Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 30.01.1966, Qupperneq 11

Tíminn Sunnudagsblað - 30.01.1966, Qupperneq 11
f Sigríður Beinteinsdóttir: EINHÓLLINN Una má ég Einhól hjá, útsýn fá um Slakka. Hjalar áin himinhlá hljótt við lága bakka. Það er fagurt Ijóð og lag með léttu bragaskrauti, það er saga um sólskinsdag og sælu í hagans skauti. Landið skartar, orpið ís, oft um bjartar nætur. Inni vart ég una kýs, _ ef að hjarfað grætur. Út er bezt að bregða sér, beizla hestinn Grána. Hýrnar flest í huga mér, helzt ef sést í mána. Klárinn leikur létt við hönd, lyftir hreykinn makka, loftið kveikir, iogabönd létt á reiki flakka. Glitrar mjöllin gljúp og hrein, gleymi ég öllum vanda, horfa tröllin á mig ein, uppi í fjöllum standa. lifað á engisprettum og villinunangi í eyðimörkinni. Kannski hafa þær engisprettur verið svipuð kvikindi og kettir veiða enn þann dag í dag sér til matar um allar götur Jórsataborg- ar. Það var áttunda plágan í Egypta- landi, að engisprettur komu með austanvindinum og •íyddu öllum ,arð argróða: „Þær huldu allt landið, svo að hvergi sá til jaröar, og þær átu allt gras jarðarinnar og all- an ávöxt trjánna.“ Þegar engisprett- urnar hafa sviðið landið, fara þær brott, fuglar eta þær og vindurinn feykir þeim út á hafið, þar seni þær drukkna. En eftir verður hra-ðilegur daunn. Plær og flugur voru líka kvalræði mönnum og dýrum. Mýbit var þriðja Egyptalandsplágan og flugur hin fjórða: „Kom þá fjöldi flugna í hús Faraós og hús þjóna hans og yfir allt Egyptaland." Grannþjóð ísraels- manna, Filistear, áttu sér flugnaguð, en þeir tóku það upp sem fceiti á fjandanum. Þeir nefndu hann stund- um Belsebúb, og síðar var talað um flugnahöfðingjann í kristnum dómi. Hvespur fara síundum i í Austurlöndum og verða slík plága, að fólk sér þann kost vænstan að flýja. Þegar ísraelsmenn héldu inn í Kanannsland, var þeim það fyrirheit gefið, .að h nr !c>-' ’ laridsfólkið brott. Sporðdrekar vöktu líka skelfingu. Þegar Ezekíel var í herleiðingunni við Kebarfljót. sá hann sýnir miklar og drottinn birt- ist honum og ávarpaði hann: „Þú mannsson skalt ekki hræðast þá oa ekki óttast orð þeirra, þótt netiur og þyrnar séu hjá þér og þótt bú búir meðal sporðdreka." Samt var bit þeirra slíkt, að hinum verstu kvöl- um var við það líkt, er sporðdrek- ar stinga fólk. Býflugurnar gátu líka verið við- sjárverðar. í skriftinni er fjölmenn- um h“’-svpitum hát;ka’e',r rvina líkt við býflugnasveim. Þá samlík- ingu notaði Móses, er hann lýsti her- hlaupi Amóríta gegn ísarelsmönnum. Þeir eltu þá „eins og býflugur gera og tvístruðu yður . . , og þér hurfuð aftur og grétuð fyrir drottni “ Þegar Samson fór að hyegia að skrokki ljónsins, sem hann drap, sá hann, að „býflygi var í ljónshræin 1 og hun- ang.“ Kanaanslandi var svo lýst, að þar flyti allt í mjólk og hunangi. Hunang var flestu gómsætara: „Et þú hunang, son minn, “ segir Saló- mon, ..því að bað ei fot* og hun- angseimur er gómi þínum sætur.“ Samt mátti ekki blanda hunangi í fórnarmat, því að býflugurnar voru óhrein dýr -O tákn ,!u' ’n0 var hunangið líka: „Son minn, gef gaum að speki minni. Því að hun- angseimur drýpur af vörum annars i.ianns konu, og gómur hennar er hálli en olía.“ Kön -irlær eru stundum nefndar. Vefur þeirra var sígilt dæmi um það, sem svikult /ar: „Von hins guðlausa verður að e>igu — athvarf hans brestur sund”r. og ' igurlóarvefur er það, sem hann treystir." Og fagna bar því, að hann var ekki traustari en þetta, því að hann var spunn- inn af illum huga: „Þeir klekja út horunrmspggjum og vefa ki' gurlóar- vefi,“ segir Jesaja um mis- gerðamennina. „Hann hefur byggt hús siH eins og köngur!ó,“ segir Job um þá, sem hrúga saman silfri eins og sandur væri. Mölur var tákn skyndilegrar tor- tímingar og glötunar. Þar eru fræg- ust orðin úr Fjallræðunni: „Safnið yður ekki fjársjc,'um á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir." Jesaja vitn- aði óspart í mölinn, þegar hann beindi orðum til óvina sinna: „Sjá, þeir munu allir detta sunriur eins og gamalt fat: Mölur skal eyða þeim.“ Orma og maðka af ýmsu tagi nefn- ir ritningin. Þeir komu í manna, sem skemmdist, þeir eyðilögðu vínberja- uppskeruna, og þeir komu í sár. „Líkami minn er þakinn ormum og moldarskánum," sagði Job, og þeg- ar lífinu lýkur verða allir orma- fæða. Tvisvar er nefnt, að ormar hafi orðið mönnum að bana, ef til vill ormar í innyflum. Þau urðu enda- lok Heródesar Agrippu. Og Antíók us Epifanes var sleginn ólækn- andi plágu og miklum iðrakvölum, og maðkar ultu út úr líkama hans. Sniglar voru óhrein dýr. En pur- purasniglar voru samt mikið dýrindi. Úr hverjum snigli fengust fáeinir dropar af rauðum lit og sá litur var svo dýr, að konungar einir og stór- menni gátu notað hann. Purpuraklæði hæfðu konungum. Lýsingarnar 1 í ritningunni bera vitni um dýralíf sem ekki er stórum frábrugðið því, sem nú er í löndum fyrir botni Miðjarðarhafsins. Stund- um er að vísu erfltt ad átta sig á því. bva'1 '"»nð pr ð taia um. Nokkur hinna stærri rándýra eru horfin. En enn valda skordýr útbreiðslu sjúk- dóma, og engisprettur fara þar eins og logi yfir akur. Slöngur og sporð- drekar vekja skelfingu, sem fyrrum, og mýflugur geta valdið miklum óþægindum. Áhrifanna af viðhorfi biblíuhöfund anna til ýmissa dýra gætir víða um lönd, og þeirra hafa mörg þeirra orðið að gjalda. Svin, hundur, refur, rotta og höggormur eða naðra eru ófögur heiti, þegar þau eru notuð um menn. Kirkjan á áreiðanlega nokkra sök á þvL (Heimildir: Biblian, Fra Bibelens dyreverden eftir Svein Myrberget). T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 83

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.