Tíminn Sunnudagsblað - 10.07.1966, Page 17

Tíminn Sunnudagsblað - 10.07.1966, Page 17
VIGFÚS KRISTIÁNSSON: Fyrsta sumaríð mitt f sveit Sumarið 1913 fór ég fyrsta sinn % sveit að Sandlæk í Gnúpverjahrepp. Bóndinn á Sandlæk, Ámundi Guð- mundsson, kom heim að sækja mig og var með fallegan bleikskjóttan Ihest, sem ég átti að ríða austur. Eg var hrærður í huga, er ég kvaddi mömmu mína og systkini mín. Mamma stóð hjá mér og hélt í beizlið á hestinum, sem var ferm- ingargjöf, er hún gaf mér, stengurn- ar smíðaðar af föður hennar, Vig- fúsi Guðmundssyni snikkara. Um leift og hún kvaddi mig, bað hún guð að varðveita mig og blessa mig. Við fórum ríðandi inn að vatns- þrónni við Laugaveginn og létum hestana drekka. Þar var hópur sveita- manna fyrlr, og þar var Sigurður Bjarnason, vinnumaður á Sandlæk, ríðandi á jörpum hesti og teymdi tvo vagnhesta. Er hestarnir höfðu drukkið nægju sína, var haldið af stað austur og farið inn Suðurlands- braut. Veður var gott, skýjamistur og molluhiti. Áð var í Lækjabotnum og kaffi drukkið í gisthúsinu Lög- bergi, Bændurnir tóku ferðapelana upp og fengu sér brennivínstár út í kaffið. Er farið var þaðan, voru þeir orðnir góðglaðir. Á Sandskeiðinu var gæðingunum hleypt, og var það föst venja sveita- manna að reyna hestana þar. Mikill metnaður var í mönnum, og hver bóndi taldi sinn hest beztan. Þegar hestunum var hleypt og Bleikskjóni sá þá taka sprettinn, varð hann ólm- ur og þaut af stað eins og örskot, og ég réð ekkert við hann. Hann reif sig fram úr hinum hestunum og var langt á undan þeim öllum. Er sprettinum var lokið, var stanzað til að lofa hestunum að kasta mæð- inni. Ámundi bóndi kom þá til mín og sagði, að ég hefði ekki átt að taka þátt í kappreiðinni. Ég sagði þá við hann, að ég hefði ekki getað ráðið við hestinn, er hann sá hina hestana fara af stað. Er hestarnir höfðu blásið mæðinni var haldið áfram að Kolviðarhóli, en þar átti að gista um nóttina. Á Kolviðarhóli var svo margt ferðamanna, er við komum þangað, að við gátum ekki fengið þar rúm. En er við höfðum drukkið kaffi og talað við gestgjafann, leyfði hann okkur að sofa í hlöðunni. Það var í fyrsta sinn er ég svaf í hlöðu og ég svaf ágætlega. Um morguininn var farið eldsnemma frá Kolviðarhóli í ljémandi veðri og haldið yfir Hellis- heiði. Er komið var á Kambabrún var staldrað við, og fólkið fór af baki og fór gangandi ofan Kamba og teymdi hestana. En ég sat á Bleikskjóna og naut hins dásamlega útsýnis í ljómandi sólskininu. Ég fór ríðandi ofan Kamba, brattinn var svo mikill í þeim, að ég varð að halda mér með báðum höndum í faxið á Bleikskjóna, til þess að renna ekki fram af honum. En hann fór gæti- lega og hallaði sér eftir því sem við átti og skilaði mér heilum og ánægðum niður á sléttlendið. Ég var kominn ofan löngu á undan fólkinu og er það var komið niður, kom Ámundi til mín og sagði, að það væri mikið lán, að ég væri lifandi. Eng- um hefði komið til hugar, er sá mig fara ríðandi ofan Kamba, að ég kæm- ist það lifandi. Vegurinn í þeim væri svo vondur og brattur og flughátt fram af hamrabeltinu og bráður bani væri ef nokkuð út af bæri. Ég sagði, að enginn hefði varað mig við hætt- unni, og ég hefði ekki haft hugmynd um hana. Áð var fyrir neðan Kamba veginn, og svo var haldið áfram yfir Ölfusið austur með Ingólfsfjalli og yfir sléttlendið niður að Ölfusárbrú. Fólkið fór allt af baki og gekk og teymdi hestana yfir brúna, en ég fór ríðandi yfir haná. Ámundi kom þá til mín enn og sagði, að ég ætlaði ekki að gera það endasleppt, að fara ríðandi yfir brúna, sem hefði getað stafað hætta af. En ég sagðist ekki hafa haft hugmynd um það og ekki farið þar um áður. Komið var við á Tryggvaskála og drukkið þar kaffi og síðan var haldið áfram og farið veg- inn um Merkurhraun á Skeiðum. Eft- ir litla stund sáust Sandlækjarbæirn- if og var fagurt að sjá þangað heim í ljómandi kvöldsólarskininu. Við komum heim að Sandlæk laust eftir kvöldverðartíma. Daginn eftir var ég settur inn í verkin. Sigurður vinnumaður fór með mér að smala kvíaánum, en ég átti að taka við því af honum. Ærnar voru um áttatíu og voru reknar og sóttar kvölds og morgna út í beiti- landið við Þjórsána. En á meðan þær voru mjaltaðar á stöðlinum, voru þær látnar inn í færikvíar, og síðan voru þær reknar út í hagann. Næsta verk- ið var að sækja hestana og fór Sig- urður með mér til að setja mig inn í verkið, sem ég átti að taka við af honum. Næsta dag fór ég með smal- anum á Sandlækjarkoti, er hann flutti rjómann upp í rjómabúið í Birtinga- holti. En hann var fluttur af báðum bæjunum til skiptis. Við fórum sem leið liggur og riðum yfir Laxána á Sóleyjarbakkavaðinu, og þaðan beina leið upp að rjómabúinu í Birtinga- holti í Hrunamannahreppi, skiluðum rjómabrúsunum og tókum tóma brúsa til baka. Ég var ekki búinn að vera nema fáa daga, er túna- sláttur hófst, og er farið var að hirða og binda heyið, flutti ég það á hest- unum heim að hlöðu. Ámundi bóndi var með mér fyrstu ferðina til að leiðbeina mér. En hann tók á móti heyinu og hlóð úr því. Að loknuin túnaslætti voru töðugjöldin haldin, og þá var öllu fólkinu gefið kaffi og lummur. Er engjasláttur hófst, fór ég á milli með heybandið á ell- efu hestum og reið þeim tólfta. Engja vegurinn var langur, og var fólkið á engjunum allan daginn, og ég færði því matinn og kaffið á engjarnar. Ámundi bóndi var fyrstu dagana með fólkinu, en er farið var að hirða og binda heyið, tók hann á móti þvi eins og að venju og hlóð úr því í hlöð- urnar. Bleikur. Hestarnir, sem hafðir voru heima við undir heybandið, voru iátnir ganga óheftir í haganum, og mér gekk vel að ná þeim. En í eitt sinn brá þó út af því, er ég var að sækja þá. Þeir voru svo styggir, að ég gat engum þeirra náð. Ég var orðinn þreyttur og móður af að eltast við þá og setti mig niður á þúfu til að blása mæðinni. Ég stóð svo upp T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 569

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.