Tíminn Sunnudagsblað - 02.10.1966, Page 10

Tíminn Sunnudagsblað - 02.10.1966, Page 10
/ Ási í Bæ: SKJÁLFTI Þeir áttu skammt eftir ófarið til lands, þegar pilturinn féll útbyrðis. Hásetinn, sem var við stýrið, sá, hvað gerðist, keyrði vélina fulla ferð aftur á bak og hrópaði um leið á mann- skapinn. Þetta var um dimmumótin, norðanbræla, sjólítið, en hörkufrost. Formaðu.rinn hljóp bölvandi að stýr- inu og skipaði fyrir. Báturinn sneri afturstafni í vindinn, og löðrið fruss- aðist með braki út undan hekkinu. Einhver hrópaði: Hann er þarna. Hann er þarna, og fleiri tóku undir; hann er þarna, ég sé hann, sko. Einn með stjaka, annar með bjarghring, allir mjög æstir. Pilturinn brauzt um ,í sjóskorp unni. Helvitis fíflið, hreytti formaðurinn út úr sér og teygði sig út um stýris- húsgluggann til að sjá sem bezt. Þú hefur það ekki svona, öskraði vélstjórinn upp til hans, þú verður að taka áfram. Formaðurinn dró af vélinni meðan hann skipti og síðan fullt áfram. Þeir höfðu ekki augu af piltinum. Hann barðist um með höndum og fótum, og nú þegar þeir voru komnir til hlés við hann, heyrðu þeir ópin í honum. Þeir kveiktu sér í sígaretlum með óðagoti og reyktu áfergjulega. Þegar sýnt var, að hringur bátsins yrði of stór hljóp vélstjórinn upp í stýrihúsið, skyrpti út úr sér fúkyrðum og hremmdi skiptitækin. Leggðu á bak, maður, skipaði hann, og formaðurinn rúntaði stýrishjólinu. Báturinn tók kipp aftur á bak. Sjáið þið hann? kallaði vélstjórinn út til þeirra á þilfarinu. Já, hann er þarna, sögðu þeir og bentu. Leggðu í stjór. Formaðurinn rúntaði hjólinu á ný, báturinn tók hægt áfram. Vélstjórinn hljóp út á þilfarið, fram á stafn, ði og benti. Þarna var pilturinn rétt við kinnunginn. Þeir köstuðu til hans lausum hring, en hann náði honum ekki. Vélstjórinn þeytti út úr sér samantvinnuðum blótsyrðum. Hann er að gefast upp, hrópaði einhver. Vélstjórinn hristi af sér stígvélin og kastaði sér fyrir þorð. Eftir fáein augnablik hafði hann tak í piltinum. Mennirnir í bátnum ráku upp gleðióp og einn þeirra henti nú hring út til þeirra. Hann féll í sjóinn syo sem faðm frá þeim. Allt í lagi, sögðu þeir, og þegar vélstjórinn náði taki á hringnum, drógu þeir þá að bátnum og drösluðu þeim umsvifalaust inn fyrir borð- stokkinn. Déskotans vesen, sagði formaður- inn og setti á fulla ferð til hafnar. gilturinn vay mjög dasaður, og þeir studdu hann í lúkarinn. Þar var fun- heitt. Þeir rifu hann úr leppunum og skutluðu honum upp í koju. Hann skalf eins og grjótbor. Þú áttir ekki langt eftir til helvítis, lagsmaður, sagði vélstjórinn. Viltu Hoffmann? Pilturinn reyndi að segja eitthvað, en gat það ekki. Þeir blönduðu Hoff- mann í heitt vatn og drifu þetta í andlitið á honum, en þá fór hann að spúa. Það gompaðist upp úr honum sjóvilsa og matarslums, og hann gat ekki hreyft sig, og þetta sullaðist ofan á brjóst hans og út um alit. Þeir gátu ekki meira og sögðu strák- greyið og bölvuðu hressilega og horfðu á' hann kúgast og skjálfa. Formaðurinn kom fram í, bústinn og brosleitur, eins og hann ætlaði íslenzkar smásogur I o 850 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.