Tíminn Sunnudagsblað - 22.10.1967, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 22.10.1967, Blaðsíða 13
nefndist síðar íslendingafljót. Á þessum slóðum leizt þeim sem landkostir myndu allsæmilegir, engjadrög falleg og skógur álitleg- ur til húsagerðar. Ekki sáust þess nein merki, að plágan .mikla, engi- sprettan, hefði spillt þar gróðri. Aftur á móti var þeim tjáð, að fiskgengd myndi vera í vatninu, og má nærri geta, að hafizt hef- ur brún á Sigurði Kristóferssyni frá Neslöndum, sem kunni að meta þau gæði. Loks var á það að líta, að þarna var „mátulega af- skekkt“ til þess, að íslendingar gætu haldið siðum sínum og venj- um og umfflúið aðkast fólks af þjóðflokkum, sem taldi sig betur til manns komið en álappalega eyjarskeggja úr norðri. Þeir helg- uðu sér því í skyndi allvæna land- spildu, strandlengjuna frá mörk- um Manitóbafylkis og svo langt til norðurs sem góður göngumaður mátti komast á fæti á greiðfærri leið á íslandi á einu dægri. Fékkst á þvi staðfesting stjórnarvalda, að þarna skyldi íslendingum ein- um heimilt landnám. II. Fólk það, sem ætlað var heim- kynni á strönd Winnipegvatns, hafði hafzt við nokkur misseri í Ontario, pinkum í þorpi því, sem Kimmouth hét. Hafði það flest far- ið frá íslandi þjóðhátíðarárið 1874, lent í miklum hrakningum og bjó nú við illan kost í litlum og lé- legum bjálkakofum. Einn sendi- manna, Sigtryggur Jónasson frá Bakka í Öxnadal, sem raunar hafði átt talsverðan þátt í því, að þetta fóik settist upphaflega að í Ontario, hóf þegar að smala þeim saman, sem halda vildu lengra vestur á bóginn. Var hinum nýja boðskap hans tekið af miklum fögnuði, því að vistin í Kinmouth og þar um slóðir var ærið ill, og var sumum jafnvel svo brátt að komast brott, að þeir gengu frá fullsprottnum akurblettum, er þeir höfðu sáð, og þeir ríkismenn, sem eignazt höfðu kú, hikuðu ekki við að selja hana fyrir há'lft verð. Er talið, að það hafi verið áttatíu og fimm fjöl- skyldur, alls tæplega þrjú hundr- uð manns, sem hélt af stað frá Torontó 25. september um haust- ið. Þetta varð langt ferðalag og all- strembið, farkostir margir ógóðir og fólkinu tiðum búin vist með svinum, nautum og hænsnum. Yfir Huronvatn fór fólkið á gufu- skipinu Ontario, engri • lysti- snekkju, og hreppti á þeirri leið storm og krappar öldur. Var það í frásögur fært, að á skipi þessu voru hásetar í linnulausum fang- brögðum við sandtunnur tvær, sem þeir veltu í sífellu borðstokka á milli til þess að taka slagsíðu af kugginum. John Taylor, sem var mikill biblíutrúarmaður, var með í förinni. Brá hann sér í gervi patríarkans og talaði hughreystingarorð til lýðsins að dæmi Mósesar, enda lét hann þess getið í ræðu sinni, að hann tryði því, að guð hefði útvalið sig leiðtoga íslend- inga í förinni til hins óþekkta lands. Ritningargreinina, sem hann lagði út af, sótti hann líka í Mósebók: „Sjá, ég sendi engil á undan þér til að varðveita þig á ferðinni og leiða þig til þess stað- ar, sem ég hef fyrirbúið". Nokk- uð ber á milli um það, hvar Tay- lor karlinn haff flutt þessa predik- un sína, og segir í sumum heim- ildum, að það hafi verið í ostagerð- arhúsi í Dakóta. Svo stóð á, að þorpi einu við Rauðá, skammt sunnan við Grand Forks, var gufubátur einn firna- gamall, með aflhjóli miklu í stafni, og átti að fara til Winnipeg til niðurrifs. Hann var fenginn til þess að flytja íslendingana norð- ur þangað og flatbytnur tvær fest- ar á síður hans, svo að öllum yrði einhvers^staðar drepið niður. Áttu þá marglr svalar nætur undir be- um himni, því að hjólaskip þetta festist víða á grynningum og var marga daga á leiðinni til Winni- peg. Þangað náði það loks nokkru fyrir dægramótin 11 dag október- mánaðar. Sumt af þessu fólki hafði verið dável efnum búið, er það tók sig upp og fluttist brott af íslandi. Nú voru efnin mjög til þurrðar gengin. Þó áttu sumir litið af pen- ingum, og þar við bættist dálítil stjórnarhjálp, og hafði verið fyrir- hugað að kaupa kýr fyrir þá pen- inga. En nú fyrst vitnaðist, er til Winnipeg kom, að ekkert hafði verið heyjað í framtíðarlandinu um sumarið, þvert ofan í það, er menn væntu. Þurrabúðarvetur blasti við. Þó að illgerlegt væri að fá hús- næði í Winnipeg, varð þar eftir um fimmtíu manns eða ríflega það. Handbærum skildingum var varið til þess að kaupa eldstór og garn í net, verkfæri og iítið eitt af mat- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 925

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.