Tíminn Sunnudagsblað - 22.10.1967, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 22.10.1967, Blaðsíða 3
etmmm n^tt* Gullhamsturinn er í tölu þeirra dýra, sem eftirsóttust eru til dekurs á heimilum. Margir veita þeim samt ekki rétta aöhlynningu. Þeir vita ekki, a8 hömstrum þyklr gott kjöt, og þrífast því aðeins að þeir séu einir í búri sínu. Það var ekki fyrr en undir 1950, að hamstraeldi hófst. ir hamstrar höfðu ekki verið vinsælir hér í Norðurálfu, því að þeir ollu verulegu tjónl. Einkum söfnuðu þeir • Ytklu korni í bú sín. Einu sinni fundust þúsund pund korns i búum tíu hamstra. Gullhamsturinn er kynjaður frá Sýr- landi. Vísindamaður einn tók eitt sinn tiu unga úr tveggja metra djúpu búi. Þegar hann komst til Jórsala, voru ekki nema þrír eftir lifandi. En það nægði til þess að hleypa af stað mikilli skriðu. Milljónir gullhamstra í Norðurálfu og Vesturheimi eru komnir út af þessum þrem ungum. Hamstrar eru fljótir að auka kyn sitt, og eru varla til önnur spendýr frjósamari en þeir. Vanhöld eru líka mikil meðal villtra dýra. Sá er háttur þessara dýra að safn birgðum. Því fer saman nafn þeirr^ og heiti þeirrar viðleitni að birgja sig upp, þegar likur eru til, að eitt hvað þrjóti. Hamstrar fylla jafnve' kinnar sinar af mat. Þá líður hömstrum bezt, er þeir hafa nóg að starfa við aðdrætti. Helzt vilja þeir hafa kinnpoka sina fulia. En geti þeir ekki dregið að sér mat, amstra þeir við eitthvað annað, til dæmis hárborða ungu stúlknanna. Ekki er því að leyna, að hamstrar eru einrænir. Það fer aldrei vel að ætla að hafa þá tvo í sama búri. Jafnvel karli og kerlíngu kemur illa saman i nábýli — nema fjórðu hverja nótt. Þá er vin- skapurinn skyndilega meiri en endra- nær. Furðu gegnir, hve hömstrum getur fjölgað fljótt. Ungarnir verða kyn- þroska á sex vikum. Nái allir ungar einna hjóna að auka kyn sitt, vex fljótt upp álitlegur hópur. Þegar ár er liðið, verða komnir á legg þrjú þúsund hamstrar. T í M I N N - SUNNUDAGSBLA4) 915

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.