Tíminn Sunnudagsblað - 20.08.1967, Síða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 20.08.1967, Síða 14
Inu, sem annars var talin yfirvof- andi, en íbúar Englands voru um þessar mundir varla yfir fjórar milljónir. Þá sögðu boðberar þess- arar útþenslustefnu, að nýlendur mundu verða til að auka þjóðleg- an metnað heima fyrir og álit Englands út á við. Og síðast en ekki sízt bentu þessir áhugasömu menn á það, hversu gullið fcæki- færi Englendingar fengju í vænt- anlegum nýlendum til þess að bjarga sálum frumbyggjanna með því að snúa þeim til kristni og þá einkum og sér í lagi til mót- mælendatrúar. Sumir þessara áköfu boðbera nýlendustefnunnar létu ekki sitja við orðin tóm, heldur gerðu út leiðangra og gerðust þátttakendur í kapphlaupinu mikla um gull og græna skóga í fjarlægum heims- álfurn. Oft var fyrirhyggja lítil o.g undirbúningur ónógur hjá þessum mönnum. Því fóru ýmsar tilraun- ir þeirra út um þúfur. Þannig mis- heppnaðist landnám við Amazon og í Guiana í Suður-Ameríku. En viðleitni þessi nægði samt til að vekja athygli á hinum miklu og margvíslegu tækifærum, sem biðu handan hafsins. Svo voru líka ýms- ir, er höfðu heppnina með sér. Fyrst í stað voru það einkum þeir, sem stunduðu jöfnum höndum verzlun og sjórán á kostnað Spán- verja. John Hawkings gerði út flota og hóf að verzla með þræla frá Afríku í nýlendunum í Suður- Ameríku og hagnaðist stórum. Gramdist Portúgölum og Spánverj um þetta mjög, því að þeir höfðu fram að þessu verið einir um hit- una í þessum ábatasömu viðskipt- um. Francis Drake tók aðra stefnu. Hann hóf skæruhernað á hafinu og skyndiárásir á nýlendurnar í Suður-Ameríku og Vestur-Indíum og hlotnaðist afar mikið herfang. Síðan hélt hann suður fyrir Suður Ameríku og norður með megin- landinu að vestan. Kom hann Spán verjum hvarvetna á óvart og bætti stórum við feng sinn. Lengst norð- ur hélt hann til Kaliforníu, og það- an lét hann í haf vestur yfir Kyrrahaf og umhverfis jörð- ina heim til Englands. Hnattsigl- ing hans á skipi sínu, Gullnu hindinni, á árunum 1577—1580 var hin næsta í röðinni eftir leið- angur Magellans. Varð hann að vonum frægur fyrir og hlaut virðu legar nafnbætur af drottningu, sem tók til sín drjúgan hluta hins ríkulega herfangs. Ein mesta sjóhetja á tknum Elísabetar drottningar var Hump- hrey Gilbert. Hann hafði hagnazt drjúgum á því að ræna spænskar nýlendur og silfurflota Spánarkon- ungs. Síðar tók hann að kanna strendur Norður-Ameríku, einkum Nýfundnalands, sem hann helgaði drottningu Englands. Árið 1583 lagði hann þar grundvöll að enskri nýlendu. Sú tilraun hans fór þó út um þúfur, þar eð hann týnd- ist með skipi sínu á heimleið til Englands úr þeim leiðangri. Hálf- bróðir Gilberts var Walter Raleigh. Hann var mikill ævintýramaður og í miklu dálæti hjá drottningu. Hann fókk brennandi áhuga á að stofna nýlendu í Ameríku og fékk drottninguna til að úthluta sér miklu landflæmi þar vestra og gerði út alls þrjá leiðangra til að kanna strendur Norður-Ameríku. Árið 1584 sendi hann landnáms- menn vestur. Tóku þeir til óspilltra málanna við nýlendustofn un á Roanoke-eyju við strönd þess lands, er síðar nefndist Norður- , Karólína. Ekki féll þeim samt vist- in betur en svo, að allir sneru heim með skipi því, sem vitjaði þeirra sumarið eftir. Raleigh gafst samt ekki upp, heldur undirbjó nýjan leiðangur og sendi 150 land- nema vestur árið 1587, og sett- ust þeir að á sama stað og bjuggust ' um eftir beztu föngum. Styrjöld- in við Spán, sem magnaðist með kornu flotans ósigrandi 1588, '-g fleiri atburðir, urðu þess valdandi, að engin skip sigldu vestur til hinn ar fámennu nýlendu næstu fjögur árin. Þegar skip loks kom þangað árið 1590 var aðkoman mjög ömur- Walter Raleigh (1552—1618) kom sér I mjúkinn hjá Englandsdrottningu upp úr 1580. GerSi Elísabet vel við hann, og sakir hylli hennar valdist Raleigh til forystu um nýlendustofnuin í Ameríku. ÁriS 1595 fór hann í rannsóknarleiSangur til SuS- ur-Ameríku, hefur sjálfsagt ætlaS aS finna gulllandiS El Dorado, sem frægt var í sögum — og skrifaSi bók um þá ferS. Rafeigh bakaSi sér miklar óvin- sældir, og þegar Jakob fyrsti kom til valda, áriS 1603, var honum varpaS í fang- elsl. Sat hann þar í þrettán ár og dundaSi viS ritstörf. Hann var látiinn laus meS skilyrSum, sem erfitt var aS uppfylla, og féll loks fyrir böSulshendi. 710 T í M l N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.