Tíminn Sunnudagsblað - 21.08.1966, Qupperneq 6
t
Hvítárnes.
Ðanmörk eru gagnólík lönd, og þar
ytra er lítil völ á tjaldstæðum og
skylda að vera kominn á tjaldstað á
ákveðnum tíma. Slíkum aga væri
margur fslendingur ófús að hlíta. En
snyrtimennsku og umgengnismenn
ingu gætum við lært af Dönum.
— Er umgengni íslendinga á ferða-
lögum yfirleitt ábótavant?
— Ja, góð er hún ekki, það verður
að játa. Á fyrstu árum Ferðafélagsins
varð töluverð breyting til batnaðar í
þessu efni, og fyrir tilstuðlan þess
var til að mynda hætt að mála aug-
lýsingar á steina við þjóðvegi. En
síðan hefur heldur verið um afturför
að ræða, þótt í þessu sambandi verði
' að gæta hinnar miklu aukningar á
fjölda ferðafólks, og ungt fólk geng-
ur allajafna ekki verr um en það,
sem er á miðjum aldri. Fjöldi fólks
hefur að vísu alltaf gengið prýðilega
um, en það þarf ekki nema einn gikk
í hverja veiðistöð. Það er eitthvert
hugsunarleysi, sem gengur að fólki,
og ætti ekki að þurfa neitt stórátak
til þess að ráða bót á því. Skemmd-
arvargar eru svo séj á parti. Það er
hryggilegt að vita til þess, hvernig
óviðkomandi aðilar hafa gengið um
helli Farfugla í Valabóli. Einhverjir
hafa meira að segja lotið svo lágt
að stela fáeinum krónum úr spari-
bauk, sem þar hafði verið komið fyrir.
Þá hefur oft orðið misbrestur á þvi,
að fólk gangi sómasamiega um sælu-
hús Ferðafélagsins, sem standa öll-
um opin. Þar eru iðulega skilin eftir
óþvegin matarílát, og stundum er
þeim hreinlega stolið.
Hér þarf að verða mikil breyting
á almenningsálitinu. Pokar þeir, sem
Ljónaklúbburinn lætur bílaeigendum
í té, eru spor í rétta átt, og fyrr eða
síðar hlýtur að reka að því, að þetta
mál verði tekið fastari tökum.
— Af hafa tagi er það fólk, sem
mest tekur þátt í hópferðum Ferða-
félagsins?
— Það er ærið sundurleitur hóp-
ur. Mikið er af ungu fólki og kon-
ur oft í meirihluta, og eru þær engu
óduglegri að ganga en karlmennirn-
ir. Þetta er að nokkru leyti alltaf
sami hópurinn, sem þátt tekur í þess-
um ferðum, en þó sér maður ýmis
ný andlit á hverju sumri. Svo er alltaf
slæðingur af útlendingum.
— Er annars þorri íslendinga lítt
hneigður til gönguferða?
— Ja, að minnsta kosti er ólíku
saman að jafna hér og í Noregi, veit
ég er. Hér eimir töluvert eftir af
því viðhorfi, sem brauðstritið hefur
skapað, að fáránlegt sé að æða upp
um fjöll og firnindi án nokkurs tak-
marks og tilgangs eða þá að róa út
á sjó án þess að bera það við að
veiða. Svo virðist mér stundum áhöld
um það, hvort fólkið á bílana eða
bílarnir fólkið. Hér á árunum brá
ég mér iðulega i bílferð með fjöl-
skylduna á kvöidin. En það brást
aldrei, að við stönzuðum einhvers stað
ar og gengjum út. Bílar eru nefni-
lega afar þolinmóðir að bíða.
— Finnst þér ef til vill, að íslend-
ingum sé tamt að leita langt yfir
skammt, þegar þeir fara í ferðalög?
—Ég hef alls ekki neitt á móti
utanlandsferðum sem slikum, og
gæta verður þess, að ekki er ýkja
langt síðan þorri fólks tók að geta
veitt sér slíkt. En ég held, að sumir
geri sér ekki grein fyrir því, að
ánægjulegt ferðalag þarf hvorki að
vera langt né kostnaðarsamt. Ég er
til að mynda sannfærður um það, að
svæðið upp af Hafnarfirði hefur gold-
ið nálægðar sinnar við þéttbýlið. Ekki
þarf að fara langt úr fyrir Reykjavík
í leit að fallegum og sérkennilegum
stöðum, þar sem tilvalið er að fara
í gönguferðir. En hitti maður ein-
hvern á slíkum slóðum, er það venju-
lega einhver kunningi. Við getum
nefnt Álftanes, Gálgahraun, Iírýsu-
víkurbjarg, svæðið í kringum Kolvið-
arhól, Hengilssvæðið allt og Esjuna.
Einhver skemmtilegasta ferð, sém ég
hef tekið þátt í, er Jónsmessunætur-
ganga á Esju. Þannig var, að fjöl-
skyldan sat yfir borðum að kvöldi
Jónsmessudags í hinu fegursta veðri,
og þá stakk ég upp á því, að við gengj
um á Esju. Við vorum ekkert að
tvínóna við það og áttum þarna ynd-
islega sumarnótt.
— Hverjar myndirðu telja þýðing-
armestar lífsreglur í sambandi við
gönguferðir og fjallgöngur?
— Það skiptir meginmáli að ganga
ekki of hratt og fara sér rólega af
stað. Ég hef tekið eftir því, að óvant
fólk verður oft fráhverft gönguferð-
um, vegna þess að gengið er of hratt
fyrir það og það heldur, að það sé
til trafala.
Mér finnst sjálfsagt að vera klædd-
ur í ull á gönguferðum. Þá finnur
maður ekki fil þess, þótt maður svitni
eða blotni. Regnklæði geta verið góð,
en í úrhellisrigníngu duga þau ekki
fyllilega. f fjallgöngum er sjálfsagt
að vera í sterkum skóm, sem gefa
góða spyrnu, og ullarsokkum. Striga-
skór eru óhentugur fótabúnaður i
fjallgöngum og reyndar yfirleitt, þeg-
ar gengið er á örðugu landi. Annars
er það sígild regla, að miða klæða-
burð á ferðalögum við versta veður,
sem líkur eru til, að komið geti.
Sjálfur læt ég mér nægja smurt
brauð og kaffi sem nesti í helgar-
ferðir, en annars er um að gera að
velja mat, sem lítið fer fyrir, hefur
mikið næringargildi og er ekki í þung
um umbúðum. Það getur til að mynda
varla talizt skynsamlegt að bera með
sér gosdrykkj^flöskur. Það munar
nefnilega töluvert um hvert kílóið,
einkum þegar fólk ber tjöld og all-
an útbúnað með sér. Og því er æski-
702
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ