Tíminn Sunnudagsblað - 06.08.1967, Side 9

Tíminn Sunnudagsblað - 06.08.1967, Side 9
Kameljónið er ÓJiætt ætti að veia að slá því föstu, að kameljónið sé allra skrið dýra furðulegast. Það er forn trú, að dýrið lifi á loftinu, og segja má, að þrír þættir náttúru kam- eljónsins hafi alla tíð valdið rnönn um heilabrotum og undrun: hæfi leiki þess til þess að skipta lit, augu, sem hreyfast óháð hvort öðru, og öldungis stórfurðuleg tunga, sem er veiðitæki skepnunn ar. Áður en lengra er haldið, er rétt að víkja að því, að kameljón er í raun réttri samheiti yfir eðlu- ættkvísl eina (chameleontidae) og til eru um fimmtíu kameljónateg- undir. Heimkynni þeirra eru á Indlandsskaga og Ceylon, í Ara- bíu og í Afríku, en flestar li'fa tegundirnar í Mið-Afríku og á eynni Madagaskar. Fólki í þessum löndum stendur yfir- leitt stuggur af kameljón- um, og eru ýmiss konar hindur- vitni tengd þeim. Er þó kam- eljónið lítið dýr og spakt, lifir í trjám og runnum og nærist á skor kvikindum. Það er vel búið til klifurs, því að það getur gripið um hluti með halanum og tánum, en þær eru firnm, og vita þær þrjár sem inn- ar eru á móti hinum tveim ytri. Sjónskyn kameljónsins er harla gott, því að ósmátt hagræði er að því að geta snúið augunum í all- ar hugsanlegar áttir og geta horft á tvennt í einu. Það er einnig óvanalegt, að augnalokin eru gró- in saman og mynda hring með dá- kynleg skepna litlu opi í miðjunni. En eru augu kameljónsins, þegar allt kemur til alls, einstakt fyrirbæri? Lengi vel var það trú manna, að sæhestur- inn væri eina dýrið auk kam- eljónsins, sem gæti hreyft augun óháð hvort öðru. En nú hefur komið í ljós, að ýmsar fuglateg- undir eru einnig gæddar þessum eiginleika, og trúlega eru ekki öQil kurl komin til grafar, hvað þetta snertir. Þannig er áhorfsmál, hvort kameljónið á alla þá frægð skilið, sem það hefur hlotið vegna augna sinna.--- Hið víða sjónarsvið kameljóns- ins á drjúgan þátt í þeim notum, sem því verður að tungu sinni. Það getur metið fjarlægðir mjög nákvæmlega og skynjar ávalit, hvenær hugsanlegt er að ná til skordýra með tungunni. En hún er jafnlöng eða lengri en líkami dýrsins, getur verið um 20 cm í hinum stærri tegundum. Tungan þýtur út úr munninum sem ör- skot, nær taki á bráð sinni og flytur hana til baka. Sé bráðin í stærra lagi og ómeðfærileg, stífn- ar tungan og heldur feng sínum, og kameljónið sjálft skríður áfram, unz það getur náð til skordýrs- ins með munninum. Reyni kam- eljónið að ná taki á einhverju, sem því er ofviða, með tungu sinni, getur það hæglega losað gripið og dregið tunguna til baka. Það er því ekki ofrnælt, að turiga kameljónsins sé einkennilegt líf- færi. Og það er ekki langt síðan sér- fræðingar gerðu sér Ijósa grein fyrir gerð tungunnar og notkun hennar sem veiðitækis. Tungu- bein dýrsins er V-laga, mjórri endinn aftar, og liggur að kjálka- baki. Við tungubeinið er annað bein tengt, langt og mjótt og hreýfanlegt. Liggur það neðst í munninum, undir tungunni og tengist henni á sama stað og tungubeinið. Á grundvelli þessara upplýsinga má lýsa veiðiaðferð kameljónsins sem hér segir: Dýr- ið fikrar sig örhægt að bráð sinni, unz það er komið í „skotfæri.“ Þá opnar það munninn, og tungan, sem er vindillaga í endann, þeyt- ist af enda V-laga beinsins, er bæði beinin ýtast fram með mikl- um krafti. Hraðinn á tungunni er gífurlegur. Mælingar hafa leitt í ljós, að það tekur 1/16 sek. að ná til skordýrs með henni, og 1/4 sek. að draga tunguna til baka með bráðinni á. Ekki er því til að dreifa, að tunga kameljóms- ins sé límkennd, heldur er bráð- inni haldið með vöðvaafli. Sú er liklega skýringin á því, að skepn- an getur losað sig við hluti, sem komnir eru á tunguna. Þá er að geta litaskipta kam- eljónsins, sem eru ugglaust sá eiginleiki þess, sem hefur aflað því mestrar frægðar. Nú er það svo, að kameljónið er fremur ber- skjaldað fyrir hugsanlegum óvin- um og fær ekki treyst á mátt sinn og megin, verður því að reyna að dyljast og leika á andstæðing- inn. Dýrið er ákaflega mjóslegið og flatvaxið, og er því oft erfitt að greina það í laufi. Og það er ekki hamagangur í skepnunni — hún hrærist oft ekki tímunum sam an. En hrökkvi þetta ekki til, og komist kameljón í vígaihug eða kenni ótta, þenur það sig út, svo að það stækkar um helming og reynir með öðru móti að gera sig sem uggvænlegast. Dýrið opn- ar kjaftinn, hvæsir og glefsar að andstæðingnum, en sannleikurinn er sá, að það getur ekki bitið hættulega, tennur þess duga ein- ungis til þess að vinna á skordýr- um. Og þá er að geta einnar varn- arráðstöfunarinnar enn: dýrið verð ur kolsvart, þegar hættu ber að höndum. Þetta leiðir hug okkar að því, að svart er litur ógnunar í dýra- ríkinu og í raun réttri getur fjöldi dýra skipt lit, og liggja ýmsar Framhald á bls. 669. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAL 65

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.