Tíminn Sunnudagsblað - 21.08.1966, Side 19

Tíminn Sunnudagsblað - 21.08.1966, Side 19
vilt, að heimurinn fari dagbatnan#!, Og hið góða muni sigra hið illa, en lestu ekki né taktu mark á bókmennt Um, sem eru skrifaðar um hænsni. Þær yoru ekki ritaðar handa þér. En ég hef vikið frá efninu. Saga mín fjallar ekki fyrst og fremst um hænu. Nánar tiltekið mun eggið verða miðdepill hennar. í tíu ár börðust faðir minn og móðir við að láta kjúklingabúið bera sig. Síðan gáfust þau upp við það og hófu nýja bar- áttu. Þau fluttu til borgarinnar Bid- well í Ohío og settu veitingastofu á laggirnar. í tíu ár höfðum við basl- .að með klakvélar, sem unguðu ekki út og agnarlitla hnoðra, indæla á sinn hátt, en þeir urðu hálfnaktir á gelgjuskeiðinu og dóu, þegar þeir náðu fullorðinsaldri. En loks vörp- uðum við öllu frá okkur, hlóðum flöggum okkar upp á vagn og ókum niður Griggsveg í áttina til Bidwells. Þessi litla vonarlest var að leita sér að nýjum stað, þar sem hægt væri að fikra sig upp eftir mannfélags- stiganum. Ég held, að við hljótum að hafa verið dapurlegir ferðalangar, ekki ólíkir fólki á flótta frá vígstöðvum. Við mamma vorum fótgangandi. Vagninn með farangri okkar hafði verið fenginn að láni hjá Alberti Griggs, nágranna okkar. Út úr vagn- inum sköguðu fætur á ódýrum stól- um, en fyrir aftan hlaða af rúmum, borðum og kössum með eldhúsáhöld- um var karfa með lifandi kjúkling- um, og þar ofan á var kerran, sem mér hafði verW ekið í, þegar ég var svolítill angi. Ég veit ekki hvers vegna við héldum upp á þessa kerru. Það var ósennilegt, að foreldrar mínir mundu eignast fleiri börn, og kerruhjólin voru brotin. Fátækt fólk heldur fast á því litla, sem það á. Það er ein af þeim staðreýndum, sem gerir lífið svo hryggilegt. Faðir minn sat ofan á ækinu. Hann var orðinn hálffimmtugur, sköllóttur og nokkuð feitlaginn, og vegna langra samvista við móður mína og kjúkl- ingana var hann að jafnaði þögull og hnugginn. Þau tíu ár, sem við höfðum kjúklingabúið, hafði hann allt af unnið verkamannsvinnu á ná- grannabæjunum, og launun höfðu að mestu farið í læknislyf handa kjúkl- ingunum, t.d. „Hið hvíta undralyf Wilmers," sem átti að lækna kóleru, og varplyf, sem kennt var við pró- fessor Bidlow, eða önnur efni, sem móðir mín sá auglýst í blöðum um hænsnarækt. Á höfði föður mins voru tveir hártoppar rétt fyrir ofan eyr- un. Ég man, að þegar ég var barn, var ég vanur að sitja og horfa á föð- ur minn á sunnudagskvöldin á vet- urna, þegar hann sat sofandi í stól fyrir framan ofninn. Á þeim aldri var ég þegar farinn að lesa bækur og gera mér mínar eigin hugmyndir og ég fmyndaði mér, að skallinn, sem teygoi sig upp á hvirfilinn á öfður mínum, væri breiður vegur eins og vegurinn, sem Cesar keisari hafði ef til vill gert til þess að leiða her- sveitir sínar eftir frá Róm inn í ókunna undraveröld. Hárdúskarnir fyrir ofan eyrun voru skógar. Ég féll í eins konar mók mitt á milli svefns og vöku, og mig dreymdi, að ég væri örlítil vera á gangi eftir veg- inum á leið til fagurs staðar langt i burtu, og þar voru engin kjúklinga- bú, en lífið eggjalaus sæla. Það væri hægt að skrifa bók um flótta okkar frá kjúklingabúinu til borgarinnar. Við móðir mín geng- um alla leiðina, sem var átta míl- ur — hún til þess að vera viss um, að ekkert dytti af vagninum, og ég til þess að sjá furðuverk heimsins. Við hlið föður míns í vagnsætinu var dýrmætasti fjársjóður hans. Ég ætla að segja ykkur frá honum. Á kjúklingabúi þar sem mörg hundruð eða jafnvel þúsund kjúkl- ingar koma úr eggjunum, gerast stundum kynlegir atburðir. Vanskapn ingar geta fæðst úr eggjum eins og af fólki. Það gerist ekki oft, ef til vill í einu tilfelli af þúsund. Það kemur kjúklingur með fjóra vængi, ferfættur, tvíhöfðaður eða þar fram eftir götunum. Þessir ungar lifa ekki. Þeir hverfa fljótlega aftur í hendur skaparans, sem hafa skolfið andar- tak. Það var ein af raunum, föður míns, að vesalingarnir litlu gátu ekki lifað. Hann hafði fengið þá flugu í höfuðið að ef hann gæti alið upp fimmfætta hænu eða tvíhöfðaðan hana, þá gæti hann orðið auðugur maður. Hann dreymdi.-um að fara með þetta náttúruundur á sveitamark aði, halda sýningu á því fyrir vinnu- mennina, sem komu þangað, og verða ríkur. Að minnsta kosti geymdi hann öll litlu afskræmin, sem komu í heim- inn á kjúklingabúinu. Þau voru sett í klerkrukku, hvert um sig og geymd í vínanda. Þessum krukkum raðaði hann gætilega niður í kassa og hafði hann í vagninum vlð hliðina á sér á leiðinni til borgarinnar. Hann hélt um beizlistaumana með annari hend- inni, en með hinni dauðahaldi um kassann. Þegar við komum á áfanga- stað, var kassinn óðara tekinn af vagninum og krukkunum komið fyr- ir. Allan tímann, sem við rákum veit- ingastofu í borginni, voru gler- krukkurnar með vanskapningunum geymdar á hillu bak við afgreiðslu- borðið. Móðir mín maldaði stundum í móinn, en faðir minn var fastur fyrir eins og bjarg, þegar um fjár- sjóðinn hans var að ræða. Hann full yrti, að vanskapningarnir væru verð- mætir, og sagði, að fólki þætti gam- an að sjá furðuleg fyrirbæri. Sagði ég, að við hefðum sett á stofn veitingahús f borginni Bidwell í Ohío? Það voru hálfgerðar ýkjur Sjálf borgin stóð á bakka ársprænu undir lágri hæð. Járnbrautin lá ekki í gegnum borgina, og jámbrautar- stöðin var í Pickleville, eina mílu fyrir norðan Bidwell. Kvölds og morgna komu áætlunarbilar til stöðv- arinnar. Þeir óku frá hótelinu, sem stóð við aðalgötuna i Bidwell, eftir vegi, sem kallaður var Turnersbrún. Það var móðir mín, sem átti hug- myndina að stofna veitingahús á þess um afskekkta stað. Hún talaði um það í eitt ár, og dag nokkurn fór - hún á stúfana og tók á leigu tóma vörugeymslu gegnt járnbrautarstöð- inni. Hún hélt að þau græddu þarna. Hún sagði, að ferðamenn mundu bíða eftir lestum frá borginni eða á leið til hennar. Þeir kæmu við á veit- ingastofunni til að fá sér kaffi og brauð. Ég skil nú, síðan ég eltist, að hún hafði annað í hyggju. Hún var metnaðargjörn, hvað mig snerti. Hana langaði til þess, að ég kæm- ist áfram í heiminum, færi í skóla í borginni og yrði borgarbúi. í Pickleville unnu faðir minn og móðir baki brotnu, eins og þau höfðu alltaf gert. Fyrst þurftu þau að breyta vörugeymslunni í veitingahús. Það tók mánuð. Faðir minn smíðaði hillu og raðaði á hana grænmetisdós- um. Hann bjó til skilti og málaði -á það nafnið sitt með stórum, rauðum stöfum. Undir nafninu stóð þessi ákveðna skipun: „Borðið hér,“ en henni var sjaldan hlýtt. Sýningar- kassi var keyptur og fylltur af vindl- ingum og öðrum tóbaksvörum. Móð- ir mín skúraði gólfið og veggina. Ég fór í skóla í borginni og var feginn að vera kominn burt frá hænsnabúinu og hinum. vesældarlegu kjúklingum. Samt var ég ekki sér- lega kátur. Á kvöldin labbaði ég heim úr skólanum eftir Turnersbrún og hugsaði um börnin, sem ég hafði séð leika sér í skólagarðinum. Hóp- ur smátelpna hafði hoppað um og sungið. Ég reyndi að gera eins, hopp- aði á öðrum fæti eftir svelluðum veg- inum, alvarlegur á svip, og söng skrækum rómi: „Hopp, hópp og hæ, höldum út í bæ.“ Síðan stanzaði ég og leit í kringum mig efablandinn. Ég var hræddur um, að einhver sæi til mín í þessum gálsa. Mér hlýtur að hafa fundizt þetta óviðeigandi af dreng eins og mér, sem hafði alizt j-upp á kjúklingagarði, þar sem dauð- 'inn var daglegur gestur. Mamma ákvað að hafa veitingahús- ið okkar opið á nóttunni. Kiukkan tíu á kvöldin fór farþegalest fram- hjá, og á eftir henni kom vörulest. Starfsmenn hennar þurftu að afr ferina lestina í Pickleville, og að því loknu komu þeir inn í veitingastof- una okkar og fengu sér mat og kaffi. Stundum bað einn þeirra um steikt TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 715

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.