Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 15
FJOPOR POSTOJEFFSKÝ: MAÐURINN HENN- AR AKÚLÍNU Það var áliðið nætur, komið fram undir miðnætti. Ég hafði sofið góða stund, þegar ég vaknaði snögglega. Dauft skin náttlampans þraut á leið sinni út í horn sjúkraskýlisins . . . Þeir, sem næst mér lágu, sváfu hér um bil allir. Nú heyrðist þungt fóta- tak fram á ganginum — vaktaskipt- in fóru í hönd. Byssuskefti var sleg- ið hart við gólfið. Dyrnar opnuðust, liðþjálfi gekk hægt inn og kastaði tölu á sjúklingana. Hurðin féll að stöfum, nýi vörðurinn tók sér stöðu, hinn fjarlægðist, svo kyrrðist allt á ný. Nú fyrst heyrði ég hvísl og muld- ur skammt frá mér, — vinstra meg- in við rúmið mitt lágu tveir fangar sem vöktu, þeir ræddust við hljóð- lega. Hér í skýlinu sá maður fanga liggja hlið við hlið vikum saman, jafnvel svo mánuðum skipti, án þess að yrða hver á annan — og svo gat það hent sig að fanga var blásið i brjóst að leysa frá skjóðunni ein- hverja nóttina, og hann fór að segja félaga sínum allt sem á dagana hafði drifið, alveg upp úr þurru. Þessir tveir voru víst búnir að tala lengi saman. Ég hafði ekki heyrt byrjunina, og ég gat heldur ekki fylgzt með öllu, sem þeir voru að segja, en eyra mitt vandist smám saman þar til ég fór að greina næst- um hvert orð. Sá, sem hafði orðið lá á höm í rúmi sínu, sneri sér að félaganum og sagði frá óðamála, stundum hvísl- andi, en stundum var það muldur. Hann var berlega gagntekinn af sögu sinni og hafði ríka þörf fyrir að opna sig. Áheyrandi hans sat á rúm- stokknum, svipþungur en greinilega ósnortinn. Stundum rumdi hann eitt hvað til svars eða merkis um hann hlustaði, en ljóst var að hann gerði það ekki af hluttekningu, heldur að- eins til að sýnast. Hann var hermað- ur í nauðungarsvaétinni og hét Tjere- vin. Sögumaðurinn hét Sjisjkov. Hann var yngri en Tjerevin, vart þrítugur, réttur og sléttur tugthúslimur og vann í klæðskerastofunum. Sjisjkov var hugsunarlítill og mjög einfaldur. Stundum gekk hann um, derrings- legur og montinn á svip, vikum sam- an, án þess að yrða þá á nokkurn mann, og stundum gat dottið í hann að skipta sér af öllu mögulegu, spinna upp fávíslegustu slúðursögur og veðra sig upp út af hversdagslegustu smá- munum. Hann hljóp þá oft úr ein- um skála í annan, slúðraði og sagði meiningu sína og virtist yfirleitt skelf ing móðursjúkur. Ef hann var bar- inn, varð hann aftur rólegur og gæf- ur. Þetta var huglaust grey, sem menn fyrirlitu. Lítill var hann og magur, augnaráðið kynlega flöktandi en stundum gat það staðnað og stirn- að, hálfvegis sljótt, hálfvegis ásak- andi. Það leið á löngu, áður en ég gerði mér grein fyrir, hverju hann var að segja frá. Fyrst fannst mér hann vaða úr einu í annað og staldra við fjöldamargt, sem engu skipti. Kannski varð hann þess var, að Tjere vin sýndi lítil áhugamerki. en hann reyndi víst að telja sér trú um að áheyrandinn sperrti eyrun. Fullviss- an um hið gagnstæða, hefði áreiðan- lega verið kvalræði fyrir hann. — Til dæmis þegar hann sást á torginu, hélt hann áfram sögu sinni, þá heilsuðu honum allir og sýndu honum lotningu. hann átti líka sand af peningum . . — Hann var líka með verzlun, sagðir þú? — Já. Annars voru þetta ræflar og aumingjar, bændurnir í þorpinu heima. Allir bágstaddir, allir sultu. Konurnar máttu bera vatn úr ánni, fyrst upp brekkuna, snarbratta, svo langar leiðir til að vökva kálgarð- ana, — eilíft strit og slit, og svo þegar til átti að taka fannst varla kálblað í súpuna. En hann átti akra og hann átti beitiland, hafði þrjá vinnumenn, býkúpur hafði hann og Við þetta færðist fjör í nafna hans, og sagði hann honum þá, að bátur væri kominn langleiðina til eyjarinn- ar. Litlu síðar stigu þeir Ólafur og menn hans á land á eynni. Var fyrst dreypt mjólk á þá nafna og þó litlu í senn. Var síðan búizt til heim- ferðar. Gekk hún greitt, og var Stef- án Eggertsson svo hress, er á land kom, að hann gekk óstuddur úr vör- inni til bæjar. En tveir menn urðu að hjálpa Stefáni Björnssyni, leiða hann og ganga undir honum. Voru þeir fyrir skömmu sofnaðir, er séra Friðrik bar að garði. V Ekki var stórlega venju brugðið í Fagradal, þótt þeir nafnar hefðu verið þangað færðir svo hart leiknir. Mágur þeirra, Jón Sigmundsson, sat í stofu með fleiri mönnum, drakk brennivín og át hangikjöt. Gerðist þar hark nokkurt, og varð einn gestanna til þess að berja Jón í höf- uð með sauðarlegg, er þeir félagar höfðu nagað af. Sigmundur, faðir Jóns og tengdafaðir Akureyjabænda, lá helsjúkur í rekkju. Heyrði hann, hvað gerðist i stofu og sagði, að ekki væri Jón sonur sinn, ef hann léti berja sig eins og nautshaus, „án þess að gera neitt á móti.“ Og svo fór líka, að Jón sannaði faðernið — þó ekki án nýrrar brýningar. Hann var í þann veginn að súpa á málm- staupi, er gesturinn sló það í andlit honum og braut það á nefi hans. Hraut þá askurinn af því, en brenni- vínið skvettist framan í hann og blindaði hann. Við það hjó Jón í blindni með stéttinni til mannsins og hæfði hann á ennið, þar sem broddarnir í brotsárinu stóðu á beini. Þegar gamli Sigmundur spurði þetta á sóttarsængina, mælti hann harla glaður: „Ég átti von á því, að hann myndi ekki öldungis dáðlaus." En þeir nafnar úr Akurey nutu svefns og yls jafnvel í rúmunum í Fagradal, þótt venzlamenn þeirra létu sér ekki drykkjuskemmtan úr greipum ganga. Þeir hresstust fljótt og héldu heim í Akureyjar, sáttir menn. Að skilnaði gaf Stefán Egg- ertsson bróður sínum, séra Friðriki, stafinn, sem hann hafði rist á orð- sendinguna, og fylgdi þar með hur.d- urinn Svipur. Varð Svipur ellidauður hjá presti, en hina gersemina, staf- inn, braut eitt sinn maður, er fékk hann lánaðan í brýnni þörf, og týnd- ust brotin bæði. Eitthvert safnið hefði þó gjarnan' viljað eiga þann grip nú. Akureyjabændum var að sjálfsögðu vel fagnað, er þeir komu. Ilöfðu kon- ur þeirra gert sér í hugarlund, að ölið á könnum Skarðstrendinga hefði reynzt í drýgra lagi, svo að heim- förinni héfði seinkað fyrir þær sakir. Eyjafólkið hefur kannski ekki verið alls kostar óvant því, að heimkoma bændanna gæti tafizt, þegar vel var veitt á hefðarsetrum. (Helztu heimildir: Nafnarnir í Fagurey eftir Pétur Eggerz, Úr fylgsnum fyrri alda eftir séra Friðrik Eggerz, Annáll ní tjándu aldar eftir Pétur Guð- mundsson, Dalamenn eftir séra Jón GuðnaseJi). T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 735

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.