Tíminn Sunnudagsblað - 22.10.1967, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 22.10.1967, Blaðsíða 5
lum sig í trjáfcrónum framan við hiús- ið, áttu þar sýnilega hreiður. Jafn- vel þær virtust fagna gestunum, þótt röddin væri ófögur. Síðar fékfc ég að vita, að húsið hefði fyrrum verið prestsetur, en var nú sem endumýj- að í þágu ferðafólks. Viðstöðulaust gekk ég inn, því að dyr voru opnar, og hafði tal af um- sjónarmanni, prúðum dreng, á að gizka um fermingaraldur. Rvað hann allt til reiðu, enda varð sú raunin é, þegar flutt var inn dótið. Húsin voru tvö, annað minna á bak við, og fengu stúlkurnar það til umráða, en barliþjóðin prestseturshúsið gamla, bæði prýdd og fáguð. Meðan dagur var, fóru ungu menn- irnir í boltaleik, en meyjarnar horfðu á. Við Egill fórum í göngu- iferð eftir veginum og Jakoib með okkur, siífræðandi og skemmtinn að vanda, sem við hlýddum á fuglasöng- inn og renndum augum yfir þessa strjábýLu sveit. Frásögn Jafcobs bar með sér, að írskir bændur eigi við sömu vandamál að etja og stéttar- bræður þeirra hér: fólksflóttann úr sveitunum. Víða eru gömul hjón ein eftir á jörðinni, og þegar bezt lætur: einn sonur hjá þeim, oft fconulaus. Eftir heimkomuna af göngunni, horfðum við Egill um stund á bolta- leikinn. Þá höfðu bætzt nokkrir sveitapiltar úr nágrenninu við í hóp- inn, og virtust það vaskleikamenn. Sem allir höfðu fengið nóg af knatt- spyrnunni og matazt hafði verið, var setzt inn í dagstofuna, þar sem eldur brann á arni, og Flensborgarar tóku að syngja við undirleik Jóns Ragn- arssonar á gítar sinn. »En írsku sveitapiltarnir sátu frammi í eld'húsi, hversdagsbúnir og hlédrægnir í fasi, og þögðu, en opnar dyr voru á milli. Var skorað á þá að syngja írsk þjóð- lög. Tóku þeir því dræmt í fyrstu, en loks lét einn þeirra til leiðast, þrekinn piltur, sem hafði mikla og góða rödd og söng af tilfinningu. Honum var klappað óspart lof í lófa. Á eftir tókum við tal saman. Tal- aði hann sérkennilega mállýzku, sem kennd er við Kerry, kvaðst vera eauðfjárbóndi, einn síns liðs og eiga um tvö þúsund kindur, en enga bonu. Að enduðum söng var farið að dansa. í upphafi tóku gagnfræðing- ar einir þátt í dansinum. Fyrr en varði bauð einhver yngismær Jakobi bílstjóra vorum upp, önnur tók Egil sér við hönd og sú þriðja þann, er þetta ritar. Eitthvað a'F írsku pilt- unum kom einnig með, þó að ófram- færnir væru. Og dansinn dunaði, svo að ýmsum varð heitt í hamsi. I»ó að þröngt væri, skemmtu allir isár hið bezta við uvdirspil Jóns gít- -ttrleikara. Rvöldhúmið og glóðin af arninum gerðu allt svo ævintýralegt þarnia f fyrnvérandi dagstofu prest- setursins að Bonane, að ótnúlegt virtist. Þegar stúlfcurnar hugðust ganga til svefnhiúss, létu þær í ljós geig sinn við heimsóbn úr nágrenn- inu, því að hús þeirra var ólókað. Fékk umsjónarmaðurinn þeim þá lykil, svo að þær gætu læst að sér. Óttuðust þær þá ekki framar óveí- komna gesti og tóku á sig náðír. Síðan kom nóttin. Næsta morgun tók ég eftir því, að brotnað hafði rúða af boltans földum kvöldi'ð áður. Bað ég þá um- sjónarmanninn að meta verðgildi hennar, því að hún skyldi greidd, en hann gerði lítið úr skaðanum. Þar kom þó, að hann fékkst til að taka við tólf skildingum fyrir rúðuna, og skiptum við á milli okkar skaðabóta- greiðsl'unni, ég og einn gagnfræðing urinn, eftir efnahaf og ástæðum. Til Bonane kom fódtoið, sem gist hafði í Allihies, á umsömdum tíma. Lét margt af því mikið yfir för sinni, einkum sjóbaði nokkru sem það hefði noti'ð hjá því vestlæga andnesi, sem ekið var kringum. Bonanehóp- urinn brosti og minntist unaðar síns kvöldinu á undan: Hlýrra mundi þeim hafa verið um hjartað, sem þann flokk fylltu. Svo var lagt af stað áleiðis til Killarney, þar sem skyldi matazt. Ekið var til norðurs, og hallaði undan hjólum. Þótti frjó semi héraðsins og fegurð aukast mjög, eftir því sem norðar dró. Lá leiðin á kafla gegnum þjóðgarð ír- lands, fagurt og fjöibreytilegt, skógi vaxið svæði með vötnum á vinstri hönd. Sagðist Jabobi svo fró, að landsvæði þetta hefði komizt í hend ur írska ríkinu eins og hér segir: Ameríkumaður nofckur fluttist með sjúka dóttur sína til írlands, henni til heilsubótar, keypti mikla jarð- eign I Kerryfylki, sunnan við Kill anníey, og fór að búa þar. Dóttir hans giftist enskum manni, en fékk enga heilsubót og andaðist. Þá festi Ameríkumaðurinn ebki lengur yndi á Irlandi, en þar sem hann var ó- ánægður með tengdasoninn, vildi hann ebki láta jarðeignina ganga til hans, heldur gaf hana írska ríkinu, sem gerði úr henni þjóðgarð. Eftir dauða sinn var hann grafinn stand- andi í þjóðgarðinum, og stóð minn ismerki hatrs fagurmótað á hæð einni skammt frá veginum, sem ekið var eftir. Bærinn Killarney stendur við stórt vatn, Lough Leane (Neðravatn), með tígulegum fjöllum umhverfis, bakkar vatnsins, hæðir og fjöll vafin blóm um og trjágróðri. Áður en bænium var heilsað, tóku vagnstjórarnir fólk- inu vara fyrir einu: Á þessum stað, sem er mjög fjölsóttur af ferða mönnum, skyildi ekki verzílað, því að þar værd allt selt með oburverði. Sýnir þetta meðal annars hugsunar- semi og rá'ðhjolkistu þessara forsjár manna vor allra í hópnurn. Þegar setzt hafði verið að hádegis verði á aðalhóteiinu í Kiliarney, komu tveir af gagnfræðingunium, Elías Jónasson og Gunnlaugur Sveins son, öllum viðstöddum á óvart með því að flytja minni afmælisbarna yfir borðum, og fórst þeim það eink- ar vel. Gist skyldi á farfuiglaheim- ilinu við Killarney tvær næstkom andi nætur. En þar eð sól var enn hátt á lofti, þegar lobið var máltíð, ákváðu leiðbeinendur í samráði við vagnstjóra að taka langan útúrdúr norður að Dingleflóa og /estur meö honum að sunnan. Áður en setzt var upp í vagnana á nýjan leik, barst í tal milli Jóns bílstjóra og þess, er þetta ritar, bærinm Tralee nokkru norðar og írskt þjóðlag, Rósin í Tralee, sem ég hafði heyrt fyrir 18 árum á írlandi og mér þótti mjög fallegt. Bauðst Jón til að syngja það fyrir mig, ef ég vildi setjast upp í sinn vagn. Leiddi þetta til þess; að ég fékk að hafa sætaskipti við Árna Einarsson og naut þeirrar ánægju að sitja við hlið frúar hans, Jakolbínu, það sem eftir var dags, auk þess sem ég hlýddi á Jón syngia mitt eftir- lætislag á leiðinni norður að Dingle flóa, hafði sem sagt, eina rós með við vinstri hönd, en heyrði lofgjörð um aðra í fögrum óði og söng. Ðkið var alla leið til bæjarins Cah irciveen, vestasta staðar sem heim- sóttur var í ferðinni, og tafðiist hóp urinn þar góða stund, því að þarf ir fólksins og áhugamál voru ýmiss konar. Svo að dæmi séu nefnd, kcyí>ti sumt eitthvað smávegis til minja, annað fékk sér lítinn svaia- drykk í sólarhitanum eftir langan akstur, örfáir, og var sá, er þetta ritar, meðal þeirra, skoðuðu fagra kirkju í nýjum stíl, sem helguð er minningu Daníels 0‘Connels, hinnar miklu frelsishetju íra og. stendur í bænum, en skammt frá honum eru rústir fæðingarheimilis 0‘Connels, og var ekið fram hjá þeim, en þar heit ir að Carhan, sem hann fæddist. Heldur fannst mér gróðurlítið og jafnvel hrjóstrugt i vestanverðu Suð- ur-iKerry, eða nánar til tekið á norð- urströnd Iveraghskaga og í nánd við hana. Alit öðru máli gegnir um suðausturhluta héraðsins, kringum Killarney og umhverfis vötnin, þar sem allt er vafið trjágróðri og biótn um í skjóli fjallafaðms á alila vegu. GóðLátleg, roskin hjón veittu öll- um hlýjar viðtökur á fanfugiaiheim ilinu við Killarney, þegar lokið var leiðangrinum um vestanvert Kerry laugardagskvöldið 27. maí. Aðsetrið SÍÐARI HLUTI TÍMINN - SUNNUDAGSBLAi) 917

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.