Tíminn Sunnudagsblað - 02.10.1966, Síða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 02.10.1966, Síða 5
jaðrinum að austan liggja Svartár- footnar. Þangað er mun lengra eða rúmir sex kílómetrar beinleiðis. Og ofan í Gránunes eru aðeins sex kíló- metrar og er þá miðað við efstu sam felldar grasflesjur norðan þess. f Gránunesi og næst því að norðan eru allgóðir hagar. Um leiðina norður yf- ir er allt öðru máli að gegna. Þar er tæplega um bjargvænlega haga að ræða fyrr en komið er norður í Bisk- upstungur. En þangað frá Beinahól eru allt að fimmtán kílómetrar. Að vísu eru nokkrar snapir umhverfis Hveravelli. En hvort tveggja er, að þær eru lítils verðar, enda trúlegt, að þær hafi horfið undir fannfergið. Þangað er og talsvert afleiðis, þótt það út af fyrir sig sanni lítið. Hitt er víst, að ef farin væri sjónhending af Beinahól á Hveravelli, er leiðin yf ir hraunið hér um bil helmingi lengri. Það eitt er víst, að ef Jón hefur komizt óvilltur norður Kjal- hraun, hefur hann valið stytztu leið- ina yfir það, enda er hún greið- færust, þótt grýtt sé og torfær. Þar mun engra skárri kosta völ. Loks er þess að gæta, að Biskupstungur eru sá hluti Auðkúluheiðar, sem í mörg um vetrum mun líklegasti bletturinn á heiðinni framanverðri, að minnsta kosti sunnan Seyðisár, til að bjarga fénaði langleiðis veturinn af, svo eru þær grösugar og kostaríkar. Þó er líklegt, að oftast taki þar alveg fyrir snapir á útmánuðum. í fimmta lagi er alveg sérstök ástæða til að benda á, hvar þeir Graf- ar-Jón og Björn finna féð. Gísli segir eins og áður er rakið: „Fundu þeir þá tuttugu kindur norðanvert á Grúfufellsmelum.“ Örnefnið Grúfufell þekkist nú ekki á þessum slóðum. Syðra fellið, sem um er að ræða, heit ir nú Rjúpnafell, en hið nyrðra Dúfu nefsfell. Milli þeirra er hið fræga Dúfunefsskeið. En Sveinn Pálsson tekur af öll tvímæli um það í ferðasögu sinni frá 1790, að Rjúpnafellið hefur þá verið nefnt Grúfufell. Grúfufellsmel- ar eru því Dúfunefsskeið eða sand- arnir austan þess, nema hvort tveggja sé. Þáð blasir því við, að kindurnar voru á aldauða bjargleysu, þegar þær fundust. Allt svæðið milli Gránunes8 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 843

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.