Tíminn Sunnudagsblað - 22.10.1967, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 22.10.1967, Blaðsíða 16
s® pað, að hún hefði borizt með íslendingi, sem kom frá Kvíbekk «ðari hluta sumars. í seinni tíð hefur þó verið talið sennilegra, að hún hafi borizt með Indiánum, enda varð hennar þar fyrst vart, er þeir voru tíðastir gestir. En úr 'því verður þó aldrei skoið til hlít- ar. Þótt sóttinni létti, var mönnum öllum tálmuð för suður á bóginn. Hermenn stóðu vörð við svokallað- an Netlulæk og hleyptu engum auður yfir, nema þeir biðu þar í fimmtán daga, lauguðu sig hátt og lágt í sótthreinsunarlegi og klædd- ust að þvf búnu nýjum fötum. Bréf öll voru líka vætt í karból- sýru, áður en þau fengu að fara suður yfir. Við þetta sat allan veturinn 1877 og langt fram á vor. Var þá mjög kreppt af íslendingum, sem sátu innilokaðir í sóttkvínni eins og dýr í búri, og höfðu ekki ann- að að lifa við en fisk, sem reyttist upp út vatninu, mjólkurdropa úr kúm sinum og vöru þá, sem þeim var send út á stjórnarlán, er mjög var af skornum skammti vegna torveldis þess, sem var á flutning- um öllum. Fannst þá mörgum sem þeir væru útskúfaðir og gleymdir umheiminum, og meira að segja dagatalinu hefðu margir týnt í þessari einangrun, ef ekki hefði verið í nýlendunni maður, Hall- dór Jónsson frá Litla-Bakka í Hró- arstungu, sem skrifaði almanök á bréfsnepía handa fólki, og hafði þó við annað að styðjast en kunn- áttu sína í fingrarími. Loks var kostur gefinn á því að létta verðinum, er komið var fram í júnímánuð. Voru þá kofar allir þvegnir innan úr kalkvatni og rúm fatnaður og ígangsklæði soðin, nema það, sem ekki þoldi vatn og suðu, er var svælt í brennisteins- reyk. Hurfu hermennirnir þó ekki af verðinum fyrr en seint i júlí- mánuði. Höfðu íslendinga þá ver ið í sóttkví i átta mánuði, en tíu mánuðir voru þá liðnir frá því sótt in kom fyrst upp og fjórir síðan hún fjaraði út. En ekki var fyrr búið að leysa upp bóluvörðinn en skarlatssótt kom upp, og enn dóu nokkur börn og eitthvað af fullorðnu fólki. Loks fóru mislingar eins og logi um akur sumarið og haustið 1878 og lögðust mjög þungt á suma. Um manndauða er ekki getið. Var heldur hljótt um fansótt þessa, því að þess gætti þá orðið mjög, að menn vildu hafa sem fæst orð um raunir þær, sem steðjuðu að Nýja- íslandi. VL Benedikt Arason frá Hamri komst svo að orði í bréfinu, sem hann skrifaði heim haustið 1876: „Veit ég ekki, hvað þeir menn hugsa, sem eggja menn vesturfar- ar, en verða svo fyrir óbænum þeirra sem þykjast ginntir.“ Af þessum orðum má ráða það, sem ekki kemur á óvart, að napurt hefur verið hugsað til þeirra, sem lofað höfðu fólki gulli og græn- um skógum handan hafsins, þeg- ar í ljós kom, að fyrsta uppsker- an varð ekki annað en kröm, sorg og dauði. Var þó bólan ekki tek- in að herja, þegar þessi orð voru skrifuð. í byrjun árs var hún enn í al- gleymingi. Þjáð fólk var í nálega hverjum kofa, en í skóginum um- hverfis hreysin á að gizika tvö hundruð grafir, þar sem margir áttu þorra barna sinna og margt fleira vandamanna sinna. Það virðist nær óskiljanlegt, að menn skyldu í þessum þrengingum hafa þrek og áræði til þess að gefa því gaum, hversu framtíðarmálum ný lendunnar yrði bezt skipað. En þó var þessu svo farið. Hinn fyrsta vetur íslendinga á Gimli, hungurveturinn mikla, hafði verið kosin bæjarnefnd til þess að fara með stjórn mála. Nú var hafizt handa um það að und- irbúa eins konar stjórnarlög, sem áttu að gilda um allt Nýja-ísland. Þegar dró að lokum janúarmán- aðar og bólan tók að sljákka, voru haldnir tveir fundir til þess að ræða þessi mál, á Gimli og við íslendingafljót, og á báðum kosnar nefndir til þess að gera drög að lögunum. Skömmu síðar voru hug myndir beggja nefndanna sam- ræmdar, Nýja-ísland skipti í fjög- ur byggðarlög og þeim kosin sveit arráð um miðjan febrúarmánuð. Ekki var fyrr búið að kjósa þessi sveitarráð eða byggðanefnd- ir, en þær komu allar saman á fund, þar sem myndað var ný- lenduráð, er allir byggðastjórarn- ir eða oddvitarnir áttu sæti í, auk formanns, sem kosinn var sérstak lega. Valdist Sigtryggur Jónasson í þá stöðu. Skyldi nýlenduráð þetta gera samþykktir, er vörð- uðu allar byggðirnar. Urðu þó samþykktir þess að hljóta viður- kenningu bænda, til þess að hafa lögmætan framgang. Samþykktir þær, sem nú voru gerðar, giltu samt einungis árið 1877, en síðan átti að semja ræki- leg lög, er gert var ráð fyrir að yrðu send Kanadaþingi í Ottawa til staðfestingar. Stjórnarlög þau, sem gilda skyldu til frambúðar, voru síðan samþykkt á fundi sextán sveitar- stjórnarmanna í Sandvík, er síðar varð kunn — og alræmd — með enska nafninu Sandy Bar, í árs- byrjun 1878. Voru þau í átján köfium, og var þar kveðið á um endanlega skiptingu Nýja-íslands í byggðarlög, almennan kosninga- rétt, starfsvið kjörinna embættis- manna, stofnun þingráðs og öll þau mál önnur, sem fundarmönn- um hugkvæmdist að skipa þyrfti í slíkum lögum. Ágreiningsmál öll skyldu lögð í gerðardóm, skipuð- um fjórum mönnum eftir tilnefn- ingu málsaðila og formanni þing- ráðs, svonefndum þingráðsstjóra, er raunar var eins konar forseti nýlendunnar, hinum fimmta. Hver byggð átti sameiginlega að leggja nokkuð að mörkum til vegagerð- ar, fátækrahjálpar og byggingar fundarhúsa, en stjórnarkostnað hverrar byggðar skyldi greiða úr sameiginlegum byggðasjóði, er nyti tuttugu og fimm senta í árs- tillag frá hverjum atkvæðisbær- um manni. Dánarbúum áttu byggðastjórar að skipta, og þeir áttu einnig að annast skráningu búnaðarskýrslna og vegaskýrslna, taka manntal og færa til bókar öll mannslát, barnsfæðingar og hjónavígslur, virða dánarbú og annast uppboð. Þingráðsstjórinn var meðalgöngumaður nýlendunn ar um öll samskipti við kanadísk yfirvöld. Við þessi lög bjuggu landnemarnir á Nýja-íslandi síðan í ellefu eða tólf ár, unz annað skipulag tók við. Svo er að sjáj að landnemarnir hafi hugsað sér að stofna þarna íslenzkt þjóðveldi, er hefði sín sérlög og allmikla heima'Stjórn, þótt horfast yrði í augu við það, að lúta hlaut það kanadískri yfir- stjórn. Sá draumur að mynda þannig íslenzkt samfélag, er yrði sem eyja í hafi annarra þjóðflokka gat þó ekki haft framgang nema skamma hríð. Þegar fram liðu stundir, var Nýja-fsland lagt und- ir Iögsögu Manitóbafylkis, og fólfc 928 f t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.