Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 14
Þegar rökkva tók og þeir vissu, að heimilisönnum myndi lokið í Fagradal og hljótt orðið, tóku þeir að kalla og hóa á nýjan leik. Væntu þeir þess. að vel myndi hljóðbsert í næturkyrrðinni. En ekkert svar fengu þeir fremur en áður. Fór nú að önnur nótt þeirra í Fagurey. Kom þeim saman um að vaka tii skiptis, ef eitthvað kynni að bera til, er mætti verða þeim til hjálpar. Hnipr uðu þeir sig saman á steininum og blunduðu annað veifið til skiptis, en hrukku þess á milli upp fyrir kulda sakir. Reyndu þeir að hleypa i sig hita með bví að berja sér og ganga hratt fram og aftur um eyna. En sá var hængur á, að þeir voru miður vel skóaðir, og tóku þeir skór 'peirra að slitna ískyggilega á skaranum í eynni af þessu göngulagi, svo að þei; þorðu ekki annað en hlífa þeim. En þegar hreyfingin minnkaði sótti kuldi þá þeim mun fastar. Þegar leið að kvöldi aðfangadags, sáu þeir, að ljós var kveikt í gesta stofum á Fagradalsbæjum báðum. Þóttust þeir vita, að þar myndi setið að drykkju og jafnvel gestum fagnað. Það var einmitt sá fagnaður, cr þeir höfðu ætlað að vitja. Jólanóttin varð þeim ærið köld og nöturleg. Samt þraukuðu þeir hana af. Þeir fóru á stjá að venju, begar birti, og nú sáu þeir fólk haida sí stað frá bæjum, sýnilega á ieið til kirkju. Hófu þeir þá enn köll, en sáu þess engin merki, að til þeitra heyrðist. Urðu það þeim sár von- brigði, því að þennan dag tók ísinn að greiðast nokkuð sundur, svo að þeim virtist að skipi mætti fleyta yfii sundið í nauðsyn. Gerðust þeir nú vondaufir um, að þeim yrði bjargað, og þóttust þeir skilja, að talið myndi í landi, að þeir hefðu hætt við jóla- þeimsóknina. III. Stefán "ggertsson v?r maður skurð hagur og hafði ungur numið silfur- smíði og leturgröft. Stafur sá, sem hann hafði meðferðis, var svo gerður að hann var áttstrendur að neðan um það bil alin upp. Þegar von þeirra félaga um björgun tók að daprast, hvarflaði að honum sú hugs- un, að viðkunnanlegra væri að m'enn vissu afdrif þeirra, ef þeir yrðu til í eynni. Hann kunni og skil á því, að fornmenn höfðu rist á kefli orð- sendingar ýnfsar og ákvæði, og virt- ist honum sú aðferð enn mega koma að haldi. Hóf hann því að skera með pennahníf/er hann bar á sér, s'utt- orða frásögn um hrakninga beirra félaga á fletina á staf sínum. Stefán Björnsson var stórum að- þrengdari, enda vart slíkt karlmenni sem nafni hans. Auk þess fór bann á mis við þá hlýju, sem Svipur veitti húsbönda sfeum, því að ófáaniegur var hundurinn til þess að hlýja peim til skiptis, þótt til væri reynt. Var Stefán Björnsson orðinn kalinn nokk- uð á fótum, tannhold þrútið og svefn tekinn að sækja hann fast, bæði daga og nætur. Hélt hann að mestu kyrru fyrir 1 kofanum, því að þróttur hans var á förum, og er jafnvel hæpið, að hann hafi alltaf verið með fullri rænu. Síðustu nótt þeirra í eynni móktu þeir að venju öðru hverju. Um miðja nótt eða litlu síðar hófst hann skyndi- lega upp á steininum og mælti feg- insrómi: „Guði sé lof! Nú eru menn komn ir að bjarga okkur!“ Stefán Eggertsson hrökk upp við þetta ávarp, og lögðu þeir báðir við hlustir. Heyrðist þeim þá marra í snjónum undan fótum manna. Ruku þeir báðir út og svipuðust um, gengu litla stund fram og aftur, en komust fljótt að raun um, að þetta hafði verið misheyrn ein. Hrelldir og von- blekktir drógust þeir aftur inn í hreysi sitt og settust á steininn, er nú hafði verið athvarf þeirra í fjór- ar nætur. Á annan dag jóla var sundið orðið næsta greiðfært. Enn var hægviðri, og lítið eitt tekið að hlána. Stefán Eggertsson tók staf sinn og penna- hníf, risti nýtt strik, er táknaði dæg- ur, og bætti aftan við það fáeinum orðum. Þegar hann hafði lokið starfi sínu, gat að lesa þessar setningar á stafnum: „Til séra Friðriks: Okkur rak hing- að á ís og erum búnir að vera hér dægur IIIIIIII, en nú lifum við I.“ Hafði hann hugsað sér að bæta við töluna, eftir því sem honum enrist þrek og líf til. IV. Þennan sama dag. mánudaginn 26. desember, annan dag jóla, messaði séra Friðrik í Búðardal. Þangað átti fólkið í Fagradal ytri kirkjusokn. Skrafaði fólk saman eins og títt er, áður en gengið var í kirkju, og kom þar tali manna, að einhver frá Fagra- dal vék að því, að köll og hundgá hefði heyrzt frammi á firðinum. Séra Friðrik, sem heyrði þetta undir væng, spurði, hvort hóað hefði verið á móti, en því var neitað. Ámælti hann heimafólki bróður síns allþunglega fyrir heimsku og hjátrú — hvað Fag- urdæli hafa „tönn og tungu á hæðni og hégóma hverjum," en leyna því, er ætla mætti menn í lífsháska. Snar- aðist prestur síðan í kirkju og hafði messu í stytzta lagi. Mælti hann sem fæst orð af stólnum og lét ekki syngja nema eitt vers af hverjum sálmi. Svo hafði hann mæit fyrir, að hest- ur sinn skyldi standa söðlaður við sáluhlið í messulok. Snaraðist hann þegar á bak og reið sem ákafast inn Skarðsströnd. Kom hann að Fagradal innri um það bil, er tekið var að rökkva. En þar höfðu einnig tíðindi gerzt. Sjónauki var fátíður gripur á þess- um tímum. Samt var hann til i Fagra- dal innri. Þegar lokið var húslestri í Fagradal þennan dag, hafði hús- freyjan, Helga Sigmundsdóttir, geng- ið til fatakistu sinnar, því að hún hugðist viðra föt sín, er veðrið var svo dátt. Sjónaukinn lá ofan á föt- unum í kistunni, og þegar hún hafði hönd á honum, datt henni í hug að skrúfa hann sundur og þurrka móðu og ryk af glerjunum. Þegar hún hafði þurrkað og fægt glerin s ;m henni líkaði, gekk hún með hann út á hlað, bregður honum á loft ug lítur í hann. Verður þá Fagurey fyr- ir augum hennar. Má þó vera, að það hafi ekki verið tilviljun ein, að hún gekk út með sjónauka sinn og beindi honum að Fagurey, því að hugsanlegt er, að ávæningur af hljóð- skrafi því, er orðið hafði á ytri bæn- um, hafi borizt henni til eyrna En hvað sem það er, þá virðist henni hún sjá hreyfingu í eynni. Gengur hún þá inn til Ólafs, bonda síns, og spyr, hvort nokkrar skepnur séu úti í Fagurey. Ékki vissi Ólafur til þess, enda höfðu kindur þær, sem þar voru í haustgöngu, verið fluttar heim, er vetur lagðist að. Segir þá Helga manni sínum. hvers hún hafði orðið vísari. Ólafur tók nú sjónaukann, og sá hann brátt, að menn voru a ferli i eynni. Lét hann þegai mjólka kú, kvaddi síðan til menn, hljóp iil sjáv- ar og hratt fram báti. Nokkrum örðugleikum var þó bundið að ko:na honum á flot, því að ísskör var við landið. Þó tókst það fljótlega Reru þeir síðan sem mest þeir máttu úi til eyjarinnar. Stefán Eggertsson hafði enn fóta vist og var á reiki úti við. Varð honum tíðlitið til lands sem fyrr. Allt í einu kom hann auga á bát. fram undan Fagradal. Við þetta kviknaði vonin á ný í brjósti hans. Ekki þorði hann þó að treysta því fulls, að þessi bátur væri á • leið til eyjarinnar, og beið hann úti við, unz hann var kominn fram á mitt sund ið og sýnt var, hvert hann stefndi. Vildi hann ekki segja nafna sínum tíðindin þegar í stað, ef þeir ættu enn einu sinni að verða fyrir von- brigðum. En þegar sjáanlegt var, að förinni var heitið ttl eyjarinnar og engar tálmanir virtust á leiðinni, gekk hann inn ' kofann og mælti: „Nú er ég vonbetri um, að úr greiðist fyrir okkur, áður en langt um líður.“ Stefán Björnsson spurði, hví hann segði það. Hann sagðist hafa séð mannaferð við naustin í Fagradal. 734 T t M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.