Tíminn Sunnudagsblað - 22.10.1967, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 22.10.1967, Blaðsíða 21
sem Duilearg-a freistaði laxiveiða fyr- ir fáum árum í einni diásam- legustu á, sem hann kvaðst hafa séð, en litið veitt sökum gróðurs, sem vatnið var fullt af. „Biddu bróður þínn að hafa minna af slýi í Laxá, þegar ég kem næst,“ sagði hann með sínu góðlát- lega brosi. Mér þótti vænt um að geta orðið vdð ósk h,ans um að skila kveðjun- um, og hef ég nú gert það alveg svikalaust. „Ef til vill hittumst við í Fær- eyjum næst,“ sagði hann, „ég get ekki komið til íslands þetta sumar- ið, en fer til Þórshafnar í Færeyj- um 2. ágúst og dvelst þar nokkurn tíma hjá vini minum, Christian Matras, prófessor til skrafs og ráða- gerða.“ Enn fannst mér hann eiga eitt- hvað ósagt, orð, sem hann gat ekki komið fyrir sig, en mundi, að þau voru ort af 19. aldar skáldi íslenzku. Htonum haíði einnig gleymzt nafn hans, en var Ijóst, að hann hafði venið ástmögur íslenzku þjóðarinn- ar. Ég þóttist skilja, að hann ætti við Jónas Hallgrímsson, nefndi það nafn og minntist á kvæðið hans „Ég bið að heilsa.“ Þá rankaði ís- landisvinurinn mikli við sér og mælti eí'ðastra orða, um l'eið og við kvödd- umst: „ „Ég bið að heilsa.“ “ Æskulýðurinn hafði löngum, síð- an lagt var af stað og lengur þó, alið draum þess efnis, að hann fengi að dansa með jafnöldrum sínum árskum síðasta kvöldið, áður en heim skyldi halda. En til þess að slíku yrði framgengt, varð að fá frestun hjá húsmóður Morehamp- ton-húss frá að koma heim kluikkan há'lf-ellefu, eins og reglurnar kröfð- uist, fram að miðnætti, en hún fékk orð íyrir að vera ströng og ósveigj- anleg, eins og áður var gefið í skyn. Var nú skorað á mig a® sækja um þessa frestun til hennar fyrir unga fölksins hönd. Varð ég að sjálfsögðu við þeirri ósk, gekk á vit gömlu konunnar og gerði mig svo mjúk málan sem mér var auðið. Öllum til fölskvalausrar gleði, hafði ég þær fréttir að færa, þegar ég kom af fundi húsmóðurinnar, að samningar hefðu tekizt með mér og henni á þá lund, að hún hefði fram- lengt útivistarleyfið til miðnættis, að vísu með ákveðnum skilmálum. meðal annars þeim, að drengirnir, sem henni þóttu tæpast nógu háttvís ir í klæðaburði og framkomu, skyldu hafa hálsbindi og búast svo vel sem kpstur væri á yfirleitt, enda sam þykkti hún skemmtistaðinn, sem fyrir valinu varð, og höfðu vagn stjórar vorir mælt með honum ein- diæigið. Fundust mér þetta ein gild- ustu rökin, sem ég hafði fram að Jakobína Sigurðardóttir. Ákvæðaskáldin tvö, færa, málaleitun minni til stuðnings. Var auðheyrt á öllum, að ég þótti hafa unnið mikinn sigur. Svo bjó þá unga fólkið sig á dans- leikinn með snyrtibrag. Ég sýndi því fram á, að það mætti nú ekki bregðast því trausti, sem til þess væri borið, þar eð það fengi að fara eftirlitslaust á dansleik í sjálfri Dyifdinnarborg. En ég bauð leiðtog um fararinnar með mér að sjá og hlusta á kvikmyndina Sönghljóm eða Trapps-fjölskylduna. Fjallar hún um frelsis'skerðingu Austurríki á valda- tímum nazista og lausn einnar fjöl- skyldu undan hernámsoki Hitlers og sigursæla framtíð í nýjum heimi með hjádp snilliigáfu hennar og vilja- styrks. Undrar mig sízt, að frelsis- unnandi fólk á írlandi metur þá mynd að verðleikum. Bar þeim, sem fóru með mér að sjá hana saman um, að þvilíka kvikmynd hefðu þau tæp- ast séð, enda lék Julie Andrews að- alhlutverkið með einstökum glæsi brag. Nú er að segja frá þvi, að uni anteikningarlaust allt unga fólkið kom heim af dansleiknum fyrir mið- nætti, eins og um var talað, og virt- ist það Vera mjög ánægt með hlut- skipti sitt. Allt var a tjá og tundri við far fuglaheimilið Morehampton-hús um og eftir dagmálin 31. maí 1967. Fólk- ið. sem nú hefur verið nokkuð sagt frá og þar hafði gist síðustu nótt- ina, sem það dvaldist á írlandi, var að búa sig af stað. Og sólbjarminn vafðist um það, föggur þess og farar- læki. Vagnarnír, sem það hafði ekið i viða um Suður- og Austur-írland og höfðu alltaf reynzt því svo vel, biðu fyrir utan dyrnar, og voru stjórn endur þeirra að raða dótinu inn í geymsluhólfin. En hvorki Jakob né Kristján Bersi Ólafsson. sem getur í greininni: Jón voru þar að verki, heldur allt aðrir bílstjórar, sem tóku við tösk- um og svefnpokum og settu hvað eina á sinn stað. Út á þessa menn var að vísu ekkert að setja, en með þeim og ferðamannahópnum úr Flensborg mundi aldrei neinn kunn- ingsskapur takast. Fyrst skyldu þeir aka fólkinu og farangri þess niður á Umferðamið- stöð (Bus Station) rétt hjá Tollhús- inu fagra (Custom House) rétt norð- an við Liffey ósa, en þar skyldi höfð bækistöð, unz ekið yrði með fólk og föggur á flugvöllinn upp úr hádeginu. Hópurinn tvístraðist, þegar stigið var út úr vögnunum. Sumir áttu víst enn eftir að verzla. Eitthvað var líka ótekið af nyndum. enda viðraði vel til slíks, því að sólskinið flæddi um götur, torg ug garða í stríðari straum / um en nokkurn annan dag. sem hóp- urinn dvaldist á írlandi. Sá, er oetta ritar, fór einn síus liðs um fornar slóðir. Mér varð fyrst reikað fram og aftur um 0‘Connells- stræti. Svo tók ég strikið norður stétt- ir þess, unz ég kom á Parnellstorg. Yfir það gek'k ég og að Borgarlista- safninu (Municipal Gallery of MoJ- ern Art), sem ég hafði oft skoðað fyrir 18 árum. Viðstöðulaust fór ég inn í það. En ekki varð ég alls kost- ar hrifinn af þeim breytingum, sem þar voru á orðnar; ýmis gamalkunn málverk, eins og myndin af Patreki helga, þar sem hann klífur tind síns ! guðdómlega fjalls, horfin, en komn- j ar abstrakt-myndir í staðinn. Sum i þau listaverk, eins og til dæmis Gam- | anmynd af nýtízkulífi, eftir einhvern Marino Andrew, þar sem öllu ægir ‘ saman í formlausum óskapnaði, geta að vísu haft nokkuð til síns ágætis. Og svo minnist ég þess, að þetta á að vera nýtízku listasafn („Gallery TlMlNN - SllMNUDAGSBLAt’ 933

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.