Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 19
— viðvíkur, þá var hún orðin svo hlédræg og auðmjúk. Einu sinni kom hún og spennti greipar með tárin í augunum: „Ég kem til að biðja þig mikillar bónar, ívan, kjökraði hún, „en bón- in er þó svo auðveld að verða við henni. Lofaðu sólinni aðeins að skína yfir okkur, væni minn, sagði hún og hneigði sig alveg niður að jörð. „Vertu nú ofurlítið mildur og fyr- irgefðu henni! Illar tungur hafa bak- talað dóttur okkar, þú veizt þó sjálfur að þú fékkst hana saklausa og það var allt heiðarlegt...“ Og hún féll mér að fótum, hneigði höfuðið til jarðar og grét. En ég hleypti í mig herkju og reigði mig. ,Ég vil ekki heyra þetta framar! hrópaði ég. Nú fer ég með ykkur öll eins og mér sýnist — ég get ekki stillt mig svona Ipngur. og Filka Morozov sagði ég, er minn bezti vinur og félagi... — Þið voruð farnir að slá ykkur saman aftur? — Nei alls ekki! Hann var ekki tagltækur um þetta leyti, hann hafði drukkið út hvert kópek. Alit sem hann áttti, hvert tangur og tetur, hafði hann drukkið út, og eftir það hafði hann makkað við . liðsafnarann og selt sig til herþjónustu: Hann lét innrita sig í staðinn fyrir son auðugs borgara, og fékk svo glás af pening- um. Auk þess er það venjan hjá okk- ur að sá sem selur sig til herþjón- ustu í staðinn fyrir annan er hús- bóndi á heimili kaupandans, alveg þangað til kallið kemur. Hann fær gífurlega fjárfúlgu og býr svo í miss- eri hjá hinum þar sem allir verða að skríða fyrir honum, þar skipar hann eigendunum svo fyrir allar dýrl- ingamyndirnar snúa sér til veggjar. „Ég fæ svo þessa miklu hermdargjöf,' sagði hann, „ég tek á mig ok sonar þíns — ég er sem sagt velgjörðar- maður þinn, og þið verðið öll að heygja ykkur fyrir mér, annars dreg ég mig til baka!“ Svo lifði Filka í vellystingum prakt uglega í annarra manna húsum, hann svaf hjá heimasætunni, þegar hann kærði sig um og togaði í skeggið á heimilisföðurnum eftir hverja mál- tíð — þetta gerði hann sér til gam- ans. Hann lét það kveikja upp í bað- stofunni á hverjum einasta degi, það mátti hella brennivíni á glóðarstein- ana í staðinn fyrir vatn, og kvenfólk- ið varð að bera hann í baðið. Þeg- ar hann kom úr gönguferð, þá stopp- aði hann við girðinguna og sagði: „Ég geng ekki um hliðið, rífið þið girðinguna niður hér!“ Svo varð að rífa niður girðinguna, alveg rétt við hliðið, svo hann gæti gengið í gegn, þar sem hann stóð. Núnú, loks kom að því, að hann varð að fara, og fór þá — meira að segja allsgáður. Gatan var full af fólki daginn þann, og allir hrópuðu: „Filka Morozov er að fara, Filka Morozov er að fara í herinn i dag!“ Og Filka stóð uppi í vagninum og heilsaði á báða bóga. Þá þurfti ein- mitt að vilja svo til að Akúlka kom út úr kálgarðinum okkar. Filka kom auga á hana við hliðið, og samstund- is hrópaði hann: „Stopp!,“ stökk nið- ur af vagninum, gekk til hennar og hneigði sig fyrir henni, alveg niður að jörð. „Hjartað mitt, litla sæta krúttið mitt," sagði hann, „í tvö ár hef ég elskað þig, og nú færa þeir Filka með lúðraþyt í herinn. Fyrirgefðu mér, þú valinkunna dóttir þíns æruverð- uga föður, öll þau óþægindi, sem ég hef bakað þér. Það er ég, ræfillinn, sem á sök á allri þinni óhamingju!" Og hann hneigði sig djúpt fyrir henni enn þá einu sinni. Akúlka stóð þarna og horði á hann stórum augum, dauðskelkuð, en svo hneigði hún sig líka djúpt og sagði: „Fyrirgef þú mér líka, maður minn, þú hefur ekki gert mér neitt illt!" Svo gekk hún inn í stofu og ég á eftir. „Hvað varstu að segja við hann, tíkin þín?" spurði ég. Hún leit á mig, og — þú ræður hvort þú trú- ir mér — þá sagði hún: „Nú elska ég hann meira en nokk- uð annað hér í þessum heimi!" — Ah — hvað er að heyra þetta! Ég sagði ekki við hana aukatekið orð, það sem eftir var dagsins — fyrr en um kvöldið, þá sagði ég: „Nú drep ég þig, Akúlka!" Mér kom ekki dúr á auga um nótt- ina, en þegar ég reis upp og gekk fram í anddyrið til að fá mér að drekka, sá ég að himinninn varð rauðiu’. Ég sneri inn og skipaði henni á fætur. „Akúlka, farðu að klæða þig,“ sagði ég, „við förum út á akur." Móðir mín vissi, að þetta ferðalag stóð fyrir dyrum, ég var búinn að minnast á það áður, „Það er gott!“ sagði hún. „Nú er komínnn sláttur og sláttumaðurinn hefur legið og flatmagað í þrjá daga.' Ég spennti hestinn fyrir eyklð en mælti ekki orð. Utan við þorpið okk- ar kemur maður í dhnman furuskóg, hann teygir sig langt inn í landið, meir en tvær mílur. Akurinn okkar var þar fyrir handan. Ég lét stað- ar numið, þegar við vorum komin um hálfa mílu inn í skóginn. „Stígðu niður af vagninum, Ak- úlka," sagði ég, „þetta er nú þitt síð- asta." Hún leit á mig og fór að skjálfa af hræðslu, en steig þó niður af vagn- inum, bom til mín og stillti sér orða- laust beint fyrir framan mig. „Nú hef ég fengið nóg af þér," sagði ég. „Gerðu bæn þína." Og svo þreif ég í hárið á henni, hún var með langar, sverar fléttur — ég vafði þeim um hönd mér, kroppn- um hélt ég fast á milli hnjánna. Þá sveigði ég höfuðið á henni langt aft- ur, dró upp hnífinn og rSR hann djúpt í hálsinn á henni . . . Hún æpti, blóðið sprautaðist fram, ég kast- aði frá mér hnífnum langt í burtu — báðum höndum þreif ég um mitti hennar og lagði hana á jörðina, þar féll ég ofan á hana, faðmaði hana að mér, æpti og emjaði, hún æpti, ég æpti, allur líkaminn nötraði — sig til og fra og barðist við að losná, og blóðið fossaði stanzlaust úr háls- inum, það rann og rann, það gaus upp og gusaðist á andlit mitt og hendur. Þá þeytti ég henni frá mér, svo hræddur var ég orðinn, að hest- inn skildi ég eftir en þaut af stað heim á æðisgengnum flótta. Ég f#r að húsabaki, þar var gamall bað- stofuræfill sem löngu var hætt að nota — þar skreið ég inn, faldi mig undir setubekk og lá þar alveg fi’am á nótt... — Og Akúlka! Hvað um hana? — Hún hafði svo reynt að risa upp og dragast heim á leið. Þeir fundu hana hundrað skref frá staðn- um, inn milli trjánna. — Þú hefur ekki stungið nógu djúpt? — Nei . . . Sjisjkos þagnaði og lá hreyfingarlaus um stund. — Sumar æðar, sagði Tjerevin, liggja þannig, að manneskjan heldur áfram að bægslast og slá um sig, ef maður nær ekki í gegn strax i fyrsta bi-agði. Þá er sama hvað blæðir — dauðinn kemur ekki strax .. — Ja, hún dó að minnsta kosti. Um kvöldið fannst hún dauð, og það var tilkynnt að vörmu spori, Svo var náfctúrlega farið að leita að mér, þeir Ieituðu og Ieituðu, og um nóttina fundu þeir mig í baðstofunni . . Nú hef ég verið hér í fjögur ár. sagði hann eftir stutta þögn. — E-a-á . . . Svona gengur það. Ef maður lemur þær ekki, er það heldur ekki gott, mælti Tjerevin, stillilega eins og sá, sem allt hefur reynt. Svo greip hann til neftóbaks- ins, bar stóran slurk með þumalputt- anum upp að nefinu og sogaði inn, ofur hægt, nokkur korn í einu. — En þú hefur hagað þér eins og naut, vinur sæll. Sjálfur þurfti ég einu sinni að hjálpa konunni minni að losa sig við dynti. Ég stóð hana að þvi að eiga mök við hórkarl, — svo bað ég hana að finna mig út I hlöðu, tók leðurtaum og lagði hann tvöfaldan. „Hverjum ert þú gift?“ spurði ég. Og svo sló ég allt hvað af tók — óg hýddi hana í hálfan annan klukbu tíma, þangað til hún æpti: „Eg skal þvo þén um fæturna og drekka svo vatníð!,*F Avdotja hét hún, konan mín. Baldur Óskarsson þýddf. T 1 M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 739

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.