Tíminn Sunnudagsblað - 22.10.1967, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 22.10.1967, Blaðsíða 20
Hafnfirðingar á ferð Framhald af 921. síðu. urðardóttur og Kristján Bersa Ólafs son. Og ég hef sterkan grun, sem stappar nærri fullri vissu, um að bú sért kraftaskáld.“ „Hver hefur frætt þig um það?“ spurði ég undrandi, en mér hló þó hugur við beirri frægð, sem ég var ef til vill þann veginn að öðlast. í stað bess að svara þeirri spurn ingu beiniínis, bar hann fram aðra við mig svo ákveðið, að í henni fólst krafa um svar „Hefurðu ekki læknað merkan fræðimann, sem lá sjúkur, með krafta kvæði, er bú ortir um hann?“ Margur fær af litlu lof, hugsaði ég, en gat ekki neitað því að hafa reynt þetta, spurði þó samvizku mína í einlægni, hvort það væri nú reynd ar lítils vert að inna lækningu af höndum á þennan hátt — eða önn ur kraftaverk. Og mér fór að stíga heiðurinn til höfuðs. En þar eð til raun hafði þó að minnsta kosti ver ið gerð af minni hálfu og ég gat því ekki neitað spurningu Búa, tók hann þögn mína sem jákvæði. „Þú sendir mér nú kraftakvæði með pósti. annað hvort hingað eða til Uppsala,1' sagði hann og lét mig fá heimilisfang sitt þar. Ég lofaði því. Bo Almqvist hafði mælt við mig hvert orð á hreinni íslenzku, með sænskum hreim að vísu, en beygði allt rétt, svo að mér fannst yndi að hlýða á fagurt og þróttmikið tungutak hans. Prófessorinn virtist fylgjast vel með orðaskiptum okkar, þó að við Búi töluðum báðir íslenzku. En þegar þeim var 'okið í bráð. leit hann á klufcku sína og mælti: „Davíð hefur tafizt. Skyldi eitthvað hafa komið fyrir hann?“ Naumast hafði prófessorinn sleppt orðinu, þegar ungan mann bar að garði. Sá reyndist vera Davíð Erlings son, cand. mag. frá Akureyri, sem stundað hefur framhaldsnám í keltn eskum fræðum á írlandi. Kom nú í ljós að Duilearge prófessor hafði stefnt að sér tveim lærdómsmöinnum til heiðurs við mig, og bauð öllum þrem að snæða með sér miðdegis verð á matsölu. Gengum því næst út fjórir saman og síðan gegnum Stefánsgarð í sólskininu og til á fangastaðar. Yfir borðum leið tíminn við ýms ar samræður í gamni og alvöru, að sjálfsögðu á ensku í virðingarskyni við veitandann, sem ekki var leik inn í að tala móðurmál hinna. Yrði of langt mál að endursegja þær. Drepið skal þvi aðeins á fátt af því. sem bar á góma. „Eftir aldalanga einangrun eða sambandsleysi, er nú aiftur hafin innrás á írland úr norðurátt,“ mælti prófessorinn og leit á mig og lærdómsmennina ungu til sklptis, glaðvær og vingjarnlegur að vanda. Hann tók alltaf létt á hlutunum, hvergi broddur í neinu, sem haon sagði, en sá ætíð broslegu hliðina við aUt í skæru Ijósi. Búi og Davíð litu hvor á annan, en síðan til mín spurnaraugum. „Attu þar við andlega víking menntamanna?" spurði óg prófessor inn, en leiddi hjá mér að svara augna tillitum hinna. „Nei, ég hef einkum í huga ferða- fólkið, sem flykkist hingað til að sjá sig um og verzla," sagði prófessor- inn. „íslenzk frú kvað hafa keypt kvenskó fyrir 60 pund í Cork,“ bætti hann við, algerlega græskulaust. „Voru það einir skór?“ spurði Davíð. Og við Búi hlustuðum ldka á væntanlega skýringu með athygli. „Það fylgdi með sögunni," sagði prófessorinn: „Það er dálítið annað en þegar norrænir vikingar, ósjaldan frá íslandi, réðust til uppgöngu á Ey dýrlinganna og rændu þar fólki og fé. Tímarnir hafa breytzt. „Blessuð konan, vonandi hefur hún eignazt góða skó til frambúðar," sögðu íslendingarnir og Svíinn ein- um rómi. Úr matsolunni var gengið til Graf- tonstrætis og inn í bókaverzlun við það, undir forystu prófessorsins, en þar keypti hann þrjár merkar fræði- bækur írskar, nýútkomnar, og gaf þeim, er þetta ritar, með áletrun. Fjórðu bókina, frægt smásagnasafn eftir írskan höfund, keypti hann og til að senda með mér vini sínum á íslandi að gjöf. Frá bókaverzlun þessari lá vegurinn inn á ölhús. í nánd. Þar varð ég enn þiggjanrii hins mikla öðlings og naut ánægj- unnar af samvistum við hann, Búa og Davíð langa stund. Tvennt varð mér einkum minnis- stætt frá þessum síðasta dvalarstað með þeim félögum, og sýnir hvort tveggja vinsemd þeirra og óverð- skuldaða virðingu í minn garð: AJcveðið hafði verið, að áður nefnd bók, sem óg var beðinn fyrir til vin ar þjóðsagnafræðingsins irska — og vor allra, Einars Ólafs Sveinssonar prófessors, skyldi vera frá þeim öll- um og mér, árituð. Nú bönnuðu þessir þrir heiðursmenn þeim, or þetta ritar, að taka venjulegan þátt í kostnaðinum, en kröfðust þess, að mitt framlag skyldi vera ein vísa, ort á stundinni, og ekkert annað Þessari kröfu. sem reyndar mátti virðast al'lt annað en sanngjörn, varð ég að fullnægja, skilyrðislaust, sam- kvæmt ákvörðun meiri hluta valds, hvernig sem til tækist, og lét ég því slag standa, eins og stundum er kall- að. En með því að vísan var síður en svo nógu góð handa Einari, skaí hún ekki birt hér. Kvöldið, sem nú var fram undan, hugðist ég far.a í Abbey-leiklhúsið og bjóða með mér leiðbeinendum farar- innar, ef sæti fengjust. Barst þetta í orð, og bauð Davíð, sem er mjög vel máli farinn á ensku, að hringja í leibhúsið fyrir mig og forvitnast um þetta. Þá ég það, og hafði hann mikið ómak, sem engan árangur bar. AILt reyndist vera uppselt. ',,Þú ættir að fara með þau og sjá Sönghljóm (Sound of Music), öðru nafni Trappfjölskylduna,“ sagðl prófessorinn, þegar Davíð færði mér þá frétt, að ekki fengjust að- göngumiðar að sjónleik Abbeydeik- hússins, „það er sú bezta kvikmynd, sem hér hefur verið sýnd í mörg ár.“ Svo fóru leiðir að skiijast. Gert var upp við þjóninn og gengið út. Búi og Davíð kvöddu mig utan við ölhúsið. Ég stóð í óbættri þakkar- skuld við Davíð sérstafclega sökum fyrirhafnar hans mín vegna, tuldr- aði eitthvað þa-r að lútandi og bauðst til að gera honum greiða í staðinn. „Við sjáumst ef til vill seinna," mælti hann, en eyddi hinu. „Ætlarðu að vera svo vænn að muna eftir mér?“ mæltist Búi til við mig öðru sinni. „Þú hefur utan- áskrift mína í Uppsölum." „Ef þú átt við ruglið, sem ég setti í letur og við minntumst á fyrir stundu, þá er það guðvelkomið, og skal ekki bregðast," sagði ég að skilnaði. Seamus íylgdi mér að biðstöð strætisvagna. Hann virtist enn eiga sitt af hverju vantalað við mig. „Hvað hyggstu fyrir í sumar?“ spurði hann, „ætlarðu að vera heima ellegar býstu við að ferðast eitt- hvað meira?" Ég sagði honum, að mig hefði i mörg ár langað til að heimsækja Færeyjar og dveljast þar um tíma. „Þú ættir að gera a-lvöru úr því,“ sagði hann. Færeyingar eru. enn ■sem komið er, sjálfum sér samkv-æm- ari en íslendingar, búa meir að sínu, rækta betur sinn reit.“ Hann sagði þetta ekki með öllu sársaukalaust vegna íslands og ís- lendinga, sem hann metur harla mik ils, svo að ekki sé kveðið sterkar að orði. Meðan enn var setið yfir ölkrúsunum, reit hann á lítið fer- kantað pappaspjald nöfn eitthvað tíu íslendinga, sem flestir eru framá- menn í menningarlífi og stjórnmál- um þjóðarinnar, og bað mdg að hringja til þeirra, þegar ég kæmi heim, og skila kveðjum frá sér. Var einn þessi maður bróðir minn, sem býr norður við Laxá í Aðaldal, þar 932 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.