Tíminn Sunnudagsblað - 30.01.1966, Page 13
„Eg hélt þéttingsfasf um mittiS á Grétu og hún um mig. Eg sagSist ætla heim,
og hún kvaSst fara þangaS, sem ég færi."
lét ég berast út í mannliafið. Við
ætluðum að hittast aftur undir eik-
inni gömlu. Það hafði síður en svo
dregið úr hitanum. Hinn ljúfi blær
var nú horfinn. Einhver annarleg ró
virtist komin yfir mannsöfnuðinn,
eins og eirðarleysið hafi rokið burt
með blænum. Ég veitti henni athygli
eins og maður tekur eftir kú í naut- -
gripahópi, af því að hún úðar ekki
í sig grænu grasinu eins og hinar,
heldur stendur og gónir út -í loftið.
Hún stóð úti fyrir söluskúr og spýtti
út úr sér þrúgusteinum með letiiegri
ró. Ég sá, að hún var vel tennt,
sólbrún og mjóslegin í hólkvíðum
kjól, sem vel hefði getað verið af
eldri systur hennar. Seytján vetra gat
hún verið, alls ekki meir. Enga hafði
hún sokkana. í augunum var hita-
gljái og nefið íbogið. Hárið og hör-
undið hafði sama gullna litinn.
Hún kvaðst heyra, að ég væri út-
lendingur. Hún hafði þekkt marga
útlendinga, Grikki. Hún hélt, að ég
væri Ungverji, og ég iét hana halda
það. Hún vildi ís. Eg spurði, hvort
hún hræddist ekki útlendinga. Hún
hló og sagðist ekkert óttast. Ég tók
nú hönd hennar og hún bauð mér
vínber. Mannfjöldinn þrengdi að okk-
ur, og ég fann, að líkami hennar
var stinnur og grannur
Sillí var komin aftur og beið mín
undir eikinni. Ég kynnti hana fyrir
Sillíu sem gamlan kunni:.gja. Hún
kvaðst heita Gréta. Við skáluðum fyr-
ir sólinni og öllum útlendingum. Ég
gældi við fæturna á Grétu undir borð-
inu með mínum. Skegghýjungurinn
á efri vörinni á Sillíu hafði aidrei
verið eins áberandi og nú, og tenn-
ur hennar voru gular. Seiðandi tón-
arnir úr fiðlum Ungverjanna mýktu
samræður okkar og blönduðust dill-
andi hlátrinum og hvítum tönnun-
um á Grétu. Sillí var þögu) venju
fremur. Ég bauðst til þess að fylgja
henni í vagninn. Hún þekktist það
ekki. Sillí kvaddi okkur bæði með
handabandi, og ég bað að heilsa
mömmu hennar og köttunum. Hún
sagðist sjá mig aftur.
Við Gréta fengum okkur meira að
drekka. Það var gott að kyssa hana.
Það var sóiarilmur af henni.
Við dönsuðum, og hún hvíslaði, að
hún hefði nógan tíma.
Eyrjað var að rökkva, þegar við
leiddumst gegnum undirganginn und
ir torgið. Gamli maðurinn dró enn
dragspilið sundur og saman, og litli
apinn lék listir sínar. Lítið hafði
bætzt við skildingana í húfunni, frá
því Sillí lét sinn í hana. Ég hélt
þéttingsfast um mittið á Grétu og
hún um mig. Ég sagðist æ heim,
og hún kvaðst fara þangað, sem ég
færi. Hún væri ekkert hrædd við út-
lendinga. Fólk sat enn á gangstétt-
arkaffihúsunum, las blöð, drakk vatn
og skoðaði þá, sem áttu leið hjá. Það
ískraði í hemlum sporvagnanna, og
bjöllurnar hringdu. Klukkum guðs-
húsanna var sem óðast hringt til
aftansöngs. Á götuhornum voru vænd
iskonurnar farnar að þrefa um verð-
ið við viðskiptavinina. Enn var
sterkjuhiti. Loflið titraði af hita. Mað
ur stóð með ól í hendinni og beið
eftir hundi, sem hafði stokkið upp
að staur. Hitamælir á rómverskum
kirkjuvegg sýndi enn meira en þrjá-
tíu stig á Celcíus,
T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAJÐ
85