Tíminn Sunnudagsblað - 21.08.1966, Síða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 21.08.1966, Síða 9
MYRTU ÞEIR „HINA LÁTNU"? GeirþrúSur Bodenhoff í árslok 1803 kom lögreglan í Kaup mannahöfn upp um félagsskap graf- arræningja, sem um margra ára skeið höfðu stundað líkrán, opnað fjölda grafa í Assistens-kirkjugarði og rænt skartgripum og ýmsum verð- mætum, sem tilheyrðu hinum dánu. Þetta mál vakti að vonum mikla at hygli í borginni, sem varð ekki minni við það, að ræningjarnir voru sex grafarar kirkjugarðsins. Lögreglan lét boð út ganga um það, að fólk, sem vildi láta ganga úr skugga um, hvort hróflað hefði verið við gröfum skyld- menna sinna, gæfi sig fram. Um fimm hundruð einstaklingar fóru fram á, að þessi athugun yrði gerð. Lögregl- una hafði ekki órað fyrir, að svo margir færu fram á rannsókn graf- anna, en ekki varð aftur snúið. Rann- sóknirnar tóku langan tíma og mál- ið varð viðkvæmara eftir því sem lengra leið. Það kom i ljós, að þessir harð- svíruðu grafarar og líkræningjar höfðu rænt grafirnar á skipulagðan hátt. í sumum tilfellum höfðu þeir ekki látið sér nægja að ræna sjálf líkin, líkklæðum þeirra og skartgrip um, heldur stolið kistunum líka, sem þeir síðan seldu eða hjuggu í brenni Eftir því sem fleira kom í ljós um hið glæpsamlega og sauruga athæfi ræningjanna, varð óróinn og æsing in vegna þessara uppljóstrana meirj meðal borgarbúa, svo að þegar farið var með ræningjana til grafanna. þar sem ránin höfðu verið gerð. varð að fá fjölda riddaraliðsmanna til þess að vernda þá fyrir æstum mannsöfn uði Yfirgrafaranum á Assistens kirkjugarði var umsvifalaust vikið úr starfi, þegar kom í ljós, að hann var í vitorði með undirmönnum sín- um. Nefnd var skipuð til þess að rannsaka ástandið í kirkjugörðum borgarinnar almennt. Þessi nefnd samdi síðan reglugerð, sem í ýmsum atriðum kemur nútímamönnum ein- kennilega fyrir sjónir. í reglugerð- inni var gröfurum ekki pðeins bann- að að hafa vín um hönd í kirkju- görðum, Iíka var. bannað að flytja tónlist við jarðarfarir eða nokkuð það, sem minnt gæti á léttúð. Þessir ógeðfelldu atburðir í Assiss- tent-kirkjugarði urðu náttúrlegu vatn á myllu gróðamanna, eins og flest get ur orðið, sem vekur áhuga almenn- ings. Stúdentar í fjárþröng notfærðu sér „menntun“ sína til þess að kom- ast yfir nokkra skildinga: Guðfræði nemi einn bjó til dæmis til glænýj- an „Kveðjusálm frá hinum lifandi til hinna dauðu ásamt nákvæmri frásögn um, hvernig hin óheyrilegu og ómann- úðlegu verk grafaranna höfðu verið uppgötvuð." — Ein sjö kvæði af þessu tagi komu út og runnu í almenning eins og nýbakaðar kleinur. Seinna gaf áður nefndur guðfræðinemi út eins konar skýrslu. sem hann kallaði „Merkilegasti atburður undir sólinni.’' Þar endursagði hann skýrslu lögregl unnar. sem byggðist á rannsóknum undanfarinna mánaða Sagði þar með al annars frá þvi. að i gröf banka gjaldkera eins hefði fundizt óþekkjan legt ^arnshk ne ' annarri gröf brjú lík í einni kis’u ásamt einni hönd 2á júli ári'' '304 var dæmt i mál inu Rétturin" hafði átl í dálitlum erf iðleikum með málið þar sem lands lög höfð" ekki gert ráð fvrir glæpur sem þessi gæti verið fram- inn. Þessi brotalöm í landslögfrnum vakti sérstaklega áhuga eins dómend- anna, Anders Sandö Örsted, en hann varð síðar einhver færasti maður í Danaveldi í lögvísindum. — Grafararn ir sex voru dæmdir í nokkurra ára fangelsis- og betrunarþúsvist. Tveir yfirgrafarar voru dæmdir frá emb- ættum sínum og skyldu þar að auki greiða fjárisekt. En vegna ónógra sannana var ekki unnt að dæma þá til fangelsisvistar. Margar grafir voru opnaðar, eins og áður er getið, samkvæmt kröfum aðstandenda hinna látnu, en það vakti talsverða undrun, að engar kröfur komu fram um að opna eina af mikiifenglegustu gröfum krikju- garðsins. Þar hafði sex árum áður verið grafin ríkasta ekkja Kaupmanna hafnar, Geirþrúður Brigitta Bodenhoff sem hafði andazt aðeins tuttugu og tveggja ára gömul. Tveimur árum áð- ur en dauða hennar bar að garði hafði maður hennar, Andrés Boden hoff, verið grafinn í hinum stóra fjöl- skyldugrafreit. Geirþrúður Birgitta hafði érft hinn mikla auð eiginmannsins árið 1796 sem saman stóð, að því er sagt var — af tniklu lausafé, auk skipa, vöru- húsa, lystigarðs og herragarðsins Kildevæld við Strandgötu. En hin unga ekkja hafði ekki notið góðs af þessum mikla arfi lengi, er dauðinn sótti hana beim. Hún fékk tann- og eyrnamein, sem dró hana til bana eftir sex daga þjáningar. Nokkrum árum eftir dauða Geir- þrúðar komzt á kreik saga meðal ætt- ingja hennar og ættingja eiginmanns hennar þess efnis, að ekki hefði verið allt með felldu varðandi dauða henn- ar. Samkvæmt þessari kviksögu, áttu ræningjarnir að hafa opnað gröfina strax eftir að líkfylgdin var horfin úr kirkjugarðinum. Þegar ræningjarn- ir hafi ætlað að stela tveim eyrna- lokkurn af nenni, átti hún að hafa risið upp til hálfs, horft örvæntingar- fullum augum í kringum sig og mælt: „Ó, farið með mig frá þessum hræði- lega stað.“ Því næst átti hún að hafa grátbeðið ræningjana um að þirma sér og lofað þeim gulli og grænum skógum, ásamt ferð til Ameríku, ef þeir eæfu sér líf En þeir höfðu ekki þorað það oe greitt henni banahögg með skóflu Frásögnin var eKki alveg úr lauái lofti nripin Hún átti rót sína að rekia MI þess. að einn ræningjannþ hafði möreum ári rr eftir að rár - ið var framið — legið fyrir dauðar • •irn á Efiðriks sní'ala í Breiðstrai i TIIMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 705 : Í

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.