Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 17
mögur var hún orðin, rétt eins og strá. Mamma hennar hélt vist hún væri að flírast, því iiún horfði svona á mig, og hún kallaði úr gáttinni: „Flennastu nú aftur, gálan þín!“ Og hún fékk aftur að kenna á ól- inni þann daginn. Þau börðu hana í klukkutíma samfleytt. „Eg geng af henni dauðri!" æpti móðirin. „Hún er ekki dóttir mín eftir þetta,!“ — Hún var þá eitthvað laus í rás- inni, eða hvað? — fíægan, góði, hægan, — svo skaltu heyra framhaidið. Við Filka héldum nú áfram að drekka og svalla. . . . Einn morguninn kom mamma inn til mín, þar sem ég lá sofandi. „Nú, þú liggur þá hér ennþá, skit- seiðið þitt, bölvaður þorparinn!“ Þannig rausaði hún lengi /el eu sagði svo: „Ef þú gætir nú bara tekið rögg á þig og farið að gifta þig! Gifz-.u henni Akúlku! Foreldrarnir yrðu fegnir að losna við hana, þau mundu ábyggilega gefa þrjú hundruð rúbiur minnst í heimanmund!“ Ég svaraði: „En hún hefur verið smánuð frammi fyrir öllu þorpinu'" „Þú ert fífl!“ sagði móðir rnn. „Brúðarkransinn hylur allt! Það er skárra fyrir þig, að í þinum augutn verður það hún, sem er sek alla sína lífstíð. Við getum spjarað okkur með peningana frá þeim. Ég er líka búin að tala við mömmu hennar og hún lagði við hlustir! Svo sagði ég: „Tuttugif silfurrúblur á borðið — og ég tek hana!“ Þú ræður hvort þú trúir mér — það rann ekki af mér fyrr en k miið var fram á brúðkaupsdaginn. Mer vai iegið á hálsi, þar á meðal Finka — hann spottaði mig og hótaði mér Og sagði: „Heyrirðu hvað ég segi, þú þarna, maðurinn hennar Akúlínu! Ég skal mölva í þér hvert bein og hjá kon- unni þinni skal ég sofa hverja eina og einustu nótt, ef ég bara kæri rnig um það!“ „Það skai reynast lygimál, tíkarson urinn þinn!“ svaraði ég honum. En hann, sjáðu . . . hann byrjaði að dengja á mig háði og spotti út á miðri götu. Þá hljóp ég heim og sagði: „Ég giftist henni ekki, ef þið kom ið ekki með fimmtíu rúblur að auki strax á borðið!" — Og fékkstu hana virkilega! ‘ — Fékk hana? Auðvitað fékk ég hana! Við vorum sko ekki ærulausar manneskjur. Foreldrar mínir voru sko ekki ærulausar manneskjur. For- eidrar mínir voru jafnvel betur meg- andi en Ankúdim, áður en þau misstu eigur sínar í eldsvoða. En Ankúdim sagði við mig: „Þið eruð fátæk eins og kirkju- rottur." „Og þú gortar af því?“ sagði hann. Og ég svaraði: „Og hvað þá? Þið hafið tjöru á útidyrunum!" „En fyrst skaltu sanna, að dóttir mín hafi verið spjölluð, það er ekki hægt að draga fólk á asnaeyrunum með tómum kjafthætti. Hér er guð, og þarna eru dyrnar — þú þarft ekki að taka hana. En peningana, sem þú fékkst fyrir fram sfcaltu gefa til baka". Svo sleit ég kunningsskap við Filka og lét Mitrij Bykov koma því áleið- is til hans að nú mundi ég gera hann svívirðilegan í augum allra þorpsbúa. Eftir það var ég á stanz- lausu fylliríi alveg fram að brúðkaup- inu. Það var fyrst við sjálfa vígsluna að rann af mér. Þegar gestirnir komu frá kirkjunni og settust til borðs, þá sagði Mitrofan frændi henn ar: „Ailt sem sagt — klappað og klárt! Sómasamlega gekk það nú ekki, víst um það, en samt sem áður — málið er til lykta leitt!" Ankúdim gamli var líka fullur um T I M I N N — SH NNUDAGSBLAÐ 737

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.