Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 3
Bjórinn er merkilegt dýr, en lætur ekki mikið yfir sér. Hann sést sjaldan á sumrum og enn sjaldnar á vetrum. Þá hefst hann við í búum sínum í fljóts- bökkunum. Hann er svo mikiil verkfræðingur, að hann gerir sér notaleg heimkynni undir [s og hjarni. Híbýli bjórsins eru meistaraverk. Hann grefur löng göng inn í bakka ár eða iækjar. Munnarnir eru undir yfirborði vatnsins, en ofan jarðar gera þeir sér bú undir háum haugi af greinum og laufi. Þarna hafa bjórarnir merkilega her- bergjaskipan — svefnstofu og mat. stofu, þar sem þeir ná til vatns. Matarbirgðirnar eru í vatni við munna ganganna — greinar og kvisti, sem þeir hafa fléttað vand- lega saman. Vatnið verður alltaf að vera jafn- hátt. Þess vegna stífla bjórarnir árnar. Stíflugarðar þeirra geta ver- ið 50 metra langir. Stfflugarðana gera þeir úr trjábolum og grein um og þétta þá með moid og mosa. Oft eru þeir margir metrar á hæð og svo hagað til, að bjórarnir geti opnað rásir, svo að vatns- borðið haldist ávallt hið sama. Þegar ís er kominn á lónið, hleypa bjórarnir nokkru vatni úr þvj, svo að loft verði milli fss og vatns. Þar geta þeir þá synt án þess að refurinn, sem læðist um hjarnið, vinni þeim grand. Og niðri í vatnl geta þeir verið tuttugu mínútur samfleytt. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 723

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.