Tíminn Sunnudagsblað - 16.10.1966, Page 20
Jófríður jCrSstjáBisdóttirs
Á dansleik í Staðar-
sveit fyrir 54 árum
Þegar Ungmennafélag Staðarsveitar varð 50 ára, nú fyrir fjórum
árum, hélt það veglegan afmælisfagnað í samkomuhúsi sveitarinnar í
Hofgörðum. Eitt það athyglisverðasta, sem þar var flutt, var frásögn
sú eftir frú Jófríði Kristjánsdóttur frá Lágafelli ytra, sem lesin var
þar af frú Björgu Þorleifsdóttur frá Hólakoti. Þetta var lýsing
á einni fyrstu ferð Jófríðar á dansleik, og var hún farin þá fyrir
rúmum fimmtíu árum. Ýmsir hafa hvatt Jófríði til þess að birta þessa
frásögn og biarga henni þannig frá glötun eða gleymsku, því að
þarna kemur fram skýr mynd af aðstöðu unga fólksins í sveit fyrir
fimmtíu til sextíu árum.
Jófríður bjó lengi í Staðarsveit, fyrst að EHiða og síðar að Furu-
brekku. Maður hennar er Páll Þórðarson frá Borgarholti. Þau eru nú
búsett í Grafarnesi, og eru ern og minnug á gamla siði og venjur.
Jófríður er dóttir Kristjáns Elíassonar og Vigdísar Jónsdóttur, sem
lengi bjuggu á Lágafelli ytra. Þau systkini Jófríðar, sem hún nefnir
hér ,þau Elías, síðar bóndi í Arnartungu, EHiða og Lágafelli ytra, og
Ragnheiður, sem bjó lengst í Straumfjarðartungu og lér.t nýlega, voru
bæði stofnendur áður nefnds ungmennafélags. Yngstur þeirra systkina
var Jóhann á Lágafelli syðra, sem einnig starfaði í ungmennafélaginu í
Miklaholtshreppi. Kristján Elíasson.
Formaður Ungmennafélags Staðar-
sveitar bað mig í tilefni af fimmtíu
ára afmæli félagsins að lýsa og segja
frá einhverri af fyrstu skemmtisam-
komum félagsins, hvað við skemmt-
um okkur við og hvernig vxðhorfið
var til skemmtanahalds.
Með þá lýsingu í huga gætu svo
nútímafélagar borið nútíðina saman
við þá tíð, og komizt að raun um,
hver munur er orðinn þar á.
Það var byrjað á því, nokkru áð-
ur en félagið var stofnað, að hafa
að vetrinum vikuleg skemmtikvöld.
Unga fólkið, sem átti heimangengt,
kom þar saman til að skemmta sér.
Þá kunnu fáir að dansa, en sú alda
gekk þá yfir, að allir vildu læra þá
dásamlegu list.
Þá bjó j Ytri-Tungu í Staðarsveit
ungur bóndi, ókvæntur, Norðlending-
ur að uppruna — kátur og fjörugur
náungi. Hann hét Guðlaugur Jóns-
son. Hann fluttist eftir nokkur ár
suður í Borgarfjörð og bjó að Ána-
brekku. Þessi maður dansaði og
kuniH mikið af laikjum. Hann sagði
stundum til gamans sögur af ferð-
um, sem höfðu aldrei verið farnar,
og mörgu fleira.
Þá þykir mér rétt að lýsa hér
nokkuð samkomuhúsinu okkar, sem
jafnframt var fundarhús sveitarinnar.
Það stóð á hlaðinu í Hofgörðum og
var þar nyrzt húsa. Stafn þess sneri
í suðaustur, en gafl í norðvestur.
Það var þannig byggt, að hliðarvegg-
ir þess voru hlaðnir úr torfi, svo og
gaflveggurinn, en framstafninn var
úr timbri. Gluggi var á stafni húss-
ins með fjórum til sex rúðum. Hurð-
in var slegin saman úr þykkum börð
um óplægðum. Engar lamir voru á
hurðinni í þetta skipti, en hafa ef
til vill verið það fyrr meir. Ekki var
heldur nein læsing á hurðinni, held-
ur var sperrt við hana að utan með
staur. Að innan voru veggir þiljaðir
- með borðum, misþykkum þó, allt upp
að syllum. Svo voru sperrur og yfir
þær voru járnplötur, en súð var eng-
in. Svona leit fundarhúsið okkar út
þá.
Sá fundardagur okkar, sem ég ætla
að segja ykkur frá, var laugardagur,
en mánaðardag man ég ekki. Þ90
var í febrúarmánuði 1907. Veðri vqr
þannig háttað, að lausasnjór var á
jörðu, og var hægur útsynningúr
þennan dag og fennti í smálognéíj-
um.
Við bjuggum okkur af stað þrjú
systkinin, Elías, bróðir minn, seiii
var elztur, Ragnheiður systir og ég.
Þegar við vorum ferðbúin, man ég,
að pabbi okkar kom inn og sagðí:
„Ekki lýst mér á þetta ferðalag
ykkar, krakkar mínir. Útlitið er
þannig, að mér sýnist hann eiga það
til að gera norðanbyl.
Þá var hvorki til útvarp né held-
ur veðurspár. En leyfi var nú feng-
ið til þessarar farar og ekki hugs-
anlegt, að hún félli niður, því að
mjög hafði verið hlakkað til.
Við lögðum af stað upp úr há-
degi. Leiðin frá Lágafelli í Mikla-
holtshreppi út að Hofgörðum var tal-
in röskur tveggja til þ'riggja tíma
gangur í góðu færi. En nú tók snjór-
inn aldrei minna en í miðjan legg,
en var laus.
Við systkinin komum í úteftirleið
við hjá frænku okkar, sem bjó í
Neðra-Hól, sem er í Tunguplássinu.
Þar fengum við góðgerðir og hvíld-
um okkur um stund. Þegar við kom-
um svo um kvöldið út í húsið, voru
nokkrir komnir, og eftir það var allt-
af að smábætast við. Líklega hafa
komið þar saman um sextíu manns.
En húsrúmið var lítið, því að húsið
var sex álnir á lengd og fjórar til
fimm álnir á breidd.
Þá voru nýlega flutt að Hofgörð-
um hjónin Guðrún Þorsteinsdóttir og
Jón G. Sigurðsson, sem voru sér'.ega
gestrisin og skemmtileg. Jón var vel
skáldmæltur og orti oft skemmtileg
ljóð, sem sungin voru á skemmtun-
um. Mörg voru ljóð þessi lof um
fegurð sveitarinnar. Bæði sungu þau
hjónin mjög vel. Jón flutti líka oft
erindi í óbundnu máli, og man ég,
að við unglingarnir vorum hrifin af
þeim. Annars var þarna mikið um
söng yfirleitt, og allir reyndu að
syngja eftir getu, þótt nokkuð syngi
þar hver með sínu nefi eins og geng-
ur. Oft voru svo líka lesnar spenn-
andi sögur, og ýmislegt annað var
til skemmtunar og fróðleiks.
Við Lágafellssystkinin sóttum fast
að gerast þátttakendur í þessum fé-
lagsskap Staðarsveitar. Við áttum allt
af meira saman að sælda við Stað-
sveítunga heldur en íbúa okkar
hrepps, enda á yzta bæ hreppsins,
svo að okkur fannst Staðarsveitin
alltaf vera okkar sveit.
Á Búðum bjó þá stórbóndi, sem
auk annars var kaupmaður og hafði
sjávarútveg. Þessi maður, sem hét
Finnbogi Lájusson, hafði því, eins og
gefur að skilja, margt manna í sinni
þjónustu.
884
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ