Tíminn Sunnudagsblað - 06.08.1967, Side 10

Tíminn Sunnudagsblað - 06.08.1967, Side 10
PÉTUR GUNNARSSON ÞAÐ VAR VOR Það var vor og fugl í trénu. Það var vor og himinn og fjall í spegil- sléttum sjónum. Það var vor og lykt af malbikinu. Það var vor. Ungi ástfangni maðurinn skellti á eftir sér hurðinni og gekk hröð- um skrefum út í vorið. Hann var hamingjusamur á leið til elskunn- ar sinnar. Hann gekk fram hjá húsi gömlu konunnar. Hún stóð í dyrunum og dustaði mottur. Fyrir mörgum, mörgum árum voru hann og gamla konan mjög góðir vinir. Hún bakaði gómsætar smá- kökur. Hann heimsótti hana daglega og hún teygði sig eftir smákökustamp inum rósrauða og hún var lítil og það gekk alltaf erfiðlega að ná stamp inum ofan af hillunni. Það voru 'spennuþrungin augnablik frá því hún seildist í stampinn og þar til hún rétti hann opinn að honum. Fyrst tók hann eina, svo sagði hún viltu ekki fá þér aðra. Síðan fóru þau inn í stofu og hann settist í ruggustólinn. Hún kom til hans, með skál, fulla af samanrúlluðum smámið um. Hann valdi sér einn, slétti úr hon um og las upphátt það sem á honum og las upphátt það sem á honum stóð. Það var úr biflíunni. M talaði hún við Ihann um Guð. Honum fannst það leiðinlegt. Samt hlustaði hann alltaf kurteis og hljóður. Þegar hiún hafði talað við hann um Guð, fór hann aítur út að leika sér. Hann fór þó aldrei alveg strax, því stund um . . . . stundum gekk hún að Teikning: Þórarinn Þórarinsson TlMJNN - sunnudagsblað 58

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.