Tíminn Sunnudagsblað - 10.07.1966, Qupperneq 12
Nr. 2 — Völundur, átta ára.
r. 1 — Sigrún, átta ára.
TEIKNINGAR BARNA
Fyrir rúraum 50 árum fóru menn
að gefa gaum að teikningum barna,
rannsaka þær og skoða fná ýmsum
sjónarhornum. Fyrsta bókin um
barnateiknun kom út árið 1887. (L
‘Afte dei bamlbini). Höfundurinn, list-
fræðingurinn Corrado Ricci, segir f
bókinni frá því, er hann varð eitt
sinn að leita sér skjóls fyrir regni
í súlnagangi einum, þar sem börn
höfðu gert nokkrar teikningar á vegg
inn. Vakti það strax athygli hans,
að teikningarnar voru mjög mismun
andi eftir því hvað hátt þær voru
ieiknaðar á vegginn. Þetta hvatti
lann til að rannsaka, hvort ekki
etti sér stað einhver lögmálsbundin
þróun í barnateikningum. Síðan hafa
ijölmargir listfræðingar, listamenn,
sálfræðingar og kennarar rætt og rit-
að um teikningar barna með þeim
árangri, að í dag eru barnateikning-
ar virtar sem mikilvægur þáttur í
listmenningu 20. aidarinnar.
Smábörn tjá sig með því að gefa
frá sér hljóð, gráta ef þeim líður
llla og hjala ef þeim líður vel. Einn-
ig gefa þau til kynna líðan sína með
nreyfingum. Fyrst getur barnið ekki
tjáð sig með orðum, ekki með dans,
látbragði eða viðlíka aðferðum, að
eins með fálmkenndum hreyfingum.
Þegar fram líða stundir verður tján-
ingarmáti barnsins margbrotnari.
Það fer að segja orð og orð, og það
lærir að brosa og hlæja. Barnið hef-
ur einnig ánægju af að marka hreyf-
ingar sínar. Fyrstu teikningarnar eru
nokkurs konar línurit af hreyfingum
barnsins. Fyrst aðeins skástrik frá
vinstri til hægri hjá rétthentum börn-
um og öfugt hjá örvhentum. Barnið
hefur ekki vald yfir hreyfingum nema
um axlarlið. Fljótlega tekst því að
hreyfa hendina samtímis um öxl og
olnboga. Þá verða myndirnar fjöl-
breyttari. Barnið getur dregið hring
og í hvaða átt, sem það lystir. Á
þessu skeiði gefur barnið myndinni
oft nafn. Það er mynd af mömmu
eða pabba t.d.: „Krotið“ breytist svo
úr því að verða mörkun hreyfingar
í tákn. Samtímis fá hlutirnir nafn
í huga barnsins. Ummæli barnsins
takmarkast af nafninu, það getur að-
eins sagt, „voff, voff,“ eða „kis, kis,“
o.s.frv., en með teikningunni getur
það gert nánari skilgreiningu á hlutn-
um. Geri barnið mynd af kettj get-
ur það teiknað klær, veiðikár, rófu-
og margt fleira, sem einkennir kött-
inn. Fimm til sex ára teiknar það
jafnvel heila sögu í sömu myndina,
sem það getur ekki orðað nema að
takmörkuðu leyti.
Áður en barnið fer í skóla, hefur
áhuginn beinzt að ýmsu því í um-
hverfinu, sem kitlað hefur forvitnt
þess. Það kann fjölmarga leiki og
þekkir sitt nánasta umhverfi jafnvel
betur en hinn fullorðni. Námslöng-
un þess verður sjaldan fyrir beinni
hvatningu, en það velur sér fyrir-
myndir. Það ætlar að verða vélstjóri,
smiður eða hjúkrunarkona. Svo leik-
ur það hlutverkið á svipaðan hátt
og viðkomandi starfshópar haga
vinnu sinni. Leikinn tekur barnið
svo alvarlega, að ef það er truflað
kostar það oft grát og gnístran
tanna. Með skólagöngunni verður
barnið að nema undir aga, sem hlýt-
ur að vera hindrun eða breyting 4
þeirri frjálsu þróun, sem það hefur
notið fyrstu 7 árin. Eitt mikilvæg-
asta viðfangsefni skólans veður því
að gera einstaklingum kleift að
viðhalda sköpunargleði barnsins, svo
hann verði hæfari að taka sjálfstæða
afstöðu til lifsins. í skólanum lærir
barnið að lesa, skrifa og reikna. Því
opnast nýr heimur. Lestrarkunnátt-
an gerir barnið hæft til að lifa æv-
564
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ