Tíminn Sunnudagsblað - 21.08.1966, Page 20

Tíminn Sunnudagsblað - 21.08.1966, Page 20
3gg. KluMwin fjögur að morgni komu peir aítur við hjá okkur á leið sinni norður á bóginn. Dálítil viðskipti tóku að myndast hjá okkur. Móðir mxn svaf á nóttunni, en á daginn sá hiin um veitingar handa viðskipta- vinunum, meðan faðir minn svaf. Hann lagðist til hvíldar í sama rúm- ið og hún svaf í á nóttunni, en ég fór til Bidwell í skólann. Hinar löngu nætur, meðan við mamma sváfum, sauð faðir minn kjöt til þess að hafa ofan á brauð í nestið handa kost- göngurum okkar. Þá flaug honum í hug, hvernig hann gæti komizt á græna grein. Hinn ameríski hugsun- arháttur festi rætur hjá honum. Hann varð einnig metnaðargjarn. Þegar lítið var að gera, voru næt- urnar lengi að líða, og þá hafði fað- ir minn tíma til að hugsa. Það varð honum að falli. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að veraldargengi hans hefði verið lítið, af því að hann hefði ekki verið nógu glaðvær. Héð- an í frá ætlaði hann að vera bjart- sýnn. Snemma á morgnana kom hann upp stigann og gekk til hvílu hjá móður minni. Hún vaknaði og þau fóru að tala saman. Ég hlustaði í rúminu mínu í horninu. Hugmynd föður míns var sú, að þau móðir mín og hann ættu að reyna að skemmta þeim, sem kæmu í veitingastofuna okkar til þess að snæða. Ég man ekki, hvað hann sagði, en mér skildist, að hann ætlaði á einhvern torskilinn hátt að verða eins konar skemmtikraftur á kránni. Þeg- ar gestir, og sérstaklega er unga fólk- ið á Bidwell kæmi inn í veitinga- stofuna okkar, sem það gerði mjög sjaldan, átti að koma af stað fjör- ugum og skemmitlegum viðræðum. Af orðum föður míns réð ég, að hann ætlaði að leitast við að vera hinn glaðværi gestgjafi. Móðir mín hlýtur að hafa verið í vafa frá upp- hafi, en hún latti föður minn ekki. Faðir minn hélt, að í brjósti unga fólksins í Bidwell mundi vakna áköf löngun eftir félagsskap þeirra hjónanna. Á kvöldin kæmi glatt æsku fólk syngjandi niður Turnersbrún. Þessi ungmenni mundu þyrpast með hlátri og sköllum inn í veitingastof- una okkar, og þar yrði söngur og gleðskapur. Það er ekki ætlun mín að láta lesendurna halda, að iaðir minn hafi rætt málið svona ýtarlega. Éins og ég hef áður sag, var hann fámáll maður. „Fólkið vantar ein- hvern stað, sem það getur farið á. $g segi þér satt, að það vantar ein- hvern stað,“ sagði hann aftur og aft- lír. Lengra komst hann ekki. fmynd- unarafl mitt hefur fyllt út í eyðurn- ár. í tvær eða þrjár vikur setti hug- mynd föður míns svip á heimili okk- % w töjuðum ekki mikið, en á hverjum dégi reyndum við að láta ólundarsvipinn á andliti okkar víkja fýrlr brosi. Mamma brosti framan í kostgangarana, og ég smitaðist af henni og brosti framn í köttinn. Fað- ir minn var eins og á hjólum í ákefð sinni að þóknast fólkinu. Vafa- luast leyndist í honum innst inni ör- lítið af eiginleikum trúðsins. Hann eyddi ekki púðrinu á járnbrautar- mennina, sem hann veitti beina á nóttunni, heldur virtist hann bíða eftir ungum manni eða konu frá Bidwell, sem hann gæti sýnt, hvað hann kynni. Á afgreiðsluborðinu í veitingastofunni stóð vírkarfa, sem var alltaf full af eggjum, og hún hlýtur að hafa staðið þar fyrir aug- unum á honum, þegar hann fékk þá flugu í höfuðið að fara að skemmta. Frá upphafi var eins og eitthvað samband milli eggjanna og hugarfósturs föður míns. Að minnsta kosti var það egg, sem eyðilagði þetta nýja framtak hans. Eitt sinn síðla kvölds vaknaði ég við reiðiöskur, sem kom úr barka föður míns. Við mamma settumst bæði upp í rúminu okkar. Hún kveikti með titrandi hendi á lampa, sem stóð við höfðalagið okk- ar. Útihurðin á veitingastofunni niðri skall að stöfum, og fáeinum mínút- um síðar þrammaði faðir minn upp stigann. Hann hélt á eggi, og hönd hans skalf, eins og hann væri með köldu. í augum hans varn æstum vit- firringslegur glampi, og ég þóttist viss um, að hann ætlaði að þeyta egg- inu annað hvort í mig eða móður mína. En hann lagði það gætilega á borðið við hliðina á lampanum og lét fallast á hnén fyrir framan rúm móður minnar. Hann fór að gráta eins og drengur, og sorg hans fékk svo á mig, að ég grét með honum. Við fylltum litla þakherbergið með harmakveini okkar. Það er broslegt, að af þessari fjölskyldumynd man ég ekki annað en það að móðir mín strauk í sífellu hendinni yfir skall- ann, sem teygði sig eftir höfði föð- ur míns. Ég er búinn að gleyma, hvað móðir mín sagði, og hvernig hún fékk hann til þess að skýra sér frá því, sem gerðist niðri. Frásögn hans er einnig liðin mér úr minni. Ég man aðeins hryggð og ótta og glansandi röndina á höfði föður míns í skini lampaljóssins, þar sem hann kraup við rúmstokkinn. Það, sem gerðist niðri, veit ég af óskýranlegum ástæðum eins vel og ég hefði verið vitni að ósigri föður míns. Með tímanum fær maður vit- neskju um margt, sem ekki er hægt að útskýra. Þetta kvöld kom Joe Kane, ungur kaupmannssonur frá Bidwell, til Pickleville, til þess að taka á móti föður sínum, er hann átti von á með lestinni klukkan tíu. Lestin kom þrem klukkustundum of seint, og Joe kom inn í veitinga- stofuna okkar til þess að doka þar við^eftir henni. Vörulestin kom og starfsmenn hennar fengu mat. Joe varð einn eftir hjá föður mínum. Ungi maðurinn hlýtur strax að hafa komist í vanda vegna fram- komu föður míns. Hann hélt, að föð- ur mínum gremdist, að hann var að drolla þar, og datt í hug að fara út. Én þá tók að rigna, svo að höh- um þótti ekki fýsilegt að ganga lang- an veg til borgarinnar og tíl baka aftur. Hann keypti sér vindil og bað um kaffibolla. Hann var með dagblað í vasanum og tók það upp og fór að lesa. „Ég er að bíða eftirkvöld- Iestinni. Henni hefur seinkað," sagði hann í áfsökunarskyni. Faðir minn, sem Joe Kane hafði aldrei séð fyrr, stóð þegjandi langa stund og starði á gestinn. Það var án efa kominn í hann leikhrollur. Eins og oft kem- ur fyrir í lífinu, var hann búinn að hugsa svo mikið og oft um það, sem hann ætlaði að gera, að þegar á hólminn var komið lá við, að hon- um félli allur ketill í eld. Til dæmis vissi hann ekki, hvað hann átti að gera af höndunum. Hann rétti aðra feimnislega yfir búðarborðið og tók í höndina á Joe Kane. „Komið þér sælir,“ sagði hann. Joe Kane lagði frá sér blaðið og starði á hann. Augu föður míns námu staðar á eggjakörfunni, sem stóð á afgreiðsluborðinu, og tók til máls: „Jæja,“ sagði hann hikandi. „Þér haf ið víst heyrt um Kristófer Kolumbus e-eh.“ Hann virtist reiður. „Þessi Kristófer Kolumbus var svikari," sagði hann með áherzlu. „Hann sagðist geta látið egg standa upp á endann. Hann talaði, það vantaði ekki, en síðan braut hann dæld í eggið.“ Gestinum sýndist faðir minn vera viti sínu fjær af reiði yfir tvöfeldni Kristófers Kolumbusar. Hann tautaði blótsyrði og lýsti yfir að það væri skakkt að kenna börnum, að Kristó- fer Kolumbus hefði verið mikilmenni fyrst hann hefði svikið á úrslita- stundu. Hann hafði lýst yfir, að hann ætlaði að láta egg standa upp á endann, og þegar blekking hans varð uppvís, hafði hann beitt brögð- um. Faðir minn tók egg út körfunni á borðinu og fór að ganga með það um gólf nöldrandi yfir Kristófer Kol- umbusi. Hann velti egginu milli hand anna, brosti ljúfmannlega og tók að muldra um það, hvaða áhrif rafmagn ið í mannslíkamanum hefði á eggið. Hann sagði, að með því að velta egginu milli handanna, gæti hann látið það standa upp á endann án þess að brjóta skurnið. Hann skýrði það þannig, að hitinn frá höndunum og hinn hægi snúningur skapaði nýj- an þyngdarpunkt. Joe Kane var far- inn að fylgjast með af dálitlum áhuga. „Ég hef meðhöndl*5 þúsundir eggja,“ sagði faðir minn. „Enginn veit meira um egg en ég.“ 716 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.