Tíminn Sunnudagsblað - 22.10.1967, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 22.10.1967, Blaðsíða 19
ekkert stórhýsi, en hann var okk- ur skjól I regni og stormi. Það var ekki Iaust við, að við systurnar álitum okkur ekki svo mjög litlar, þegar við, að loknum mjöltum, lögðum af stað til fjals með ærhópinn og mal- poka okkar á baki. Við vorum Hka oft dálítið spenntar, þegar við komum í hjásetukofann, að opna nestispokann og vita, hvað mamima hefði nú ætlað litlu hjá- setustúlkunum sínum. Þeir voru aldrei skornir við nögl, bitarnir %kar frá mömmu. Ég skal uú, ró'ft :il ggmaná, ge.a þess, hvað pokinn okkar hafði venjulega að geyma, þó að ég búist ekki við, að það verði tald- •'V neinar krásir nú. Fyrst skal ég þá nefna harðfisk- inn — mjög góðan, kominn und- an Jökli. Þá voru næst glóðarbak- aðar flatkökur úr rúgmjöli og stundum líka hlóðarbakað rúg- brauð. Með þessu öllu var ríf legur smjörskammtur og oftast kjúkubiti og mysuostur. Þá var nýmjólkurflaska alltaf með í pok anum og oftast allstór moli af kandíssykri. Þkð þótti nú ekkert smáræði að fá kandismola á þeim árum, enda var þá lítið um öll sætindi, bæði í kökum og mat. Það var steinn inni í kofanum okkar og ofan í þenna stein var hola eða skál, sem var eins og hún hefði verið greypt í hann. Við tókum sneið af smjörinu okkar og létum inn í roðið af fiskinum og gáfum hundinum okkar, sem hét Tryggur. Svo helltum við mjólkursopa í steinskálina handa Trygg, því að ekki mátti setja hann hjá. Svona var nú búskapur- inn hjá okkur við fjöllin. Heima var hleypt skyr, strokk- að smjör og gerðir ostar úr sauða- mjólkinni. Ég man eftir því, að engin skilvinda var til hjá foreldr- um mínum, og var þá mjólkin lát- in standa f trogum og byttum á hilium í útihúsi allt upp i tvö og þrjú dægur, áður en rennt var undan og rjóminn skilinn þannig frá. Ég sfkal segja ykkur, að ég mun þá hafa gætt þess vel að fylgja mömmu eftir, þegar hún fór út að renna undan. Þá fékk ég að sleikja með fingri hliðar og gafla mjólkurtroganna. Þetta, þótti okk- ur börnunum sælgæti — og vel gæti ég trúað því, að á þessum Steinahlíb Þú kæra hlíð, sem ann ég enn, nú aftur heilsa eg þér. Hver brekka, Iaut og blómin smá svo broshýr fagna mér. Um vanga leikur léttur blær og lindin suðar tær, en lækurinn með ljúfum nið við ljósi sólar hlær. Hér átti eg marga yndisstund á æskuvorsins tíð, er sat ég hér í Ijúfri laut og lék við blómin fríð. Ég gættl ánna, glöð i lund, er grund sér dreifðu á og hlýddi á fugla svásan söng, er svlfu um Ioftin blá. Þá var það allt svo yndislcgt æskuþrek og fjör Ég söng og kvað svo létt í lund, að léku bros urn vör. En undir bergmál umdi blítt, það álfa hugði eg smá, er kvæðu jnni í Klettaborg, sfn kæru Ijóðin þá. Hjá þér er allt svo óbreytt enn, mín yndislega hlíð: Birkið, víðir, blágresið og burnirótin fríð. Það þroskast eins og áður fyrr og llmar sólu mót. Þó árln líði ótal mörg það > kk! breytist hót. En sjálf mjög breytt ég orðin er, og æsku er liðið vor. Nú finn ég dvína þor og þrótt og þyngjast taka spor. Nú lengur ei um f jöllin fríð ég feta smalaslóð sem áður fyrr, er hljóp ég hér um hlíðar æskurjóð. Það er svo frjálst á fjöllum há um fagra sumartíð, er sólin gyllir land og lá og ljómar grund og hlíð, í heiðu skyggni, af háum tind, að horfa yfir sveit, á býli, engi og blómleg tún, ei betra yndi eg veit. Þar birtist ailt svo hreint og hátt og heimsins laust við prjál. í fögrum línum litað allt það lotning fyllir sál. Hver fær þá efast, góði guð, um gæzku þína og mátt. um vlsdóm þinn og veldistign allt vitnar, stórt og smátt. Mér finnst ég ung í annað shm, er aftur sit ég hér. Við þig er bundin minning mörg, sem mér svo hugþekk er. Að dvelja hjá þér stutta stund ég stærstan unað finn. Guð blessi þig um öll þín ár og efli gróður þinn. Ragnheiður Kristjánsdóttir frá Lágafelli ytra. tímum þroska og allsnægta mætti finna litla munna, sem þætti gott að fá rjómasleikju af fingri eins og mér þá Fyrst eftir fráfærurnar vom oft strokkaðir tveir strokkar á dag, annar að morgni, en. hinn að kveldi, og hefur smjörið þá eftir daginn líklega verið rúmlega fjögur pund. Það skyr, sem ekki fór til dag- legrar neyzlu, var sett í tunnur. Var því safnað þar saman tll vetr arins og þá borðað með grautum. Sauðaskyr var talið mikil kjarna- fæða, sém engan sviki. Á haustin var brætt nokkuð þykkt tólgar- lag yfir skyrtunnurnar til þess að verja skyrið skemmdum og farða. Ég gæti margt fleira sagt frá þessum gömlu dögum, en læt hér staðar numið. Þessa grein hef ég hugsað mér að senda Sunnudags- blaði Tímans til birtingar, ef heiðraðir útgefendur vilja birta hana. Og með þessum minningum mínum þykir mér rétt að láta fylgja kvæði eftir Ragnheiði, syst- ur mína, sem hún gerði seint á ævinni um.Steinahlíðina, er hún eitt sinn heimsótti þennan kæra stað okkar. Við áttum þar svo margar áægjustundir saman, og hugsunarháttur okkar var svo lík- ur, en hún færði sínar hugs- anir í ljóð. Nú er Ragnheiður dá- in, en mér þykir hlýða, að ljóðið hennar fylgi þessu rabbi minu, eins og við fylgdumst svo oft að við störf og leiki. T f M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 931

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.