Tíminn Sunnudagsblað - 16.10.1966, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 16.10.1966, Blaðsíða 6
ur í nokkrum orrustum, og snemma í ágúst neyddist Ollivier til þess að segja af sér, og skömmu síðar fól keisarinn hershöfðingjanum Bazaine, er verið hafði fyrir liðsafla Frakka i Mexikó, yfirstjórn hins svonefnda Rínarhers. Sá liðsafli átfi að sameiri- ast hinni helft franska hersins, er laut forystu MacMahons. En Bazaine var seinn í snúningum, enda má vera, að honum hafi verið sitthvað ofar í hug en lokasigur á Þjóðverjum. Hann hörfaði mjög hægt, svo hægt, að Moltke auðnaðist að umkringja tvö þúsund mantja her við Metz. Þetta var seint í ágúst. MaiMahon átti nú um tvennt að velja: hörfa í átt til Parísar eða sækja fram og reyna að koma Bazaine til hjálpar. MacMa- hon vildi persónulega heldur taka fyrri kostinn, en drottningin og ráð- gjafar hennar í París, sem nú réðu mestu, þar eð keisarinn mátti heita bugaður maður, máttu ekki heyra á slíkt minnzt. Sagt var, að það myndi kosta stjórnarbyltingu, ef MaeMahon hopaði. Hershöfðinginn fór eftir þessum fyr irmælum gegn betri vitund og stefndi liði sínu til norðausturs, í átt til Belg íu, þar eð hann hafði héyrt, að Bazai ne ætlaði að reyna að brjótast úr her- kvínni til þeirrar áttar. Napóleon var með hernum. En hér fór á nömu leið og fyrr, Þjóðverjar umkringdu franska herinn í virkinu Sedan. Frakk ar vörðust af mikilli hreysti, en að- staða þeirra var Vonlaus. Þar kom, að Napóleon gafst upp til þess að koma í veg fyrir þýðingarlausar blóðs úthellingar, en sagt var, að hann hefði viljandi lagt líf sitt í hættu, meðan á umsátrinu stóð. Þjóðverjar sendu liðþjálfann Bronsart von Schnellendorf á fund keisarans, sem reit eftirfarandi bréf til VilhJSlms konungs: Herra bróðir! Þar eð ekki átti fyrir mér að liggja að deyja f broddi fylkinga minna, á ég ekki annars úrkosta en selja yðar hátign sverð mitt í hendur. Ég er ávallt góður bróðir yðar há- tignar. Napóleon. í býtið morguninn eftir hélt keis- arinn frá Sedan á vit Vilhjálms kon- ungs. Á leiðinni mætti hann Bismarck. Þeir tóku tal saman í kofahrói við vegjaðarinn. Ekki er ósennilegt, að hugur beggja hafi hvarflað til fyrri funda þeirra. Fyrst munu þeir hafa hitzt á heimssýningunni í París árið 1855. Þá hripaði forsætisráðherrann tilvonandi það álit sitt á keisaranum, að hann væri elskulegur maður, en hefði ekki þá vitsmuni til að bera, sem fólk eignaði honum. Bismarck sagði og, að skynsemi Napóleons væri ofmetin á kostnað hjartagæzku hans, og síðasta setningin er þessi: „Mér þykir á engan hátt mikið tií mannsins koma.“ Bismarck var sendiherra Prússa i París í nokkra mánuði árið 1862 og hefur þá vafalaust hitt Napóleon & stundum. En fyrsti fundur þeirra kumpána, eftir að Bismarck tók við embætti forsætisráðherra, var I Biar- ritz árið 1865, eins og áður er getið. Árið 1867 hittust þeir svo í Tuiller- höllinni. „Þetta mót okkar var and- stæða hins síðasta," skrifaði Bismarrk konu sinni þennan septemberdag ár- ið 1870. „Samræður gengu stirt, því að ég vildi ekki bera upp spurningar, sem hlytu að særa mann, sem hönd guðs hefur lostið. Þetta var heims- sögulegur atburður." Því næst var keisaranum vísað til Vilhjálms konungs. Þeir ræddust við undir fjögur augu, og ekki er vitað með vissu, hvað þeim fór á milli. Árla næsta dag var hersveit nokkurri falið að gæta Napóleons þriðja, og leiðin lá í austurátt — til hallar innar Wilhelmshöhe við Kassel. Þar átti keisarinn eftir að dveljast um hríð sem stríðsfangi Þjóðverja. * Sagt er, að Moltke og Bismarck hafi fylgzt með, er keisarinn yfirgaf höll þá, sem hann hafði átt fund við Vilhjálm fyrsta í. Hershöfðinginn á að hafa mælt: „Þarna heldur þjóð- höfðingjaætt á brott.“ Og það var orð að sönnu, þvi að nú var lokið setu Bónaparta á valdastóli á Frakk- landi. Er fregnirnar frá Sedan bárust til Parísar, urðu borgarbúar æfir og lýstu yfir stofnun lýðveldis. Samdægurs steig Evgenía drottn- ing upp í leiguvagn og stefndi til Ermarsunds. Löngu seinna sagði drottningin, að oft hefði hún verið búin að ræða um það, að slíkur endir skyldi ekki verða á valdaferli hennar. En Evgeníu fór líkt og Píla- tusi, að því er séra Hallgrímur grein- ir í Passíusálmunum: „Það, sem helzt nú varast vann,/ varð þó að koma yfir hann.“ — Hlutur Evgeníu í því að hleypa af stað stríði mun ekki hafa verið léttur á metunum, og skæð- ar tungur höfðu í hvíslingum, að henni hefði verið ósárt um það, þótt eiginmaður hennar hnigi að velli, því að þá myndi keisaratignin falla í skaut syni þeirra hjóna, Napóleoni fjórða. En nú mátti hún þaxka sínum sæla fyrir það aj sleppa heil á húfi frá París og geta stigið íand- flótta fæti á enska grund. XIV. Segja má, að Napóleon hafi lítil áhrif á rás heimssögunnar, eftir að hann komst Þjóðverjum á vald. En fransk-þýzka stríðið geisaði áfrgm, og þar urðu mörg tíðindi og stór. Bismarck vísaði öllum friðarumleit- unum á bug, nema gengið yrði að Borgarar f Saint-Cloud v!3 Paris flýja helmabæ sinn í þýzk-franska striðinu. 870 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.