Tíminn Sunnudagsblað - 10.07.1966, Page 7
um eftlr beztu getu þarna I velferðar-
riki fjörunnar.
Enn koma menn að kaupa fisk,
þó komtnn sé matmálsttmi og við-
gkiptin malast rólega áfram í veður-
bliðunni. Þetta eru einkar notaleg
viðskipti. Mér líður svo vel þarna i
sólbökuðu fjörugrjótinu, að ég gleymi
mér alveg. Áður en mig varir, eru
þeir feðgar búnir að hengja upp alla
grásleppuna og eru að fara heim í
mat og taka hrognin með sér.
„En ég á eftir að frétta ýmisleg
um meðhöndlun hrognanna."
„Þú verður þá að koma aftur
í kvöld, ég er orðinn þreyttur og
svangur," segir Björn og svo eru þeir
horfnir, en ég ein eftir 1 fjörunni
ásamt fuglunum.
Að lokum drattast ég heim.
Um kvöldið fór ég aftur á stjá
og gerði þelm feðgum heimsókn í
hrognabúrið. Það er stóreflis bílskúr,
sem þeir hafa útbúið sem vinnustað.
Þar kennir margra grasa. Mest ber
þar á tunnum, flestar þeirra fullar
af hrognum. Þorvarður er að himnu
draga hrognin. Á miðju gólfi er helj-
arstórt sigti — kassi, ca. 2x 1,5 fer
metrar — með fremur grófu neti í
botninum. Undir sigtinu er annar
kassi jafnstór að ummáli en helm-
ingi dýpri. Á hann er strengdur
strigadúkur. Við hlið stóra sigtisins
eru tvö önnur minni með mjög þéttu
nylonneti í botninum.
„,Jæja, Björn, hvað þarf nú að gera
við hrognin, svo að þau verði 'verzl-
unarvara?"
„Eins og þú sást í morgun, setj-
um við þau í tágakörfu með striga-
dúk í botni um, svo að sjórinn fái
sigið úr þeim og flytjum þau hingað.
Við setjum hrognin fyrst upp í stóra
sigtið þarna á gólfinu og himnudrög-
ttm þau i þvi, þ.e. við hrærum í
þeim fram og aftur, svo að hrognin
hrynja í gegnum netið og niður á
- strigadúkinn, en himnurnar vera eft-
ir í sigtinu. Síðan ausum við hreins-
uðu hrognunum upp í hin þéttari
sigtin, til þess að sjórinn sígi þar
úr þeim. Til þess þarf nokkurn
tíma. Seinni hluta nætur ætti því að
vera iokið. Við förum á fætur um
kl. 4 á nóttunni til þess að salta
hrognin og jafna þau, og við erum
hæfilega búnir að þvi, áður en við
förum á sjóinn um kl. 7. Þegar við
svo komum aftur, höfum lokið að-
gerð, matazt og hvílzt, ausum við
hrognunum úr sigtunum upp í tunnur.
Þar verða þau að biða nokkra daga
í opinnj tunnunni og „brjóta sig,“
sem kallað er. (Það orðtæki þekkist
einnig um súrt skyr). Þegar það
hefur gerzt á réttan hátt, eru öll
hrognln orðin jafnlit, rauðblelk, og
þó eins og glær. Þá má loka tunn-
Og þarna hangir hún uppi, steindauð, og vekur vegfarendum löngun í munni.
unni. Þó verður að gæta þess að
endastinga tunnunum við og við,
helzt einu sinni á sólarhring, þar til
varan er flutt burtu sem söluvara.
En nú er að verða þröngt hjá okkur,“
segir Björn að lokum. „Því að við
veiðum og tökum meira að segja
hrogn í umboðssölu, en ennþá hefur
ekkert selzt."
Ja, það er nú meiri snilldin ef
menn geta grætt á svona atvinnu,
hugaði ég. „En hvað svo, þegar —
eða — ef — varan selzt?"
„Hrognin fara öll á erlendan mark-
að. Kaupendur þeirra lita þau svört
og selja sem kaviar og þá er sagan
öll. En sumir þurfa ekki svo fína
meðferð á hrognunum til þess að
hafa lyst á þeim. Það hafa komið
til mín útlendingar, sem hafa hámað
þau í sig beint úr tunnunni."
Ég vildi óska, að ég hefði geð á
að gera slíkt hið sama. Þvi að ásamt
mjólk oé eggjum eru hrogn áreiðan-
lega _ bezta og hollasta fæða, sem til
er. í hverju hrogni býr lífsneisti
nýrrar veru og jafnframt öll forða-
næring handa henni, þar til hún er
sjálfbjarga, og það er ekki svo lítið.
Eftir nokkrar atrennur herði ég
mig upp til þess að bragða hrognin
og bryðja þau. Og ef satt skal segja,
fann ég ekkert bragð nema saltbragð.
svo að mér er enn öldungis hulíð,
hvernig menn geta borðað þetta sem
sælgæti.
Það er orðið áliðið kvölds, þegar
þeir feðgar hafa lokið störfum og lún
um mönnum mál að hvílast. Þeir
ætla að rísa árla næsta morgun og
heyja áfram sitt indæla stríð. Ég kveð
Björn og þakka fyrir skemmtilegan
og lærdómsríkan dag.
Ásgerður Jónsdóttir,
Þeir, sem hugsa sér
að halda Sunnudags-
blaðinu saman, ættu
þvf að athuga fyrr en
síðar, hvort eitthvað
vantar í hiá þeim og
ráða bót á því.
_____________ 1
T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
559