Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 6
■ , .Vtgfr ■ t • , • . . SIGURÐUR BEYKIR Bræðrungur Sigurðar Breiðfjörðs var Sigurður Ólafsson, beyMr á EsM- firði, fæddist laust fyrir 1800. Hann hafði siglt eins og frændi hans og lært beykisiðn. Árið 1823 kom hann til Eskifjarð- ar og settist þar að. Stundaði hann beykisstörf við verzlanirnar þar og önnur störf, sem til féllu. Hagur var hann á fleiri sviðum en beykisiðn. Þess finnst meðal annars getið, að hann hafi staðið fyrir endurbyggingu sæluhúss í mynni Tungudals á kaup- staðarleiðinni milli Héraðs og Eski- fj arðarkaupstaðar. Þegar Sigurður var fyrst skráður i prestþjónustubók Hólmasóknar, er hann nefndur — eða nefnir sig — Breiðfjörð. Annaðhvort er, að það hefur verið af misskilningi gert eða Sigurði hefur ekki þótt vel fallið að taka upp sama viðurnefni sem Sigurður, frændi hans, því að síðar tekur hann sér auknafnið Hjort. Manna á milli var þetta auknefni þó lítt notað og Sigurður tíðast kenndur við iðn sína og nefndur Sigurður beykir. Með því nafni var hann kunnur um allt Austurland. Þegar Sigurður settist að á Eski- firði, tók hann sér ráðskonu, Guð- rúnu, dóttur Ásmundar Hjörleifsson- ar og Helgu Sigurðardóttur, sem nokkur ár bjuggu á Hantó, hjáleigu frá Skriðuklaustri, en fluttust þaðan til Reyðarfjarðar. Á fyrstu samvistarárum Sigurðar og Guðrúnar eignuðust þau son, sem skírður var Sigurður. Hann mun ekki hafa komizt til aldurs. Árið 1826, 30. apríl, giftust þau og áttu síðan mörg börn: Ásmund, Árna, Elinóru, Sigríði, Jón Lídó, Ólaf, Pál og einhver fleiri, sem munu hafa dáið í æsku. Sigurður virðist hafa verið fjöl- lyndur, þvi að utan hjúskapar átti hann tvö börn, en ekki komst nema annað þeirra til aldurs. Það var Magnús, sem kallaður var skáldi og af sumum Fellaskáld. Flest voru börn hans ljóðhög. Með þenna barnafjölda er það að' líkum, að Sigurður hafði átt við erf- iðan fjárhag að búa. Voru og börn hans sum tekin í fóstur. Um 1850 skildu þau samvistum. Guðrún og Sigurður, og brugðu um leið búsetunni á Eskifirði. — Guð- rún vistaðist, ásamt Sigríði, dóttur þeirra, að Borg í Skriðdal hjá ung- um bónda, Einari Eiríkssyni, ókvænt- um, og Sigríður gerðist ráðskona hans, er brátt leiddi til hjúskapar. — Sigurður fékk sér húsmennsku- vist í Sómastaðagerði í Reyðarfirði og var þar einn síns liðs, það sem eftir var ævi. Hann dó þar 23. sept- ember 1855, rúmlega sextugur að aldri. Sigurður beykir var ljóðhagur mað ur eins og frændi hans, Sigurður Breiðfjörð. Var hann fyrir það mest á orði. Mest munu hafa verið tæM- færisljóð og stökur og ekM í hand- ritum geymt að kunnugt sé og fátt eitt í minni. Um Ásmunri son sinn, gerði Sig- urður þessa vísu: Auminginn hann Ási minn, afbragðsfríði drengurinn sonur beykis Sigurðar, sem á Eskifirði var. Vísan ber það með sér að vera ekki kveðin fyrr en eftir að Sigurður var farinn frá Eskifirði, Þrír bændur á Völlum, Eyjólfur Jónsson á Gíslastöðum, Jón Péturs- son á Eyjólfsstöðum og Sigurður Eyjóifsson í Tunghaga, drukknuðu árið 1835 í Grímsá á heimleið frá kirkju í Vallanesi. Þeir ætluðu á ís- spöng yfir ána í hroðavexti, en áin braut spöngina af sér. Um þennan atburð kvað Sigurður: Öldungis gengur yfir mig af þeim slysaföllunum. Bölvuð Grímsá belgdi I sig bændur þrjá á Völlunum. Eiinóra, dóttir Sigurðar, þótti álit- leg og giftist tæplega átján ára gömul (aðrir segja sextán) Kristjáni Rík- arðssyni Long. Þá kvað Sigurður: Elinóra er fagurt fljóð, flestir hana kjósa. Átján ára giftist góð gullin bandarósa. Eitt sinn var Sigurður staddur í Vopnafjarðarkaupstað — líklega við beykisstörf. Hann varð þar ásjáandi að því að ung og blómleg stúlka, Iíalldóra að nafni, Jónsdóttir Ingjalds sonar, var að leggja skrautlegt sjal á herðar sér — og ávarþar hana með þessari stöku: Eina spurn ég inna skal — ung muntu píka í heldri röði Hver ert þú, sem svoddan sjal setur þér á herðablöð? Stúlkan lét sér ekki bilt við verða og svaraði um hæl: Heilræði ég hef til taks, hverjum sem það notast kanm Ekki er gott að íðka slags og ásökun við náungann. „Á, sérðu,“ varð Sigurði að orðL — „Hún getur svarað fyrir sift þessi." Haustið eða snemma vetrar 1849 féll mikið snjó- og vatnshlaup á hús- ið Klofa í Eskifjarðarkaupstað. Un| þann atburð gerði Sigurður beyMf þessa vísu: Skyndileg ógn og undur um flæðir klaka-svæði. Furðuleg flestum virðist, þá fréttin sú spyrst með réttu, að Klofinn hrapað hefur á heljarþröm fyrir skömmu. Firða tvo fjöri skerði, fold hringa ein bana þoldi. Sem í vísunni segir fórust þrír menn í hlaupinu. Eignuð hefur Sigurði verið níðvís- an alkunna um kvenskörunginn Mai> gréti Sigurðardóttur á Geirólfsstöð- um: Hún hefur bruggað Helga til hans um daga langa . . . Margrét varð ekki uppnæm og svaraði fyrir sig, en ekki er sú vísá í minni geymd. Af börnum Sigurðar er þetla helzt að segja: Árni var blestur á máli (smámælfc- ur). Hann kvæntist og áttl börn og buru. Meðal barna hans var Siguro- ur, sem um tíma bjó í Húsavík, og hans synir Árni, Jón og Þorgeir, eí fluttust til Reykjavikur. Elinóra átti sem fyrr segir Krist- ján Ríkarðsson Long og börn með honum. Hann þótti laus við heimilið og sinna slælega að vinna fyrir konu og börnum. Til hans gerði Ásmund- ur mágur hans þessa vísu: Kristján Longsson, mágur minn, — maður af ensku kyni — hérna ríður út og inn, þótt eigi fáa vini. Kristján dó frá konu og börnum, Elinóra fór þá til Norðfjarðar og tók saman við ekkil, Björn að nafnl. Það mislíkaði börnum Bjöms. — Jón, sonur hans, hugðist kasta fram kersknjsvísu til þeirra og byrjaði svo: jt Elinóra og hann Björn jjj af þeim hef ég gaman. 1111 ■I|WI ...... nim mipwitiar—a—— EFTIR HALLDÓR STEFÁNSSON 7ÍA TÍHINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.