Tíminn Sunnudagsblað - 22.10.1967, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 22.10.1967, Blaðsíða 4
Á leiS gegnum írsk jarSgöng. Ljósmynd: TÍMINN-GE Þóroddur Guðmundsson: Hafnfirðingar á farð um Irland Þegar farið var á fæ-tur föstudags- mojig'uninn 26. maí, kom í Ijós, að margir höfðu * öðlazt góðan klæða feng í Oork. Má víst kalla, að orðið haíi búnings bót hjá ýmsum, sem töldu sig hafa gert sérlega góð kaup. Átti það ekki sízt við hina ungu. En einnig leiðbeinendur fararinnar fengu sér góð og smekkleg föt. 9á, er þetta riitar, keyp-ti sér ágaet föt úr írsku ullarefni fyrir mjög gott verð. Seinna í ferðinni vakti þó sér- staka eftirtekt ljós jakki, sem Árni Eiinarsson keypti og klæddist og þótti fara með af'brigðum vel. Virt- ist eigi of maelt, að sumir byggjust nú iitkiæðum, áður en lagt var út á þá æivintýralegu leið, seim fram undarn var, þótt fáförul reyndist — og ef til vlll ekki sízt vegna þess. Pyrst var ekíð upp með ánni Lee, allt til Inchígeela. En áður en þang- að kæmi, var staðnæmzt við Finns- holu (Fin Barr Hoilow), vistarveru einsetumanns tii forna. Þar eru klaiusturrústir við einmanalegt, und- urfagurt vatn með skógivöxnum ás- um í kring. Hola Finns, þar sem hann dvaldist í lifanda lífi, er enn varðveitt undir klausturveggnum. í Creedons hótel, Inchigeela, á bökk- um Leeárinnar, var gott að koma. Hótelstjórinn, John G. Creedon, var aiþýðlegur við gestina og hinn glað- værasti. Hann tók mig tali. Ég spurði um hag fólksins í þorpi.nu og sveit- inni, mál þess og menningu. Sagði hann, að írska væri móðurmál sitt og fleira fóiks þar í grennd, enn 6em áður fyrr safnaðist það saman kringum arininn og hlýddi á sögur, sagðar á írsku. Kvaðst hann sjálfur kunna nokkuð af þeim. iMiki'l fannst mér náttúrufegurð við Ba-ntry-flóa, sjór hans fagurblár og í honum skógivöxnu eyjarnar Wihiddy og Garnish, þar sem írska sikéldið Bernhard Shaw dvaldist oft á sumrum og reit mörg af sínum frægustu verkum. Brattlent et víða við flóann, en allar brekkur vafðar Skógargróðri og blómum, svo mikil er gróskan, enda frábært skjól og úrkoma næg. Staðnæmzt var í yndis- legu þorpi, Glengarriff, hjá vík einni, sem gengur norður úr botni flóans, en á vikinni er einmitt eyjan Garn- ish, fyrrverandi dvalarstaður skálds- ins Bernhards Shaws, rétt úti fyrir þonpinu. í því voru gerð matar- kaup fyrir kvöldið, með því að gista skyidi næstu nótt á farfuglaheimil- um, þar sem enginn fékkst máls- verður. í Glenigarriff skiptust leiðir. Hörð- ur og Árni héldu með lið sitt enn til vesturs út á andnesið milli Ban- try- og Kenmare-flóa til gistingar í Aillihies, en við Egill og okkar fólk ókum norður yfir (og sums staðar gegnum) Cahafjöll með Bonane fram undan sem næturstað. Á nokkr- um stöðuim á vegurinn gegnum stutt jarðgöng, sem grafin voru með hand- verkfærum í atvinnubótavinnu, að sögn bilstjóranna. Farfuglaheimilið i Bonane var ný- méiað, hivítt hús með kvisti. Mér fannst það bjóða oss öll velkomin, þar sem það stóð, dálítið einmana- iegt, en stílhreint, á botni dals nokk- urs sunnariega í Kerry-fylki, þegar ég gekk heim að þvi einn saman á undan hópnum til þess að biðjast gistingar. Nokkrar krákur höfðu hátt 916 I I (Vl t IV N - SLNMLIDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.