Tíminn Sunnudagsblað - 02.10.1966, Side 7

Tíminn Sunnudagsblað - 02.10.1966, Side 7
slík dökkna reynist þeim blekking ein í sinnl nöturlegustu mynd. Þær lelta þá oft síðastá skjólsins við stein. Út- mánaðanæðingarnir þurrka þá oft það, sem eftir er svo greipilega, að hrafn og refur láta það óhreyft, enda er þá hver holdtægja tálguð af. Þess- ar rytjur sjást oft furðulega langt að. En sagnir af þessari för þeirra, er leituðu, nefna enga slíka fundi, þeg- ar frá er tekin breiðan við Beinahól. Það virðist því allt benda til, að þær kindur, sem komust norður yfir hraun ið í öndverðu, hafi lifað veturinn af, að minnsta kosti vel flestar. Fyrir slys og önnur óhöpp er aldrei að synja í því umhverfi, sem þar er. En hrör þeirra kinda, sem þess háttar slys lienda, eru ólíkleg til að finnast. Þau eru oftast grafin fyrir. fullt og allt. Öll rök virðast hniga að því, að Jón Austmann hafi bjargað hópn- um alla leið norður í Biskupstung- ur í byrjun hríðarinnar. En engin gögn eru nú fyrir hendi um það, hversu það hafi borið að. Er í því efni ekki annað tiltækt en getur ein- ar. Telja verður mjög líklegt, að sú tilgáta sér rétt, að þeir félagar hafi haft náttból sitt í Gránunesi og lagt þaðan í hraunið. Þar eru þeir hagar, sem fáanlegir eru beztir í námunda við það að sunnan. Þaðan er mjög líkleg dagleið norður í Biskupstungur í öllu sæmilega færu, eða um tuttugu og einn kílómetri. Við Biskupsþúfu var þekktur áninga- og gististaður, en þangað munu frá hinum venjulega gististað í nesinu nálægt tuttugu og átta kílómetrar. Er sennilegt, að þetta hafi verið hin áætlaða dagleið. Tvennt mun hverjum manni auð- skilið, sem veltir þessu fyrir sér: Hið fyrra er, að kappsamur fullhugi hik- ar ekki við að halda áfram, þegar slík ferð er hafin, þótt nokkur tvísýna kunni að vera á um það, hversu veður ræðst. Það má því telja víst, að Jón hafi ekki látið það sitja í vegi fyrir framhaldinu, þótt veðurút- lit hafi bent til beggja skauta, enda þarf ekki að hafa verið svo. Og „dag skal að kveldi lofa.“ Hið síðara er, að veðrið hefur þó gefið þær vonir um morguninn, að fært yrði norður af, þó að þær brygðust svo hryggilega sem raun gaf vitni, enda gat fleira komið til, sem síðar verður bent á> Allir, sem vanir eru fjárrekstrum, vita, hversu gífurlegur munur er á léttfærasta og latrækasta fénu. Þeir þekkja og hið ævaforna rekstrar- mannaráð að skipta rekstrinum í smærri hópa, einkum þó, ef um erfitt færi er að ræða. Það er og alkunna, að hraðamunur slíkra hópa getur orð ið ótrúlegur. Hafi verið gripið til þessa ráðs, þegar lagt var í Kjalhraun eða jafnvel fyrr, er ekki ólíklegt, að fljótt hafi dregið sundur, þegar kom ið var af stað. Hafi forystukindur ver- ið með I förinni, má eiga vist, að þær voru í fremri hópnum. Jóni gat því skilað allvel áfram, þó að hinum yrði allt til tafar. Líklegt má telja, að hundurinn, sem komst ofan að Bugludal, hafi fylgt Jóni og það eitt greitt götu hans til muna. Hríðin hefur trúlega byrjað undir kvöld, en líklega náð nær aftökum þegar í önd- verðu eða að minnsta kosti fyrstu nóttina. Vel gat því svo farið, að Jón héldi enn áfram um stund, eftir að hina þraut úrræði. Það er því senni- legast, að hann hafi sloppið norður yfir hraunið, án þess að renna minnsta grun í, hvað hina hafi hent. Hér var það fyrir hendi, að forystan var þeim horfin og eftir að meiri hluta óráðnir unglingar. Sigurður á Daufá er hinn eini, sem telja má full þroska. En um hann er fátt vitað. Þó er ekki líklegt, að til fararinnar hafi verið ráðinn maður, sem ekki var þekktur sem ráðsnjall ferða- maður. Bjarni var að vísu fullvaxinn. En óvíst er um hugrekki hans. Hann var alinn upp við allsnægtir, en þær hafa aldrei reynzt einhlítar til að skapa hugdirfð eða ráðsnilld. Það er því alveg óvíst, hversu hann var að heiman búinn með þær eigindir. En hér kemur fleira til álita: Á þinginu á Stóru-Seylu 27. september 1781, sem áður er vitnað til, kom þetta fram: „Áttunda vitnið Jón Jóns son innkallað og examinerað . . . Virtist yður nokkuð hafa verið hrært við líki Sigurðar sáluga? Svar: Já, hans fótur var úr liði um öklann.“ — Það liggur í augum uppi, að hann telur liðhlaup á ökla Sigurðar af völd um þeirra, er rændu líkum þeirra bræðra, og kann svo að hafa verið. En ekki er líklegt, að svo harkalega hafi verið tekið á líki Sigurðar, að fætinum hafi verið kippt úr öklaliðn- um, þótt víst sé, að líkin voru tekin að rotna, þegar þau voru látin í kist- urnar. En þegar líkin finnast fyrst, getur ekki verið um mjög marga daga að ræða frá því að snjó tók af þeim. en hægfara hefur rotnunin áreiðan lega verið, meðan þau voru hulin há- fjallaís. Það er því miklu sennilegra, ð liðhlaup Sigurðar hafi stafað af slysi enda gat slíkt borið að á ýmsan hátt. En hafi slíkt slys hent, að Jóni fjar- verandi, hlaut það að kyrrsetja þá félaga, þótt enn væri þolanlega fært veður. Engar líkur eru tii, að Jón hefði haft hugmynd um Slíkt óhapp, þótt hent hefði. Hann hefur því hald- ið áfram áhyggjulaus þess vegna. Á þessum árstíma er ekki sauðljóst nema hálfa tíundu klukkustund. Þótt Jóni hefði gengið að óskum, er víst, að skammrifin voru af deginum, þeg- ar hapn var kominn með féð norður yfir Hraunið. Leiðin frá líklegasta gististað í Gránunesi norður af Rjúpnafelli er fjórtán til fimm- tán kílómetrar og af þeirri vegalengd að minnsta kostl hálfur sjötti kílómetri yfir hraunið, þó að valin sé stytzta leiðin. Hraunið er alltaf seinfarið, þótt autt sé, enda er ótrúlegt, að það hafi verið snjólaust með öllu. Líklegast er, eins og áður er bent á, að í hríðina hafi ekki gengið að fullu fyrr en undir kvöld, og Jóni því enzt dugur og veð- ur til þess að ná með féð norður í efstu grös í Biskupstungum, áður en hríðin brast á að fullu. Á annan hátt er tæplega unnt að skýra björgun þess. Telja verður líklegt, að fannburður hafi verið mikill — sennilegast, að hann hafi verið gífurlegur. Norðan Kjalhrauns er i aðaldráttum mis- hæðalítið land. Hið næsta eru ávalar sandöldur, með allar línur svo mjúk- ar, að þær eru ólíklegar til að binda mjög mikinn fannburð. Stórhriðar á sliku landi verða oft svo firna dimm- ar, að fáir munu því trúa, sem aldrei hafa reynt. Það er því fyrst og fremst Kjalhraunið sjálft, sem bindur fann ir, þegar svo fellur, og þó einkum suð- urhluti þess. Allar líkur benda til þess að fjárbreiðan og það, sem henni, fylgdi, hafi sokkið á mjög skömmum tíma. Beinin lágu svo þétt, að sýnilegt er, að féð hefur verið bælt þarna og verið sokkið áður en sá tími var lið- inn, sem venja þess var að rísa á fæt- ur. Sennilegast er því, að menn og málleysingjar hafi verið að mjög mikl um hluta örendir, þegar er morgn- aði, og þó sennilega ekki öll hross- in. Sumt af beinum þeirra er svo hátt í hólnum. Tjald þeirra Staðarmanna hefur ekki verið vítt til veggja né vandað að gerð. Þess var enginn kost ur að gera þá að heiman með slíkt skýli. En þótt allt hefði verið þar af fyrstu gerð, jafnvel á nútímavísu, er með öllu óvíst, að tækist að reisa tjald, sem svo tryggilega væri umbú- ið, að svo mörgum mönnum yrði þar líft eina nótt, hvað þá lengur. Ekk- eri verður fullyrt um það, hvar tjald- ið hefur staðið, samanber þó ummæll Tómasar á Flugumýri, sjá síðar. En augljóst mál er, að þeir hafa sett það þar niður, sem bezt naut skjóis af hólnum. Þetta er því vissara sem meira veður var skollið á, þegar tjald- að var. Þegar fönnin lagðist á það, er trúlegt, að ylur frá þeim hafi í fyrstu orðið þess valdandi, að tjald- ið fraus, sem þá um leið varð mjög lofthelt. Fönnin hlaut að leggja það saman, jafnvel þótt fullstrengt væri í öndverðu, sem litlar líkur eru til. Þeir hafa tjaldað á frostnum mel, svo að engin leið var fyrir þá að festa tjald- hæla tryggilega, enda aðeins um tré- fleyga að ræða til þess. Þótt fönnin, sem gróf þá, hafi ekki orðið nema tveggja til þriggja metra þykk, er augljóst, að þungi hennar nægði til þess að loka öllum leiðum fyrir það loft, sem þeim nægði til að halda lífi T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 847

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.