Tíminn Sunnudagsblað - 22.10.1967, Blaðsíða 22
of Modem Art“). En ég á samt bágt
með að láta hrífast. Sem betur fer,
sé ég einnig gamla vini, eins og til
að mynda Fiskimann og konu hans
frá Araneyjum, eftir John Keating,
og Baðfólkið, eftir William Mulready
sem ég hafði fyrrum orðið mjög
hrifinn af. Þetta voru myndir. sem
leiddu í Ijós orðróminn um ódauð
leik listarinnar og tífsgildi hans, þeg
ar hún er látlaus, fögur og sönn.
Tíminn leið, og ég hélt aftur úi
í sólskinið. Skammt frá Umferðar
miðstöðinni gekk Egill Strange á
móti mér. Okkur kom saman um
að stefna i áttina til 0‘Connellstræt
is í leit að matsölu. Við fundum
hana hjá 4bbeystræti, fórum inn og
upp á loft, settumst þar við borð og
vorum afgreiddir bæði fljótt og vel
Málsverðurinn reyndist ódýr og stað-
góður. Að neyzlu hans lokinni sner-
um við aftur til vagnanna. Sem allir
virtust hafa verzlað og tekið myndir,
eins og þá lysti, tíndist fólkið inn
í þá smám saman. unz hvert sæti
var skipað. f öryggisskyni var tekið
manntal. Engan vantaði. Svo var ok-
ið á flugvöllinn.
Við inngöngudyr hans beið þá eng-
inn annar en Jakob, vagnstjórinn
okkar Egils, eins og við ósjaldan
lika kölluðum hann, en var nú með
litla bifreið. og kvaddi hópinn síð-
ustu kveðju. Vakti bað óskiptan fögn
r*.................. -i
Þeir sem senda Sunnu
daqsblaðinu efni til
birtingar, eru vinsam-
lega beðnir að vanda
til !-*andrita eftir föng-
um og helzt að láta vél-
rita þau ef kostur er.
Ekki má þó vélrita
béttar en i aðra Hverja
línu.
uffl, svo sem geta má nærri. Löngum
hafði eitthvað óvænt verið að gerast
í þessari ferð, og oftast skemmtilegt.
Miður ánægjuleg fundust þó ýms-
um síðustu útgjölidn, sem þeir urðu
fyrir á írskri grund, því að gjald-
eyrir margra var til þurrðar geng-
inn, en þau voru 10 skildinga (ell-
egar 60 króna) skattur, sem hver
farþegi varð að inna af höndum, áð-
ur en stigið væri upp í flugvélina.
Greiðsla þessi kom öllum á óvart.
Ferðaskrifstofan hafði verið spurð,
hvort greiða þyrfti flugvallargjald ;
Dyflinni, svo sem tíðkaðist á nokkr-
um stöðum, og svaraði hún þvi neit
andi.
Þessu varð þó bjargað á ýmsa.n
hátt. Þeim, sem féskylft var orðið.
áskotnaðist láns- eða gjafafé hjá hin
um, er loðnari voru um lófa. En
menm höfðu orð á því, að þeir hefðu
verið duldir þessa, og fannst mörg-
um gjaldið ósanngjarnt, eins og á
stóð, og var það ekki nema eðlilegt.
Hins vegar sneri ég þessu upp í gam-
an og benti þeim á, að 10 skild-
ingar írskir eða 60 íslenzkar krónur
væru ekki mikill ferjutollur eða hátt
lausnargjald fyrir mannsins ódauð-
legu sál. Tóku þá allir því vel.
Gullin hitamóða lagðist yfir land-
ið, þegar degi tók að halla, svo að
dofinuðu jafnt sólbjarmi sem skugga
skil. Það var sem einhver þunglynd-
isblær svifi um vötn og velli, svo
langt sem augað sá. En fjólubláir
Wicklow-tindar hófu sig upp úr flatn
eskjunni, líkt og þegar heit þrá stíg-
ur frá ungu brjósti til himins.
Þetta var hinzta sjónablik ferða-
fólksins af íriandi, þess er lyfti sér
á klæðinu góða ofar skýjum þennan
bjarta vordag, þangað sem leiðin lá
og hugurinn kaus að þessu sinni. Sú
leið stefndi nú í norðurátt.
Flugið cil íslands minnti hvort
tveggja í senn á gandreið ævintýrs
ins og ferðir lóu eða þrastar til
æskustöðva á vorin, nema hvað eng-
inn þurfti töfrastafsins við, né held-
ur vængjum að veifa.
Dálítill mótbyr tafði ofurlítið sigl-
inguna um háloftin. Sums staðar
sökk skipið líka óvænt niður, líkt og
kippt væri skyndilega grunninum
undan tilveru þess. Annars gekk ferð
in vel.
Léttskýjað var, en þó sólskinslaust
og blítt veður. þegar Loftleiðaflug-
vélin tók land á Keflavíkurflugvelli
nokkru eftir miðaftan. Sumt ferða-
fólkið átti þar vinum að mæta, sem
tóku það í bifreiðir sínar. Áætlunar-
vagnarnir, sem voru þar á vegum
flugfélagsins, höfðu eigi að síður nóg
fólk og dót að flytja til Hafnarfjarð-
ar.
Ágætlega skipuð móttökunefnd
stóð austan við Flensborgarskólann
og fagnaði gestunum, um leið og
renn-t var í hlað. Kveðjustundin eft-
ir þe-ssa vel heppnuðu írlandsferð
var ekki löng, en mér fannst hún
í við hlýle.gri en ég hef átt að venj-
ast eftir sambærilegt ferðalag.
Innan skamms hafði a-llur hópur-
inn tvístrazt, og skólahlaðið blasti
við autt og tómt. Þá sannfærðist ég
um, að ánægjulegas-ti þáttur ferðar-
innar var þó að koma heim.
Gömul harmsaga
Framhald af 929. siðu.
Galisíu, reis þó á legg síðar. Og
nú eru þeir fáir orðnir uppi, er
hafa heyrt þá, sem sjálfir stóðu
.þar andspænis hungri, kröm, pest
og dauða, rekja hörmulegar minn-
ingar sínar frá frumbýlingsárun-
um.
Tvö minnismerki —
Framhald af 914. síðu.
renna upp dagur Bjarna Herjólfs-
sonar. Svo er sem mál með vexti,
að meðal Eyrbekkinga hefur kom-
ið upp sú hugmynd, að reisa
Bjarna líkneski eða annað minnis-
merki við brúarsporðinn, sjálfsagt
að austan, svo að enginn glæpist
á því, hvoru megin árinnar heim-
kynni hans var. Kannski gerist
þetta, þegar þúsund ár eru liðin
frá landafundi Bjarna.
Lausn
38. krossgátu
Ó8 Tv fi \ ¥f\ \J \Km
\ K u N!N T Sii N
/)!n DÍR F u'n D
NVN Ú|T I Ð
\!l 1 Ðífí G 1 KjT
\j\ R \ 1M TD' D Ljfi
f \:K u fi; I ;R\ló D
vtJ \. B LÍVfijS K fl
\'RtP júm rW
3^3 V'EiN vR) sTv fi R!fl;R fi T
Dju'R'S; k'o ■p1 a@I
|E|ð;j Ú|H fi\\p I SÍojk mIi
i\v:ö 5 .A R \ R ó'K
tSsv ft.D.D;R| > \IÍJ
M ; R 0,11 6 F ÆjRjfi
f\'T VKiA;V R'E\ Æ ,LjB !i \M
V fl! ] fi.F'S vtæ T i \D t !y
T 'T.R i \ M fi sJíj1
\qs K ó i S !ó L fí H u M í D
VlóiS A 6 T \ E R U M \ L U
fi \ & Sj\ M L L M
934
T I Ifl « N N - SUNVUDAGSBLAÐ