Tíminn Sunnudagsblað - 30.01.1966, Side 10

Tíminn Sunnudagsblað - 30.01.1966, Side 10
ið gulli. „Þeir hvíla á legubekkj- um af fílsbeini og liggja flatir á hvílbeðjum sínum,“ sagði Amos spá- maður um höfðingja sinnar tíðar og þótti hátterni þeirra allillt. Apa lét Salómon einnig flytja til hallar sinn- ar, hirðinni til skemmtunar. Broddgeltir voru til í landinu og höfðust við á afskekktum stöðum, meðal annars í gömlum rústum. „Klettarnir eru hæli stökkhér- aðanna,“ segir og í ritningunni. Mýs voru viðurstyggileg dýr. Þegar Fil- istear rændu sáttmálsörkinni, eyddu mýs ökrum þeirrra. Þess vegna létu þeir fimm gullmýs fylgja örkinni, þegar þeir skiluðu henni. Mikil fyr- irlitning hvíldi einnig á moldvörp- um og leðurblökum, og fyrir mold- vörpur og leðurblökur áttu menn einu sinni að fleygja hjáguðum, sem þeir höfðu gert sér af gulli og silfri. Þetta voru allt óhrein dýr. Fjölda margir fuglar töldust einnig óhrein- ir. Svo var um ránfugla alia, erni, gamma, hauka, fálka, gleður og uglur. Örninn á sér býli og ból á klettasnösum og fjallatindum: „Það an skyggnir hann að æti, augu hans sjá langar leiðir, og ungar hans svelgja blóð, og hvar sem vegnir menn liggja — þar er hann:‘ En þó að örninn flygi að valnum undruð ust menn hann og báru allmikla virðingu fyrir honum: „Þrennt er það, sem mér virðist undursamlegt, og fernt er það, sem ég skil ekki,“ segir Salómon: Vegur arnarins um loftið, vegur höggormsins yfir klett- inn, vegur skipsins um reginhaf og vegur manns hjá konu.“ Og öðrum þræði var örninn tákn hverfulleik- ans: „Og dagar mínir voru skjótari en hraðboði, liðu svo hjá, að þeir litu enga hamingju — þeir brunuðu áfram eins og reyrbátar, eins og örn, sem steypir sér niður á æti.“ Svipað var þessu farið um auðinn: „Hvort skulu augu þín hvarfla til auðsins, sem er svo stopull? Því að sannlega gerir hann sér vængi eins og örn, sem flýgur til himins." ísraelsmenn máttu ekki heldur eta hrafna, máva, svani, strúta, storka né hegra. Hrafninn hafði samt nokkra verðleika, því að hann færði Elíasi spámanni mat í eyðimörkinni. Strúturinn hefur þótt dapurróma fugl, því að einn spámannanna, sem sá fyrir tortímingu Samaríu, kvaðst telja sér „harmatölur eins og sjakal- arnir og halda sorgarkvein eins og strútfuglarnir." Og lítil var- ræktar- semi þessara fugla: Strúthænan bað- ar glaðlega vængjunum, en er nokk- urt ástríki í þeim vængjum og flug- fjöðrum? Nei — hún fær jörðinni egg sín og lætur þau hitna i mold- innni og gleymir, að fótur getur brotið þau og dýr merkurinnar troð- ið þau sundur. Hún er hörð við unga sína eins og hún ætti þá ekki — þótt fyrirhöfn hennar sé árangurs- laus, þá er hún laus við ótta, því að guð synjaði henni um vizku og veitti henni enga hlutdeild í hyggindum." En aðrir voru þeir fuglar, sem hreini,. voru, og var fsralesmönnum heimilt að eta þá og egg þeirra. Spörvar voru ekki í háu verði, en seldust þó: „Eru ekki fimm spörvar seldir fyrir tvo smápeninga?“ Lyng- hænsn gripu ísraelsmenn með ber- um höndum á ferð sinni yfir eyðimörkina. Lynghænsnin eru far- fuglar, sem þó eru ekki sérlega þoln- ir á flugi, og leita oft til jarðar, örmagna af þreytu. Þegar Hiskía konungur söng fagnaðarljóð að af- stöðnum sjúkleika, komst hann svo að orði: „Eg tísti sem svala og kurr- aði sem dúfa — augu mín mændu tárvot til himins.“ Og tákn hins hverf ula voru þessir fuglar eins og aðrir fleiri: „Eins og spörfugl flögrar, eins og svala flýgur — eins er um óverðskuldaða formælingu: Hún verður eigi að áhrínsorðum." En þrátt fyrir ailt voru fuglarnir, bæði hrein ir og óhreinir, mönnum fremn ef þeir gleymdu guði sínum: „Jafnvel storkurinn í loftinu þekkir sínar ákveðnu tíðir, og turtildúfan og sval- an og tranan gefa gætur að tíma endurkomu sinnar. En lýður inn þekkir ekki rétt drottins.“ Dúfur voru einar fugla hæfar til fórnargjafa, og voru til slíks vald- ar ungar dúfur eða turtisdúfur. Gyð- ingar áttu tamdar dúfur, og gnægð var af villidúfum í landi þeirva. Dúfnasalarnir höfðust við í grennd við musterið, því að þar var hagnaðar vonin mest. Ekki var dúfan samt tal- in vitur fugl. Á dögum Hósea spá- manns var högum ísraelsmanna svo komið, að þeir höfðu leitað undir verndarvæng stórvelda, útlendir menn höfðu „eytt krafti“ þeirra og höfðingjarnir drukku sig „sjúka í vini.“ Spámanninn grunaði, að það yrði ekki til heilla að leita til Assúr og senda til „Þrasvalds konungs": „Efram er orðinn eins og einföld, óskynsöm dúfa: Þeir kalla á Egypta, fara á fund Assýringa." Hósea hefur ekki verið Varðbergsmaður. En dúfan var dáð fyrir fegurð rína og sakleysi, þótt hún væri án skyn- semi: „Sextíu eru drottningarnar og áttatíu hjákonurnar," segir í Ljóða- ljóðunum, „og óteljandi ungfrúr. En ein er dúfan mín, Ijúfan mín.“ Þar segir líká: „Já, fögur ertu — augu þín eru dúfuaugu út um skýlurauf- ina.“ En skýlan skyldi falla: ,Dúf- an mín í klettaskorunum, i fylgsni fjallhnúksins — lát mig sjá auglit þitt, lát mig heyra rödd þína.“ Og tákn grósku og frjósemdar var hún: „Tíminn til að sniðla vínviðinu er kominn, og kurr turtildúfunnar heyr ist í landi okkar.“ Tvisvar sinnum gegnir dúfan mjög veglegu hlutverki í ritningunni. Nói sendir dúfur úr örkinni til þess að hyggja að því, hvor. .....rlendið væri komið úr kafinu. Sú sendiferð tókst vel: Ein þeirra kom aftur með olíu- viðarlauf í nefinu. Og í Nýja testa- mentinu segir, að andi guðs kæmi í líki dúfu, þegar Jóhannes skírði Jes- úm í ánni Jórdan. Þannig hefur dúf- an orðið bæði tákn friðarins og heil- ags anda. Það kemur ekki á óvænt, þótt þessi orð standi í sálmum Davíðs: „Ofursel eigi villidýrunum sál turtildúfu þinnar.“ Krókódílar voru í Krókódíldf!.ict- inu sunnan við Karmel allt fram til ársins 1902, og þeim höfðu ísraels- menn einnig kynnzt í Egyptalandi. Sums staðar í íslenzku biblíuþýð- ingunni er raunar talað um nykur, þar sem aðrir hafa krókódíl. Krókó- díllinn vakti auðvitað ógn og skelf- ingu. Getur þú veitt krókódílinn á öngli, getur þú þrýst tungu hans nið- ur með færi? Dr.jur þú seftaug gegnum nasir hans, og rekur þú krók gegnum kjálka hans? . . . Mun hann gera við þig sáttmála, svo að þú takir hann að ævinlegum þræli? . . Legg þú hönd þína á hann — hugsaðu þér, hvílík viSureign. Þú gerir það ekki aftur." Sízt skyldi slöngunum gleymí. Þeirra getur oft, og mun á fárra færi að henda reiður á því, hvaða tegundir er átt við. En frægastur er höggormurinn, sem kom í a’.din- garðinn Eden og tældi Evu, „slæg- ari ert öll önnur dýr merkurinna:.“ Þaðan stafar erfðasyndin, sem nú er deilt um innan íslenzku kirkjunn- ar, og þetta var upphaf dauðans. Mennirnir hlutu að gjalda flónsku þeirra Adams og Evu, og höggorm- urinn sætti þungum kárinum: „Af því að þú gerðir þetta, skalt þú vera bölvaður meðal alls fénaðarins og allra dýra merkurinnar. Á kviði þín- um skalt þú skríða og mold eta alla þína lífdaga." Þegar fram í sótti. var höggorminum jafnað við djöfulinn sjálfan. „Nöðrukyn“ var mikið skammaryrði. ísraelsmenn stunduðu fiskveiðar, og einkum var Genesaretvatn fiski sælt. Margir lærisveinanna voru fiski menn, svo sem kunnugt er. En þá fiska eina mátti eta, er hreistraðir voru og með ugga. Ekki eru þó nein- ir fiskar nefndir með nöfnum í skrift- inni — ekki einu sinni stórfiskur- inn, sem gleypti Jónas, þegar hon- um var varpað í hafið til þes.i að lægja óveðrið. En hval hafa menn skírt hann. Engisprettur voru ógurleg plága í Austurlöndum, og í rilningunni eru nefndar margar tegundir engi- sprettna. Taldar eru nokkrar tegund- ir, sem eru ætar, og í guðspjöllun- um er sagt, að Jóhannes skírari hafi 82 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAf)

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.