Tíminn Sunnudagsblað - 21.08.1966, Page 12

Tíminn Sunnudagsblað - 21.08.1966, Page 12
Edvard Munch. „Ópið" — 1895 — Ekspressionismi Munch er einhver þekktasti málari Norðurlanda. Hann var einn af brautryðjend- um ekspressionismans. Fram að aldamótunum siðustu voru málararnir í kapp- hlaupi við Ijósmyndavélina. Siðasti spölur þessa kapphlaups var impressionism- inn. Andstætt því, sem Ijósmyndavélin gerir tóku ekspressionistarnir að framkalla á léreftið tilfinningar sínar, innra líf og persónulejka. Eitt helzta eirjkenni nútímans er margbreytileiki. Margbreytileiki hins flókna og kerfisbundna, en þó síbreytilega lífs nútimans. Lífið er einatt að breyta um farveg. Nýir gtraumar falla inn í hring- iðuna og stefna henni á ýmsa vegu. Listin í dag ber einkenni þessa síbreytiIeiLa. Ótölulegur grúi lista- stefna blómstra allt frá óhlut- drægri list til ljósmyndalegra nátt- úrustælinga og þar á milli eru stefnur eins og t.d. súrrealismi, kúbismi, pop, tachismi, optikart, o. m. fl. Sumt á ekki upp á pall- borðið hjá almenningi, en öðru er tekið opnum örmurn. Nýungin kemur ekki lengur á óvart. Hún er talin svo sjálfsagður þáttur í listsköpun. Ungur listamaður, sem treður fornar slóðir vekur jafnvel meiri undrun, en hinn sem finnur upp eitthvert nýtt tiltæki. Lista- ÞANKABROT UM ro8 maðurinn verður að vera nýskap- andi, endurforma hinn eilífa sann leika, ef listaverkið á að standast tímans tönn, en tíminn, umhverf- ið og skapgerðin gefa myndinni svip eða sfíl, sem kemur mtsjafn- lega fyrir sjónir, eftir því hve glögg við erum á stöðu listamanns ins í þjóðfélaginu og samtíman- um. Hver' kynslóð eftir aðra hefur þannig skilið eftir sig listaverk, sem eru tákn síns tíma. Þegar við flettum blöðum sögunnar og sjáum gömul listaverk, er það okk ur undrunarefni, að margir lista- mannanna skyldu hafa þurft að stríða við andúð samtímamanna sinna, svo óvéfengjanlega góð sem verk þeirra virðast okkur í dag. Þessi saga er ekki aðeins gömul saga, hún er einnig ný. Maðurinn er nýjungagjarn, en vekur eðlislæga hneigð til að við- halda hinu gamla og er oft svo upptekinn við það, að hann gleym ir sínum tíma. Ef við stondum fyrir framan nú tíma mynd, margbrotna eða ein- falda, óvenjulega, auðskilda eða torskilda er bezt að vera eklci of fljótur að dænja eða leggja mat á það, sem við þekkjum ekki vel. Sumar myndir eru fljótteknar. Okk ur virðist við njóta þeirra við fyrstu sýn, en við nánari kynni glata þær oft áhrifamætti sínum, eins og dægurfluga, sem verður óþolandi í tíunda skiptið sem hún heyrist. Aðrar myndir sýna ekki mikilfengleik sinn fyrr en við nán ari kynni. Við skulum því forð- ast sjálfsblekkingu og að láta sem okkur þyki gott það sem við ekki skiljum eða mislíkar. Heiðarleiki gagnvart sjálfum sér verður að sitja í fyrirrúmi, ef við ætlum að mynda okkar skoðun á listaverki. Það er heldur ekki nauðsynlegt að öllum falli það sama í geð. Nokkrir hafa ekki tóneyra og fá- einir ekki auga fyrir myndum eða segjast ekki hafa það. Við getum samt fullyrt, að nær hver einasti, sem hefur sjón getur notið mynda á einhvern hátt. Flest sjáum við tugi eða hundr- uð mynda daglega, reyndar fæstar góðar. Það eru ljósmyndir í dag- blöðum og tímaritum, mynskreyt- ingar ýmis konar og auglýsingar. Myndir þessar sýna okkur fjar- læga staði og atburði eða eru til skemmtunar og hvíldar og fá okk- ur jafnvel til að kaupa þetta eða hitt. Listaverki er ekki ætlað að Framhald á bls. 718 M i T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.