinsæll og vel metinn af sveitungum sínum og öðrum, sem honum kynntust. Hann átti gott bóka- safn, sem þá var fremur fátítt meðal bænda, og var hann þó ekki ríkur maður. Ofiáti nokkur sagði eitt sinn við Jónas: „Mér finnst ekki fátækum bænd- um farast að kaupa svona mikið af bókum. Það hæfir ekki nema emb- ættismönnum og höfðingjum". „Þú myndir ekki taka til þess, þótt ég hefði varið þessu í brennivín", svaraði Jónas. Ókristilegt. Sigmundur Sveinsson húsvörður, trúmaður mikill, var góður kunningi Jónasar í Hrauntúni og höfðu þeir gaman af að spjalla saman. Einu sinnj sagði Sigmundur við hann: „Ég get alltaf dáð það, Jónas, hve þú ert hógvær og sáttfús maður eins og þú ert þó ókristilegur“. „Er það þá ekki ókristilegt líka“? svaraði Jónas PÁSKABYLUR - Framhald af 722. sí8u. ur á Jökuldal hrakti um 20 fjár í Jökulsá. Vestur í Arnarfirði á Borg fór um 100 fjár í sjóinn, og bóndinn á bænum, Jón Einarsson, drukknaði við að reyna að bjarga fénu. Á Búðum í Fáskrúðsfirði lágu margir vélbátar inni á höfn- inni í veðri þessu. Einn þeirra slitn aði upp, Hekla. Einn báts- maður, Guðjón Jónsson að nafni, drukknaði, er hann ætlaði rneð streng til lands, til þess að reyna að festa vélbátinn. Þá varð úti Steindór Gunnlaugsson, vinnumað ur á iöðrudal. Einnig varð úti, þennan sama dag, Sesselja Jóns- dóttir, kona Jóns hreppstjóra á Valbjarnarvöllum á Mýrum. Hafði hún farið til næsta bæjar um morguninn, þá i bezta veðri, en á heimleiðinni skall hríðin á hana. Og hafði hún nærri því náð heim- ili sínu, því að hún fannst örend við túngarðinn. Þess skal getið að lokum, að Daníel Jóhannesson, sem getið er um í þætti þessum og var á ferð yfir Laxárdalsheiði í páskabylnum 1917 með Eyjólfi Jónassyni dó fyrir mörgum árum eða 1938. Daníel var harðfrískur mað- ur og lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna, eins og sagt var í gamla daga. A3 lána Fetei-sen. María Petersen vai iólf btvnia móð- ir og hafði í mörgu að snúast. Eitt sinn hitti hún grannkonu sína, sem var barnlaus. Ræddust þær lengi við, og kom þar tali þeirra, að grannkon- an bauðst til þess að taka eitt barn Maríu í fóstur. Því svaraði María á þessa leið: „Nei — ég má ekki missa neitt barnanna. En ég gæti lánað yður Petersen". Hundakroppur dauður. Færeyingur einn var að tala um fósturjörð sína. Sagði hann meðal annars: „Ekki eru þar kolin, og ekki er þar olían. En ekki er það verst við Færeyjar. Verstur er amtmaðurinn. En hann er nú dauður, hundakropp urinn". Messuliugleiðingar. Þegar útvarpið varð algengt í sveit um landsins, var yfirleitt hætt að lesa húslenstra. í þess stað hlýddu menn á útvarpsmessu allvíða, að minnsta kosti fyrst í stað. En fljótt bar á því, að nokkuð skorti á andakt ína. ,Því var það einu sinni, að vinnumað Lausn 27. krossgátu ar einn kom á næsta bæ á aðfanga dagskvöld og hlýddi á útvarpsmessu hjá granna sínum. Presturinn var bú- inn að lesa jólaguðspjallið, er gestur inn mælti fullum rómi og beindi orð- um sínum til húsbóndans: ,,Eg er ekki í neinum vafa um, að tvævetlunni minni snúinhyrndu með mókollóttu gimbrinni hefur verið stolið, og það mun koma í ljós, Þótt síðar verði, að það stela fleiri en Sigurður.“ Þeir, sem senda Sunnudagsblafönu efni til birtingar, eru vinsam lega beííni aíS vanda til bandrita eftir föngum og helzt aí láta vélrita þau, ef kostur er Ekk: má bó vélrita béttar en í atfra hverja línu. Framhald af 725. síðu. sjáifstæður og óháður sem málari, hefur hann haft mikil áhrif á málara okkar tíma. Margir hafa viljað telja myndir hans meira skáldverk en mál- verk. Sjálfur hefur hann sagt um málun og skáldskap: — Allt getur breytzt í þessum syndum spiilta heimi nema hjartað, ást mannsins og leit hans að hinu æðsta. Listmál- un er eins og allur skáldskapur — hluti hins æðsta. MÁLARINN CHAGALL ■ 742 T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.