Tíminn Sunnudagsblað - 21.08.1966, Síða 14
Sviðsmynd frá sýningu Þjóðleikhússins á Sölumaður deyr: Indriði Waage
(Willy Loman) og Jón Aðils (Ben frændi).
en allir hlutir séu til samtímis í brjóst
um vorum. Skilin milli gengins tíma
og líðandi stundar verða aldrei glögg.
Form þessa leikrits miðaði að því
að reyna að sýna það, sem fram fór
i huga Willys Lomans. Rithöfundur
getur dæmt áhrifamátt formsins eft
ir því, hve mikið af hinni upphaf-
legu hugsýn hans og tilfinningu kemst
til skila. Miller kveðst hafa æskt
þess að tala um sölumanninn, eins
og honum þótti bezt hæfa, og reyndi
að halda sig við það, hvað sem leið
áhrifamætti eða leikrænni nauðsyn.
Ekki var miðað að því að skapa sí-
vaxandi spennu, meiri áherzla var
lögð á á heildaráhrifin. Uppbygging-
in átti að sýnast tilviljunarkennd eins
og í Öllum sonum mínum, en þó
með öðru móti.
í Öllum sonum mínum var
leitazt við það að færa sönnur á hluti,
rekja samhengið milli orsaka og af-
leiðinga. En í Sölumaður deyr er ráð
fyrir því gert, að ekki þurfi að sanna
neitt. Gengið er ift frá því sem
gefnu, að allir þekki Willy Loman. —
Næst víkur Miller að því, að gegn
vilja sínum hafi leikritið Allir synir
mínir borið þess merki að vera sam-
ið af rithöfundi. f Sölumaður deyr
komi þetta atriði enn skýrar í ljós.
Willy Loman gefur ekki í skyn, að
hann sé þrotinn að kröftum og finni
sép enga réttlætingu framar, hann seg
ir það fullum fetum strax í upp-
hafi. Sama máli gegnir um sundur-
þykkju þeirra feðganna. Allt, sem í
leikritinu felst, er boðað í byrjun
þess. Miller vildi, að í Ijós kæmi, að
leikrit þetta væri samið af listamanni
ARTHUR MILLER FJALLAR
UM SÍN EIGIN VERK
v.
Samning Allra sona minna hófst
á stríðstíma, og Miller telur verk
sitt hafa verið svar við því, sem lá
í loftinu. Hann taldi sig afhjúpa það,
sem allir vissu en enginn kvað upp
úr með. Jafnframt hélt hann sig
segja fréttir og átti hálfpartinn von
á því, að bornar yrðu brigður á sann
leiksgildi þeirra.
Sú varð þó ekki raunin á. Leik-
ritinu var mjög vel tekið, og kom
Miller það á óvart. Uann líkir fyrsta
sigri á sviði leikritunar við það að
ýta á hurð, sem skyndilega er opnuð
hinum megin frá. Hugsanlegt er, að
maður steypist á höfuðið, en allt um
það er nú opið herbergi, sem lokað
var áður. Miller þótti þessar viðtökur
mjög uppörvandi, og þær hvöttu
hann til frekari átaka. Ilonum fannst
hann vera staddur í vinsamlegum
heimi.
Miller fannst Alla syni mína skorta
sívakandi trylling til viðbótar við líf
ræna einingu sína. Hann áleit leik-
formið ekki vera nægilega skynjan
legt, og tímaskilningur þess kom í
bág við reynslu hans sjálfs.
Kveikjan að Sölumaður deyr,
(Death of a Salesman) var sú, að
Miller fannst hann sjá risastórt and
lit opnast upp á framsviði í leikhúsi
þannig að sæist inn í mannshöfuð.
Fyrsta hugmynd að titli var The
Inside og His Head, er mætti þýða
sem Inni í höfði hans. Mynd þessi
var andstæða Allra sona minna. Mynd
sölumannsins byggðist frá upphafi á
því, að ekkert í lífinu komi „næst“,
— en það skyldi gert með því að
hafa leikritið „ólistrænt“ og ekki til-
gangsbundið, með því að láta ekkert
liggja í þagnargildi, sem komið hefði
í ljós í lífinu sjálfu, jafnvel þótt með
því móti drægi úr leikrisi og spennu.
Aðeins eitt lá Ijóst fyrir, þegar samn-
ing verksins hófst: að Loman myndi
tortíma sjálfum sér. Miller hafði þá
engar áhyggjur af því, hvernig þetta
myndi verða. Hann var aðeins sann-
færður um það, að rifjuðust nægar
minningar upp fyrir Willy, myndi
hann farga sér. Bygging leiksins
ákvarðaðist af því, sem nauðsynlegt
var til þess að vekja minningar Lo-
mans.
Bygging leikritsins er spegilmynd
hugsanagangs Wyllis Lomans á þessu
skeiði lífs hans. Hann er maður af
710
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ