Tíminn Sunnudagsblað - 21.08.1966, Qupperneq 8
Landmannalaugar.
austur í Skaftártungu. Er það til-
hlökkunarefni fyrir ferðaraenn, því
að margir fallegir blettir eru á Fjalla-
baksleið nyrðri aðrir en Laugar. Ég
hef farið alla þessa leið einu sinni,
en það er önnur saga.
Og Kerlingarfjöll urðu ekki vinsæll
dvalarstaður, fyrr en þeir Valdimar
Örnólfsson og Eiríkur Haraldsson
tóku að reka skíðaskóla sinn þar fyrir
fáeinum árum. Til skamms tíma efndi
Ferðafélagið til einna eða tveggja hóp
ferða í Kerlingarfjöll á ári, og þátt-
takan var þetta fimmtán til tuttugu
hræður. Það var allt og sumt.
— Eru ekki öræfaferðir að miklu
leyti bundnar við hásumarið?
— Ja, óneitanlega er sumartíminn
skemmtilegastur til ferðalaga, og sum
arnóttum á öræfum gleymir enginn,
sem kynnzt hefur. En þetta er undir
veðri komið, og oft er ekkert þvx til
fyrirstöðu, að unnt sé að ferðast um
fjöll og öræfi á öðrum tímum árs
— nemá þá helzt um bláskammdegið
og méðán klaki er að fara úr jörðu.
— Hverju heldurðu, að þeir er-
lendu 'ferðámenft séu einkum að sækj
ast eftí| sem koma hingað til lasds?
—■ Effi hygg, 'm fíestir þeír, sem
leita Jm 4 Öíifígx séu j leit að raun
véruiei'ffii öí^^um, kýrrð og næði.
Það er víst óvíða erlendis, sem mað-
urinn getur verið einn með sjálfum
sér. En þegar komin er pylsusala á
Kili og íssjoppa á Sprengisandi, þá
er úti um þetta, og fólk myndi lík-
lega leita til Grænlands í staðinn.
— Þér finnst þá ekkert kappsmál
fyrir íslendinga að gera sér erlenda
ferðamenn að tekjulind.
— Nei, alls ekki. Ég vona, að það
komi aldrei að því, að við gerum
okkur allt að féþúfu í þessum efn-
um, eins og tíðkazt í sumum ferða-
mannalöndum. Öræfin eiga að fá að
vera í friði. Að því getur rekið, að
þau verði ekki lengur öræfi, og þá
erum við búin að týna þvi, sem við
erum að leita að. Ég hef ekkert á
móti því, að reist séu sæluhús og
skálar á öræfum og bifreiðaslóðir
ruddar. En gæta verður hófs í öllu
slíku. Ég myndi telja illa farið, ef
einhverjar stórbyggingar yrðu reistar
í Þórsmörk. Mörkin á að fá að halda
sér, eins og hún er. Og svo má geta
ess, að oft getur blásið upp út frá
ifreiðaslóðum á graslendi á öræfum.
— Reynist það ekki kostnaðar-
samt að leggja stund á útilíf í jafn-
ríkum mæíi Og þú hefur gert?
— Þettg getur verið nokkuð dýrt
fyrir fj8iskyidu, en fóík sér yfiriéitt
ekki eftir þeim fjármunum, sem í
ferðalög eru lagðir. Og það er margt,
sem meira tekur í pyngjuna. Hægt er
að taka þátt í sunnudagsferð með
Ferðafélaginu fyrir rösklega hálft and
virði einnar brennivínsflösku.
— Myndirðu geta sagt um það,
hvaða einstakan stað þér þykir vænst
um?
— Því er vandsvarað, en ég held,
að mér sé sárast um Þórsmörk.
— Svo ein lokaspurning í sígild-
um, stíl: Þú ætlar ekki að ieggja
gönguskóna á hilluna?
— Ætli það.
Menn hverfa af sjónar-
sviSinu, — fróðleikur týn-
ist. Það eina, sem getur
varðveitt hann, er hið rit-
aða orð.
— Lesendur blaðsins
eru beðnir að hafa þetta í
huga, þegar þeir komast
yfir fróðleik eða þekkingu,
sem ekki má glatast.
704
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ