Tíminn Sunnudagsblað - 22.10.1967, Blaðsíða 12
x ■* > < . -
SSfilf
■:: ';■•• • ••...
íslenzkir vesturfarar í Sarna í Ontaríó með poka sína, koffort, hnakktöskur og tágakörfur á leið til Nýja-íslands, þar sem
þeirra beið harðrétti og ægilegur manndauði, fjarri öðrum byggðum bólum.
Sömul harmsaga
ir mtri
i.
Það var föstudaginn 16. júlí ár-
ið 1875. Lítill gufubátur með flá-
eina ferðamenn á þiljum öslaði
undan straumi norður Rauðá í
Manitóba. Að áliðnum degi var
lagzt að árbakkanum við lítið
þorp, er menn nefndu undarleg
Indíánanafni — W'nnipeg. Eina
mannvirkið, sem nokkuð kvað að,
var allramgert virki með tveim
skotturnum, eign Hudsonsflóafé-
lagsins.
Meðal þeirra, sem þar stigu á
iand, voru fimi^ fetendingar, Romn
ir um langa vegír í landaleif, í
fylgd með enskum leiðsögumanni,
Jobn Taylor að nafni. Þetta voru
þrír Þingeyingar, einn Eyfirðingur
og einn Dalamaður, og erindið
var að skoða á þessum slóðum
lönd, sem orð hafði farið af, að
álitlegt myndi að nema.
Fljótlega fengu þeir að heyra,
hverju þetta gegndi. Úr vestri
hafði borizt ógurlegur engisprettu-
sveimur, sem steypti sér yfir þorp-
ið og nógrenni þess og eyðilagði
allan gróður á skammri. stundu.
Svo mikii var mergðin, að brygði
fyrir sólu, og sú saga var sögð
um græðgi þessara kvikinda, að
þau ætu jafnvel stígvél manna.
Mokað var af þorpsgötunum heil-
um vagnhlössum af þessum vargi,
og við bakka Rauðár mynduðust
hrannir, sem voru meira en hálf
þriðja alin á hæð. Þær voru eins
og móður í fjöru.
Það kom upp úr kafinu, að engi-
sprettufaraldurinn var ekki nein
nýlunda á sléttunum í Manitóba.
Engispret.tur höfðu herjað á Winni
peg mörg undanfarin sumur, þótt
aldrei hefðu þær verið jafn-
aðgangsfrekar sem þetta sumar.
Menn höfðu ekki haft af engi-
sprettum að segja í Mývatnssveit
eða á Tjörnesi og enda ekki einu
sinni í Dölunum. Sagt kunnu komu
menn á því allgóð skil, hvílíkir
vágestir þær voru, því að þeir
voru menn ritningarfróðir. Þeir
hristu höfuðið vonsviknir, andspæn
is viðurstyggð eyðileggingarinnar,
kistulögðu allar þær lýsingar, sem
þeir höfðu drukkið í sig á ágæti
jarðvegsins í Rauðárdalnum, öxl-
uðu skinn sín, stigu í opinn bát
og héldu lengra norður Rauðá í
átt að vesturströnd Winnipeg-
vatns. Þar var auðnarland, sem
enn hafði ekki verið lagt undir
lögsögu neinnar fylkisstjórnar og
laut Kanadastjórn einni. Léttu þeir
ekki för sinni fyrr en þeir komu
þar, er læna nokkur féll í vatnið.
Hún kallaðist þá Hvíta-Leirá, en
924
T t M » N N — SUNNUDAGSBLAÐ