Tíminn Sunnudagsblað - 19.02.1967, Síða 9
Hér að ofan er mynd af Inkabók frá 1613, sem skrifuð er á blendingi Inkamáls og gamallar spænsku.
Til vinstri er. mynd af Indíánagoöi frá Perú, er gert en af skíra gulll, en neðan er sýningarhorn af skreyt
ingum Indíána í Mexikó á stórbyggingum sinum.
Frá blómaske íði Indíána
Þegar hvitir menn komu til Vest-
urheims, var þar víða blómleg Indií-
ánamenning. Margar Indíánaþjóðir
voru á undraháu menningarstigi, og
bera miklar byggingar og margir
fagrir listmunir þessari menningu
vitni. Einkum voru það þó Inkar og
Mæar, sem bjuggu við háþróaða
menningu.
Það var Indíánum mikill ógæfu-
dagur, er Kólumbus og menn hans
stigu á land í Vesturheimi. Hvítir
menn komu í flokkum að leita gulls
og gróða og ævintýra, og Indíánarnir
sem héldu fyrst, að hinir hvítu menn
væru sjálfir guðirnir, voru brotnir
á bak aftur og undirokaðir. Veldi
þeirra var lokið og menning þeirra
ofurseld tortímingunni. Sjálfs kyns
Indiíána beið ófarnaður og niðurlæg
ing, og hefur það ekki síðan borið
sitt barr. Yfirleitt búa Indíánar í
Vesturheimi við hin aumustu kjör,
og er örbyrgð og drykkjuskapur að
jafnaði hlutskipti þeirra.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
153