Tíminn Sunnudagsblað - 16.10.1966, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 16.10.1966, Blaðsíða 22
SIGURJÓN SÓTTUR HEIM Framhald af bls. 883. synlegt að fá einhver verkefni út á við, eins og til dæmis að skreyta byggingar. Og það er ekki aðeins það, að við komumst í snertingu við fólkið í vinnunni sjálfri, heldur veit fólkið líka, að við erum til og gerum eitthvað að gagni. Það er mjög nauð- synlegt. Það getur farið illa, ef lista- maður er of mikið einn, kemst ekki í snertingu við fólkið í kringum sig. Hann verður þá bara sérvitur og fer að taka sjálfan sig of hátiðlega, held- ur, að hann sé einhver goðvera, sem má ekki stíga fæti sínum á venjulega jörð. Þetta er nefnilega hættan fyrir myndhöggvara, ef þjóðin skiptir sér ekkert af þeim. Hvernig var það með Einar Jónsson? Hann fékk aldrei nein verkefni á opinberum vettvangi, eða ekki svo teljandi sé. Hann bókstaf- lega lokaði sig inni, varð sérvitur og tók sig allt of hátíðlega, ha. Þetta er hættan. Annars fer þetta að breytast. Við erum meira í þjóðbraut en þá. En hættan er ætíð á næstu grösum. Lista- maðurinn má ekki vera of mikið einn. Við höfum gengið út úr vinnu- stofunni, Sigurjón með prikið, og nú stöndum við á sjávarkambinum hjá húsi listamannsins. Dagurinn er grár eins og fjaran fyrir fótum okkar, en yfir höggmyndunum, sem rísa upp úr sölnuðu grasinu, liggur blá slikja, og þær hafa lit öldunnar, sem gjálpar í urðinni. Skammt frá okkur liggur báturinn á hvolfi, kjöiurinn rauður. — Hún er hressandi golan frá sjón- um, segi ég. — Þetta er eins og það á að vera, svarar Sigurjón. Sérðu, hérna hef ég getað haldið fjörunni hreinni. — Þetta er án efa snyrtilegasta fjaran hérna í bænum. — Enda er ég alltaf á hlaupam eftir fólki, sem vill kasta rusli hérna. Það er undarlegt, en fólk heldur, að fjörur séu bara til þess að kasta í þær rusli. — Það hefði orðið huggulegt, hefðu þeir drepið marsvínin hérna. — Ja, heldurðu. Annars hafði ég nóg með að banna fólki að trampa hér allt niður, þegar torfan æddi in:i Sundin. — Fjaran hefði orðið huggulega . rauð. — Nei, andskoti, ætli ég hefði kært mig um það. — Það þætti nú sumum ágætt, að í hafa Sundin svona við dyrnar hjá sér. | — Ætli það ekki. Þetta er svo út | úr hérna, þetta er hreint eins og sumarbústaður. En Sundin geta verið hættuleg. Ég hef bjargað tveimur strákum hérna fyrir framan. Það er ekki allta'f svona stillt og rólegt. Við horfum á Sundin, sem í fjarska sameinast dagskímunni, horfum þög- ulir á hafið, sem heggur í steininn við ströndina og okkur verður smám saman ljóst, hve mannshöndin er lítils megnug. Sigurjón gengur upp frá fjörunni, og ég fylgi á eftir. Hann nemur staðar við vegarbrún- ina, réttir mér höndina, handtakið er snöggt, en hlýtt. jöm SIGURFREGNIR - SMÁSAGA - Framhald af 875. síð’J* hennar, þar til þær slepptu takinu. Þá færði hann hana úr kápunni og lyfti henni því næst upp á borð- stokkinn. Hún sýndi engan mótþróa lengur. En um leið og hann tók hana í faðm sér og hljóp fyrir borð, greip hún stirðnuðu dauðataki um háls hans. Þarna stóð lika kona og þrýsti tvævetra dreng að brjóst! sér, ber- fætt og í undirkjólnum. Fötum sínum hafði hún vafið um barnið, sem lá rólegt í faðmi hennar eins og það svæfi. Augu hennar voru fastnegld við róðrarbátinn, sem leitaðist við að ná skipinu í hléi við eldinn. Um stund leit út fyrir að bátnum myndi takast það. Það var eins og hann risi hærra á öldunum eftir því sem hann þokaðist nær. Eða var það skip- ið, sem komið var að því að sökkva? — Konunni varð litið af bátnum örstutta stund. Hún sá, að sjór skolað ist yfir þilfarið. Þegar hún festi aug- un á bátnum aftur, hafði hann fjar- lægzt. Mennirnir reru af kappi, en þeir höfðu snúið stefninu til lands. — Góði guð, láttu okkur ekki far- ast! Bjargaðu að minnsta kosti barn- inu! hrópaði konan í örvæntingu sinni. Eldurinn umlukti hana á þrjá vegu og færðist stöðugt nær. Gneista flugið þyrlaðist umhverfis hana. Hall- inn á skipinu var orðinn svo mikill, að ekki var mögulegt að standa upp- réttur. Þilfarið reis hærra og hærra áð baki hennar, unz það var orðið lóðrétt eins og veggur. Hún hafði skorðað sig við borð- stokkinn. Hendur hennar hlúðu að barninu, meðan þrútin augu hennar lituðust um eftir einhverju, sem hægt væri að fljóta á. En reykurinn var orðinn svo þéttur umhverfis hana, að ekki sá handaskil. GÍóðheitt and- rúmsloftið brenndi lungun. — Hún hné meðvitundarlaus niður á flatan borðstokkinn og kom til sjálfrar sín við, að salt sjávarvatnið ýfði upp brunasárin á líkama hennar. En sárs- Lausn 31. krossgátu aukinn hvarf fyrir léttinum yfir því, að drengurinn hvíldi enn við barm hennar. Mennirnir í björgunarbátnum sáu konuna. Þeir höfðu gert það, sem þeir gátu, til að bjarga henni. En þegar þeir voru alveg að komast að skipinu, lagðist það á hliðina, svo að þeir urðu að forða sér hið bráð- asta til þess að lenda ekki í svelgn- um. Hvæsandi suðuhljóð heyrðist um leið og brennandi skipsflakið snerti hafflötinn, og svart reykjar- teppið breyttist í vatnsgráa þoku, er sveimaði um stund yfir staðnum, þar sem skipið hvarf. Um lágnættið söfnuðust íbúar þorps ins umhverfis lítið útvarpstæki, fal- ið á afviknum stað. Mennirnir fjórir, sem höfðu bjargað sér í land á lestar- hlera, voru heiðursgestir. Þeir höfðu haft með sér nýjustu útgáfu mót- þróablaðsins, vafða innan í segldúks- stranga, sem var gegnumboraður af kúlum. Þótti það hetjudáð að hafa komið þessu með skipinu. Ósandi olíutýra varpaði daufri birtu á guggin andlit þorpsbúa, þar sem þeir sátu umhverfis tækið. Rödd þulsins barst handan um hafið, lág og fjarlæg: — Sambandsþjóðirnar halda áfram sókninni á vesturvígstöðvunum. Sprengjuflugvélar gerðu árás á Ber- lín, Dortmund og fleiri staði í Rín- Westfalen í nótt með góðum árangri . . . Á könnunarflugi yfir Noregi var skipi sökkt. \ s s \ X s s H \ P I? } f? M E N N > —»■ S ó L I D \ I V \ L A X D fí T 1 X fi F L fí G fl 9 A R 0 L \ ff P V M X F L E T X S V [tf F) R K A s P X S \ \ \ X o f? N B f? N E 1 X P fí S K fi p s S K ó F L L \ 1 L \ fí V G u X K L fí D D fí \ L fí 6 S T \ 5 T fl V L ft X 3 fi P 4 T T fí X fl' R \ L U D 0 \ D \ l fi \ K, Y N s P E N fi 1? x 'l’ S V £> fi \ h J X E S \ D P U M \ í L L \ V ö P s V 1 X P & 7? \ n I s G J? 1 p fí s P \ 0 B f£ T T fí X L ú K U T? S fí s fí T S E N N s R N 5 fí ■R M \ V T \ S N r R \ fl G N P C N I N S fí fí K K fí s 986 TffllNN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.