Tíminn Sunnudagsblað - 21.08.1966, Page 17

Tíminn Sunnudagsblað - 21.08.1966, Page 17
þá trúi hann einnig á sjálfstæði li§t- arinnar. Miller segir, að geti leikritið Allir synír mínir kall#t „marz- |9kt“, sé það ekki „marxískt“ á venju- jegan hátt. Rússar vildu ekki sýna verkið, þar eð í því væri fullyrt, að siðgæði lægi eða gæti legið að baki kapítalísks hátternis. Heiðarlegastur maður í Sölumaður deyr er kapítalisti (Charley), sem sprottinn er úr sama jarðvegi Og Willy Loman. Það skiptir sköp- um með þeim, að Charley er ekki ðfgafullur. Og synir Willys eru óham- ingjusamir menn, en á hinn bóginn kemst Bernhard, sonur Charleys, vel áfram. Hvað liggur að baki þessu tvöfaþia viðhorfi? Einfaldlega það, segir Miller, að svona er lífið. Hann vísar á bug öHum tilraunum til þess að leggja stjórnmálalegan mæli- kvaðra á þetta leikrit. Og hann er algerlega mótfallinn því að hafa stjórnmálaskoðanir höfunda að leið- arljósi við mat á bókmenntum. Að loknum nokkrum bollalegging- um segir Miller, að hann. hefði aldrei getað samið leikrit, hefði hann í upp- hafi vitað allt, sem í því myndi fel- ast. Miller hyggur, að hvöt til rit- starfa komi frá innri ringulreið, sem krefjist reglu og meiningar og sú meining verði að koma í Ijós, meðan á ritun stendur, ella sé ekki lífs- neisti í ritverkinu. Því er það. þvætt ingur að tala um leikrit sem stjórn- málaáróður, það er að segja, ef leik- ritið getur borið listaverksheiti. VII. Miller kveðst hafa reynt að gera leikritið Sölumaður deyr eins áhrifa- mikið og hann gat, en samt sem áður kom honum á óvart, hve mjög það fékk á áhorfendur. Miller kveðst hafa litið á sjálfan sig sem fremur bjartsýnan mann, en nú sátu áhorfend ur með tárin í augunum. Og skáldið kunni því illa að hafa sannfært fjölda fólks um það, að lífið væri ekki þess Framhald á bls. 717. I DEIGLUNNI Leikrit í fjórum þáttum, frum- sýnt árið 1952 og sýnt í Þjóð- leikhúsinu árið 1955 (þýðandi dr. Jakob Benediktsson, leikstjóri Lárus Pálsson). Fyrsti þátturinn gerist í svefn- herbergi í húsi séra Parrisar Í Salem í Massachusetts í Nýja Englandi að vorlagi árið 1692. Fyrst gerir þulur nokkra grein fyrir lífinu í Salem og tíðaranda öllum. Flestar p'ersónur leiksins eru kynntar með þularorðum, sem Skotið er inn hér og þar í leikrit- inu, og er jafnan vísað til sam- tímaheimilda. — Ung dóttir prests er fársjúk. Prestur er miðlungi vinsæll meðal sóknarbarna sinna, og sá orðrómur kemst á kreik, að galdrar valdi krankleika barns- ins. Klerkur sendir eftir starfs- bróður sínum, Hale frá Beverley, sem fengizt hefur við slík mál. í ljós kemur, að bróðurdóttir Parr isar, Abígael, hefur tekið þátt í kukli úti í skógi ásamt nokkrum stallsystrum sínum og Títúbu Iambátt frá Bermudaeyjum. Abíg ael hefur verið í vist hjá Jóni bónda Proctor og Elísabeti, konu hans, en verið vísað þaðan. Jón kemur nú og skiptir orðum við Abígael, sem hann hefur eitt sinn átt lag við, og hefur stúlkan mik- inn hug á frekari skiptum af þessu tagi og hefur því orðið að víkja af heimili þeirra hjóna. Nú birtist Tómas Putnam, auðugur landeigandi, og kona hans. Það kastast í kekki með þeim Putnam og Proctor, en Jón bóndi er sjálf stæður í skoðunum og lítill vinur séra Parrisar, sem er ágjarn með afbirgðum og á í því sammerkt við Putnam. — Þá kemur séra Hale. Hann yfirheyrir Tibutu að við stöddum þeim stöllunum, og þar kemur, að Tibutu kveðst hafa séð nokkrar nafnkenndar konur í fylgd með Djöflinum, og stúlkurn ar bæta fleiri nöfnum við. Annar þáttur gerist í húsi Proc tors viku síðar. — Hjónin ræð ast við og inn kemur María War- en, þjónustustúlka þeirra, er þátt hafði tekið í kuklinu. Hún hefur verið í Salem og segir frá réttar- höldunum yfir konum, sem ákærð- ar eru fyrir galdra. Játi einhver á sig galdra, sleppur sá sami við hengingu, sem galdrafólki er ella refsað með. En sá böggull fylgir skammrifi, að um leið verð ur sakborningur að skýra frá nöfn um einhverra annarra, sem galdra hafa haft í frammi. María lætur að því liggja, að Abígael hafi nefnt Elísabeti í þessu sambandi. — Hale kemur nú einsamall og ekki í embættiserindum. Þá ber að vini Proctors, og skýra þeir honum frá því, að konur þeirra hafi verið handteknar, ásakaðar um galdra. Meðal kvennanna er Rebekka Nurse, öldruð kona og guðhrædd. Og þá birtast menn i þeim erindum að taka Elísabeti höndum. Proctor hellir úr skálum reiði sinnar og segir, að hefndar löngun ríði húsum í Salem. En ekki fær hann spornað við embætt ismönnunum. Þriðji þáttur. — Réttarsalur í Salem. Þeir Hathorne dómari og Danforth fógeti yfirheyra gaídra- sakborningana með mikilli hörku. Proctor leiðir fram Maríu Warr- en, sem lýsir því yfir, að vitnis- burður þeiiTa stúlknanna sé hjóm eitt. Proctor hefur sagzt vilja frelsa konu sína með afskiptum sínum af málinu, en nú er honum sagt, að hún sé barnshafandi, og verði henni þvi að lögum ekkert mein gert. Proctor vill samt ekkj draga sig í hlé, og nú er Tómasi Putnam álasað fyrir það að reyna að sölsa undir sig land í sambandi við þennan málarekstur. Sérq, Parr is skýtur inn athugasemdum, sem miða að því að sverta Proctor. Abígael gefur í skyn, að María sé galdranorn, en þá gengur Proct or fram og játar á sig mök við Abígael og segir, að hún vilji konu hans feiga. Abígael neit- ar þessu, og nú er Elísabet leidd fram og spurð þjösnalega. Hún veit ekki, hvað í húfi er, og neitar því, að maður hennar hafi verið henni ótrúr. Sefjun grípur kukl stúlkurnar, og þar kemur að María hrífst með og snýst gegn Proctor, sem nú er tekinn höndum. Fjórði þáttur gerist í fangelsi í Salem um haustið. Þeir Hathorne og Danforth eru. þar, og Parris kemur til þeirra og tjáir þeim, að íbúar í nágrannaþorpinu And- over hafi rekið galdrarétt af hönd- um sér og jafnframt hafi Abígael, frænka hans, hlaupizt á brott og finnist nú hvergi. Séra Hale hefur reynt að telja sakborningum þeim hughvarf, sem hengja á við sólar- upprás, játi þeir ekki sekt sína, en það ber engan árangur. Hale vill láta fresta aftökunum, en Dan forth vill ekki heyra á slíkt minnzt. Jón Proctore er einn þeirra, sem bíða dauðans, og Hale leiðir fram Elísabeti, konu hans, og biður hana að reyna að Tiafa áhrif á eiginmann sinn. Að loknum fundi þeirra hjónanna er Proctor tek- inn til lokayfirheyrslu. Hann á í miklu sálarstríði og játar, en á því strandar, að hann vill hvorki eigna nokkrum öðrum sakborningi mök við Djöfulinn, né láta hengja játningu sína upp á almannafæri. Þar endar leikurinn, að Jón er sóttur til aftökunnar, en Elísa- bet laugast skini rísandi sólar. £ TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ 713

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.