Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 18
kvöidið, hann sal á stólnum sírium og grét. og tárin runnu ofan í skegg- ið. En ég — veiztu hvað ég gerði: ég stakk svipunni í vasann, svipunni sem ég hafði útvegað mér fyrir hrúð- kaupið, og ákvað að rétta hlut minn gagnvart Akúlku svo rækilega að hun færi ekki i grafgötur um, hvað það hefði í för með sér að ná iér í mann með svona vélabrögðum. Mean skyldtt þó komast að raun um, að ég hafði ekki gift mig sem algert fífl — Já, náttúrlega! Þú ætlaðir að gefa henni forsmekk svo hún hefði sig hæga í framtíðinni . . — Nei, hægan góði, þegiðu nú, svo skaltu heyra . Hjá okkur er það venja, að brúðhjónin ganga beint frá brúðarbekknum í svefnherbergið, en hinir skála á meðan. Og svo vorum við Akúlka ein í svefnherberginu. Þarna sat hún fyrir framan mig bliknuð í framan. Hún var hrædd, skilurðu. Og hárið á henni var Ijós- ieitt eins og hör, hérumbil hvítt. Aug- un voru eins og á dýrlingamyndum, stór og svört. Hún sat bar án þess að æmta eða skræmta, rétt eins og daufdumbi sem klúkir í stofuhorninu. Svei mér þá ef ég varð ekki eitthvað skrýtinn við að horfa á hana! En hugsaðu þér. vinur — ég hafði svip- una tilbúna, liggjandi við rúmstosk- inn og svo kom í ljós að sté'ik- an var fullkomlega ósnortin! — Nei, hvað segirðu maður! — Fullkomlega! Hún var eins og hver önnur siðsöm stúlka af heið- virðu foreldri En ert þú í standi til að segja mér það, vinur hvers vegna hún varð að þola allar þessar píslir? Af hverju var Filka Morotov að bera á hana vammir og skammir og úthrópa hana um allar jarðír? — Tjá af hverju — Þá féll ég á knc við rúmstokk- inn og spennti greipar „Akúlína, Akúlína, elsku konan mín, fyrirgefðu mér aumum bjálfa að ég skyldi líka halda að þú værir þannig! Geturðu fyrirgefið re.ér þessa synd? Já, þarna sat hún íyrir framan mig á rúmstokknum. lagði hendrunar á axlir mér og brosti, en tárin streymdu niður kinnawiar — hún hló og grét í senn . . Og þegar ég kom fram til gestam«. þá sagði ég: „Ef ég hitti Filka Morozov, þá þarf hann ekki að kemba hærumar, þá eru dagar hans taldir!“ Foreldrar hennar viSsu ekki, hvern ig þeir áttu að biðja um fyrirgefn- ingu, móðirin féll henni til fóta með gráti og kveinstöfum, og Ankúdim gamii sagði: „Ef við hefðum haft nokkurn grun um þetta, þá hefðum við ekki feng- ið ástkæra dóttur okkar í hendur slíkurn manni.“ Sunnudáginn næsta eftir fórum við í kirkju — ég i víðum flaueisbux um, skikkju úr fínasta efni og með lambskinnshúíu, hún í héraskinnpels með silkisjal. Ég var henni samboð inn, og hún var mér samboðin, skil urðu, og fólkinu fannst alveg unun af horfa á okkur á leiðinni um bæ- inn. Sjálfur var ég nú ekki til að fussa að, skaltu vita, og það verð ég að segja um Akúlínu litlu, þó mað ur eigi víst ekki að gorta svo aðrir heyri, að það var ekki ein af hverj- um tíu, sem jafnaðist á við hana. ■ — Nú, og svo féll allt í ljúfa löð . — Þegiðu nú og hlustaðu! . . Strax. daginn eftir brúðkaupið, sleit ég mig frá gestunum. augafullur hljóp ég út og kallaði: „Hingað með ódráttinn hann Filka Morozov, hvar er þrælmennið? Kom- ið með hann!“ Þetta var ég að æpa á torginu — ég var svo fullur, sjáðu. Loksins tókst þeim að bukka mig, þeir voru þrír um að tosa mér heim. En nú var hitt farlð að kvisast í bænum, stúlkurnar hvisluðust á á torginu: „Hafiði heyrt það? Hvað finnst ykkur nú, stelpur — Akúlka var alveg blásaklaus!“ En Filka var fljótur að rekast á mig og sagði við mig svo margir heyrðu: „Seldu mér konuna þína — svo geturðu drukkið þlg ærlega fullan! Heima hjá okkur er hermaður, Jasjka heitir hann, og hann gifti sig bara í þessum tilgangi. Hann hefur ekkert sofið hjá konunni sinni, en í stað- inn hefur hann verið fullur i þrjú ár samfleytt.“ „Þú ert skíthæll, sagði ég. „Og þú ert naut, sagði hann. „Þú lézt gifta þig í fylliríi. Hvað held- urðu, að þú sjáir eða finnir í því ástandi?" Þá fór ég heim og öskraði um allt hús: „Þið hafið gift mig fullan!" Mamma varð uppvæg og fór að munnhöggvast, en ég lét hana fá pillu. „Það var nú troðið upp í eyrun á þér með gulli,“ sagði ég við hana. „Hvar er Akúlka? Komdu með hana!“ Og svo barði ég Akúlku. Ég barði hana, vinur, í fulla tvo klukkutíma, þangað til ég riðaði á fótunum. Þrjár vikur lá hún í rúminu eftir þá meðferð. — Vitaskuld, sagði Tjerevin ann- ars hugar, ef maður danglar ekki í þær, þá . . . Þú hafðir sem sagt stað- ið hana að því að leggjast með ein- hverjum hórkarli? Sjisjkos þagði litla stund. Nei, hreint ekki. En þú gætir kannski ímyndað þér hvað þetta var neyðar- legt, það var alltaf verið að gera grín að manni! Og sá, sem reri und- ir, var Filka og enginn annar. „Þú hefur konuna þína bara eins og skilti, svo fólk geti haft eitt- hvað til að góna á.“ Einu sinni komst ég í stóra veizlu, hann bauð mér þangað. Þá sagði hann i áheyrn allra gestanna: „Ja, konan hans, það er nú hrein- hjörtuð og göfug sál, bæði falleg og sómakær og ekkert nema brjóstgæð- in — já, við megum sannarlega öfunda hann. En þú ert víst búinn að gleyma því, vinur að þú barst tjöruna á dj’rnar hjá henni sjálfur, ha?“ Ég sat þarna drukkinn og starði á hann. Svo þreif hann í hárið á mér, kippti mér fram á gó'.f og hróp- aði: „Dansaðu nú fyrir mig, þú maður hennar Akúlínu! Ég held í hnakka- drambið á þér — áfram, hopp og hí! Dansaðu mér til skemmtunar, bjálfinn þinn! „Fanturinn þinn!“ hrópaði ég En hann var ekki af baki dottinn. „Ég skal heimsækja þig með allt mitt dót, sagði hann,“ og konuna þína, augasteininn þinn, hana Akúlku skal ég hýða eins og mig lystir að þér ásjáandi!" Þér finnst það kannski lygilegt, en í heiian mánuð vogaði ég mér tæp- ast frá heimilinu. „Hann kemur einn góðan veðurdag til að svívirða mig," hugsaði ég. Og þess vegna fór ég aftur að berja Akúlku ... — Hvað stoðar þannig áframhald? sagði Tjerevin sljólega. — Hendurn- ar má binda, en tunguna ekki. Það dugir heldur ekki að berja þær of mikið. Maður á að refsa þeim, en líka að klappa þeim á eftir. Það er lagið á konunni. Sjisjkov þagði stundarkorn. — Þessi háðung leið mér aldrei úr minni, hélt hann svo áfram. — Ég greip hvert tækifæri til að berja hana, og svo varð þetta að vana hjá mér. Það kom fyrir, já, oftar en einu sinni, að ég barði hana allan daginn, frá morgni til kvölds, svo hún átti bágt með að standa upp og gat varla dregizt úr stað. Mér leiddist, ef ég var ekki að berja hana. Hún sat við gluggann, blíndi þegj- andi út um hann og grét Alltaf grét hún, og alltaf vorkenndi ég henni, og samt barði ég hana. Mamma gnísti tönnum og hvæsti: „Fanturinn þinn! Óhræsið þitt!“ En ég öskraði framan í hana: „Ég drep hana! Enginn skal dirf- ast að skipa sér af þessu — þið hafið svikið mig, þið hafið narrað mig til að gifta mig! Ankúdim gamli kom sjálfur til að byrja með og vildi skakka leikinn. „Hvað það er, sem er að brjótast í þér, það má Guð vita, en ég skal koma lögum yfir þig, að mér heil- um og lifandi! Hann formælti mér, en seinna meir hætti hann að skipta sér af þessu. Hvað mömmu hennar — henni Mörju 738 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.