Tíminn Sunnudagsblað - 16.10.1966, Page 7

Tíminn Sunnudagsblað - 16.10.1966, Page 7
Hluti af málverkt eftir Anton von Werner, sem sýnir þann sögufræga atburS, er Vilhjálmur fyrsti Prússakonungur var tekinn til þýzks keisara í speglasalnum í Versölum hinn 13. janúar 1871. Vilhjálmur stendur á miSjum ræSu- palli. Krónprinsinn, 'FriSrik Vilhjálmur, siSar FriSrik keisari þriSji, sést aS baki föSur sínum. Bismarck stendur framml fyrir keisaranum, klæddur hvít- um einkennisbúningi, og viS hliS hans er Moltke. hörðum skilmálum. Thiers ferðaðist á milli stórvelda álfunnar og leitáði liðsinnis, en fékk engu áorkað. Þjóð- verjar hófu umsátur um París. Gamh etta, sem nú var orðinn einn for- kólfur lýðveldisstjórnarinnar, slapp út úr borginni og dró saman mikið lið. Bazaine, er eigin hagur ofar- lega í sinni, setti sig í samband við Evgeníu og bauð henni að koma syni hennar til valda gegn því, að Imnn sjálfur fengi mestu ráðið um stjórn- ina. Evgenía hafnaði þessu og skömmu síðar gafst Bazaine upp fyrir Þjóðverjum í Metz. Undir ára- mót hófust sprengjuárásir á París. Sultur svarf að Parísarbúum, og urðu þeir að leggja sér rottur til munns. Hernaðaraðgerðir Gambetta megnuðu ekki að bæta \ að- stöðu Frakka til stórra muna. Vil- hjálmur Prússakonungur var krýnd- ur þýzkur keisari í speglasalnum í Versölum. í þorrabyrjun sömdu stríðs- aðilar um vopnahlé, og mánuði síðar var tekið til við friðarumleitanir. Frakkar urðu að láta af hendi Elsass (og norðausturhluta Lothringens. Parísarkommúnan svokaliaða er hinn næsti áfangi í franskri sögu, og svo hefst saga þriðja lýðveldisins. Napóleon var fljótlega látinn laus úr fangavistinni, og hélt hann þá til Englands og settist að í Castle- hurst. Hann var ekki af baki dottinn á stjórnmálasviðinu, þótt sárþjáður væri af gallsteinum. Hann reit ýmsa nafnlausa bæklinga, þar sem hann réttlætti gerðir sínar. Hann lét halda uppi áróðri fyrir Bonaparteætt og kærði sig kollóttan, þótt franska þjóðþingið í Bordeaux hefði lýst hann ábyrgan fyrir óförum Frakk- lands. En heilsu Napóleons hrakaði stöðugt, skurðaðgerð, sem gerð var á honum, misheppnaðist, og hann lézt snemma árs 1873, eftir að hafa falíð Evgeniu og Rouher umsjón með syni sínum. Miklar vonir voru bundnar við Napóleon fjórða í æsku, svo sem eðlilegt er. Hann hlaut staðgóða menntun í hernaðarfræðum og fylgdi föður sínum i fransk-þýzka stríðinu. Hann komst undan til Englands, og vist er, að móður hans dreymdi stóra Urauma um framtíð hans. Hann gekk í liðsforingjaskóla og var sendur að berjast við Zúlúmenn í Suður-Afríku til þess að vinna sér herfrægð. En þar féll hann árið 1879, og dró lát hans enn úr hinum veiku vonum Bónapartanna um endurheimt valda. Evgenía varð fjörgömul, komst á tíræðisaldur, og dvaldi lengst, af í Englandi síðari hluta ævinnaL Hún var ávallt reiðubúin að taka upp hanzkann fyrir sjálfa sig og eigin- mann sinn, og það var henni óskorað gleðiefni, er Frakkar að lokinni fyrri heimsstyrjöld heimtu aftur lönd þau, er þeir höfðu látið árið 1871. XV . Ilver hefur þá orðið dómur sög- unnar um Napóleon þriðja? Heldur neikvæður, jafnt í Frakklandi og annars staðar. Víst er um það, að Napóleon þriðji þolir engan sam- jöfnuð við föðurbróður sinn sem hershöfðingi og naumast sem stjórn- málamaður heldur. Mörgum hefur orðið starsýnt á þær baráttuaðferðir, sem Napóleon þriðji beitti til þess að komast á valdastól, stjórnlagarof hans og annað athæfi, sem naumast getur talizt honum til fremdar. En fyrst og fremst er það ósigurinn í þýzk-franska stríðinu, sem Napóleon er álasað fyrir, og mun þó mála sannast, að þar gæti nokkurrar ó- sanngirni. Hvað sem öðru líður, er of sterkt að orði kveðið að kalla Napóleon þriðja skrumara einn og lýðæsinga- manna. Hann var í mörgu leyti á undan sinni samtíð, og ugglaust hef- ur nokkur alvara legið að baki hug- sjónum þeim, semxhann nélt á loft. Napóleon mun í raun hafa verið hlynntur alþýðu manna og haft sam- úð með þjóðum og þjóðarbrotum, er lutu erlendri stjórn. Gáfumaður var Napóleon þriðji á sinn hátt og samdi meðal annars mikið ritverk um Júlíus Sesar, og mun það hafa þótt allvel af hendi leyst. Naumast mun öðrum en lærðustu fræðimönnum ætlandi að leggja trú- verðugt mat á Napóleon þriðja og feril hans, enda hlýtur slíkt iðulega að orka tvímælis. Að leiðarlokum m.vndi þó hollt að minnast þess, að sagan er löngum skráð af þeim, sem bera hærri hlut á leikvangi lífsins. I.S. Helztu heimildir: Mannkynssaga 1818—1848 eftir Jón Guðnason, A History of Europe eftir H. A. L. Fisher, Verdenshistorien XIV—XV eftir Carl Grimsberg, alfræðirit ýmis). T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 871

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.