Tíminn Sunnudagsblað - 30.01.1966, Page 17

Tíminn Sunnudagsblað - 30.01.1966, Page 17
EÐVARÐ BRANDES, sem bændur á Langalandi kusu á þing árið 1880. tveggja hin mestu skammaryrði í þeirra munni. En slysnir voru þeir sámt i þessari kosningahríð, því að frambjóðandi þeirra sjálfra reyndist vera Gyðingur — þó til allrar guðs mildi kristinn Gyðingur. Trúmál voru mjög ofarlega á baugi í þessari orra- hríð. Eðvarð Brandes lagði þó ekki neitt til þeirra mála sjálfur — fyrr en á kosningadaginn. Þá sagði hann í heyranda hljóði, áður en kosning hófst, að hann tryði hvorki á guð Gyðinga né kristinna manna og hefði hvorki gamla testamentið að leiðar- ljósi né hið nýja. Þetta kom mjög á óvænt, og mun mörgum hafa sýnzt þetta ærin dirfska og tvísýnt tiltæki. En hreinskilni mannsins virðist hafa orðið honum til framdráttar. Hann hlaut 1133 at- kvæði, en andstæðingur hans, fram- bjóðandi hægrimanna, einungis 396. Eftir kosninguna skrifaði Eðvarð bróður sínum: „Þig furðar kannski á barnaskap mínum. En ég vildi, að bændurnir vissu, hvern þeir voru að kjósa. Ég vildi ekki að láta bera mér það á brýn, að ég hefði svikizt að þeim.“ Það olli mikilli skelfingu, bæði meðal hægrimanna og vinstrimanna, að slíkur guðníðingur skyldi hafa ver ið kosinn á þing. Honum var hugsuð þegjandi þörfin. Nú var það venja, að þingmenn undirrituðu eiðstaf, þar sem vitnað var til „guðs og hans heilaga orðs.“ Þingforsetinn — maður úr hinum armi vinstrimanna — var fenginn til þess að gera hinum nýja þingmanni þann grikk að láta greinargerð fylgja eiðstafnum. Var þar komizt svo að orði, að óæskilegt væri, að þingmenn undir-rituðu eiðstaf, sem þeir teldu markleysu. Hins vegar kvaðst forset- inn líta svo á, ef þingmaðurinn af- henti sér eiðinn undirritaðan, að skírskotun sú til guðs, sem í honurn fælist, hefði gildi fyrir hann, hvað sem hann kynni áður að hafa sagt um trú sína eða trúleysi. Brandes undirritaði eiðstafinn, en vísaði á bug ályktun þingforsetaus. Þetta vakti ógurlegan úlfaþyt. Karl gamli Plógur þrumaði í blaði sínu um „ódulinn skollaleik,*' „lygi“ og „hörmulegan ræfilshátt" Berg og margir fylgismenn Grundtvigs kváðu aftur á móti upp úr með það, að stjórnmálamann ætti ekki að meta eftir því, hverjar væru trúarskoðanir hans. — Þetta sama ár var manni vísað frá þingsetu í Englandi sökmn þess, að þingmannseiður hans var ekki talinn gildur, þar eð hann væri trúlaus - Svo fór þó, að Eðvarð Brandes varð vinsæll meðal þingmanna og kom sér vel við bændurna í flokki vinstri- manna, þótt þar hittust ólíkir menn: „Þeir brostu ekki,“ sagði Brandes, „þeir gáfu sig ekki að öðru fólki. Þeir voru alvarlegir og íhugulir og reyktu langar pípur sínar vaðmáls- klæddir. Þetta voru eins og púritan- ar frá dögum Cromvells.“ Þarna bræddust saman traustir bændur með vaxandi áhuga á þjóðfélagslegum um- bótum og menntamenn með brenn- andi frelsishugsjónir og réttlætis- kennd. Þingmennska hinna ungu háskóla manna í liði Hörups og Bergs tákn- aði endalok gömlu þjóðfrelsishreyf- ingarinnar. Þeir voru oft og iðu- lega synir gamalla þjóðfrelsismanna, er sjálfir voru fyrir löngu orðnir hægrimenn. Skilin milli kynslóðanna voru mjög glögg, en æska beggja samt mjög svipuð. Hörup hafði í byrjun blaðamanna ferils síns skrifað skoplega grein um útför þjóðfrelsisflokksins, þar sem hann lét þjóðleikhúskórinn syngja yfir kistunni í kirkjunni: Lær mig, o s..uv, at visne glad. Nú var gamla laufið visnað og nýtt lauf var í þann veginn að skrýða limið. Það hraðaði þessari þróun, að óánægju gætti meðal nokkurs hluta kaupsýslustéttarinnar, eink- um í Kaupmannahöfn, með yfir- drottnun gósseigendanna í flokki hægrimanna. Sú óánægja magnaðist upp úr 1875, því að þá versnaði af- koma manna í bæjunum um skeið. Marga var líka tekið að gruna, að kyrrstaðan í stjórnmálaheiminum væri eðlilegri félagsþróun fjötur um fót. Leiðarljós þessara manna var Karl Tietgen, hinn mikli fjármálamaður og forstjóri Prívatbankans. Talið er, að hann hafi reynt að stuðla að mynd un ráðuneytis, sem skipað væri vinstrimönnum að einhverju leyti, þegar Estrup hófst til og mun KRISTJÁN IX, >em veitti Estrup brautargengi til ger- ræðisverkanna. honum jafnvel hafa þótt það ber fjandskapur við sig, hve margir ráð- herranna voru úr stjórn v.erzlunar- bankans. Nú stefndi hann full- trúum danskrar verzlunarstéttar sam an á ráðstefnu sumarið 1880. Þar kom fram i.iegn óánægja, og var Tiet gen kosinn formaður nefndar, sem átti að bera fram tillögur um efna- hagslegar umbætur í landinu. Tillög- urnar voru birtar tæpu ári síðar, og voru þar bornar fram ýmsar kröfur um mál, sem verzlunarstéttin taldi sig miklu varða, meðal annars frrið fram á lækkun tolla. En sú krafa kom illa við ríkisstjórnina, því að hún gaf hugmyndinni um tekiu- skatt byr undir vængi. Þetta vor gerðu tvö blöð þjóðfrelsismannaona gömlu, sem annars voru gengin í þjónustu hægrimanna, harða árás á einn ráðherrann, Eirík Skeel, og var honum borið á brvn, að hann hirti ekki um annað en flytja józka bola með ódýrum hætti með járn- brautunum. Ráðherrann þagði lengi, en vísaði kröfum verzlunarinnar um síðir á bug, með fáum orðum, án nokkurra röksemda. — Um þetta leyti snerust ekki svo fáir menn úr borgarastétt Kaup- mannahafnar til fylgis við Hörup. VII. Á þessum misserum dró á ný sam an með vinstrimönnum, og Estrup komst í þröng með fjárlögin árið T í M I N N — SUNNUUAGSBLAÐ 89

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.