Tíminn Sunnudagsblað - 22.10.1967, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 22.10.1967, Blaðsíða 15
með honum voru við kofabygging- una, til gistingar í skálanum. Sögðu þá drengir, sem verið höfðu að leik við íslendingafljót, að þeir hefðu séð Indíána á bátum með byssur, sem þeir skutu úr upp í loftið. Litlu síðar komu Indíánarn- ir. Gengu þeir snúðugt í skálann óboðnir með byssur sínar í hönd- um og settust þegjandi í hálf- hring innan við dyrnar. Þannig sátu flokkarnir lengi, án þess að nokkur mælti orð frá vörum, og horfðust í augu. Var þó skelkur allmikill í íslendingum, og leituðu fast á þá sögur þær, sem þeir höfðu heyrt um grimmd Indíána, er þeim fannst sér troðið um tær. Þegar rökkva tók, kom Indíáni sá, sem við fljótið bjó, með túlk, og tjáði hann Ólafi, að hann teldi sig yfirgangi beittan, þar eð ís- lendingar ættu ekki rétt til neinna landa norðan fljóts. Hafði Ólafur ekki nein gögn, er heimiluðu hon- um landið. Þó var gerð sé sætt, að embættismenn stjórnarinnar skæru úr deilunni. Varð það úr- skurður þeirra, að íslending- um væri heimilt landnám, norðan fljóts. Létu Indíánar þá undan síga, enda langtamdir við það, að þrengt væri að þeim. IV. Ðkki hefði sýnzt óeðlilegt, þótt íslendingar hefðu verið varaðir við því að flykkjast til Nýja -íslands, eftir þær hörmungar, er gengið höfðu yfir fyrsta hópinn veturinn 1875—1876. En því var ekki að heilsa. Vesturfararagentarnir, sem fengu laun fyrir hvert höfuð, er þeir gátu skilað vestur yfir hafið, héldu áfram iðju sinni eins og efck- ert hefði í skorizt, og mikill fjöldi fólks gekkst upp við skrum þeirra og gylliboð og réðst til far- ar. Einn þeirra, sem gekk hvað vasklegast fram, var Sigtryggur Jónsson, frumkvöðull landnámsins á Nýja -íslandi. Nær átta hundruð manns steig á skipsfjöl á Norður- landi við leiðsögn hans. Kom meg- inhluti þessa mikla hóps til Nýja- íslands síðari hluta ágústmánaðar eftir sjö vikna útivist. Litlu síðar komu nokkur hundruð manna, sem stigið höfðu á skipsfjöl á Austurlandi og loks strjálingur af sunnlenzku fólki. Þeim, sem komið höfðu árið áð- ur, hafði ekki búnazt vel um sum- arið. Flugnavargurinn í skóginum ætlaði að trylla nautgripi þeirra, svo að kýrnar urðu gagnslitla, og sumar hlupust jafnvel á brott og fundust ekki aftur fyrr en komið var haust. Heyskapurinn hafði gengið mjög báglega vegna þrá- látra rigninga og garðrækt heppn- aðist laklega sökum vankunnáttu. Enn verr tókst þó kornræktin hjá þeim, er hana reyndu, því að til hennar kunnu íslendingar ekkert. En raunar hafði ekki miklu hveiti- korni verið spillt með því að sá því, þar eð margir höfðu í neyð sinni malað sáðkornið í kaffikvörn- um um veturinn og vorið og etið það. Þegar nóparnir þrír, sem bætt- ust við sumarið 1876, voru komn ir til Nýja-íslands, var mannfjöld- inn orðinn talsvert á annað þús- und, enda þótt margir þeirra, er komu haustið áður, hefðu leitað sér lífsviðurværis annars staðar. Fólkið, sem kom þetta sumar, var margt fársjúkt, er það náði á leið- arenda. Einkum voru Norðlending- ar illa haldnir, enda höfðu ellefu dáið úr þeirra hópi, áður en hann komst til Winnipeg, og tuttugasta manneskjan lézt litlu eftir að stig- ið var á land á Gimli. Þeir, sem fyrir voru, áttu nóg með sig og gátu lítið liðsinnt komufólkinu, er varð að tjalda yfir sig rúmfatn- aði á vatnsbakkanum og láta þar fyrirberast fyst í stað. Manndauð- inn hélt áfram, og börnin hrundu bókstaflega niður. í bréfi, sem Benedikt Arason frá Hamri í Lax- árdal skrifaði heim um haustið og birtist í Norðanfara, eru þau vá- legu tíðindi sögð, að um eða yfir sextíu af þeim, sem lögðu af stað til Nýja-íslands um sumarið, séu látnir. Ofan á annað bættust slys, sem ollu manntjóni. Einn drukkn- aði í Rauðá, annar í Winnipeg- vatni og hinn þriðji neytti eitraðr- ar rótar, er hann fann í skógin- um, og varð það hans bani. Hinn næsta vetur, sem lagðist snemma að, jafnvel á islenzkan mælikvarða, varð kona úti og tvo menn kól til örkumla í stórhríð á Winnipeg- vatni. Þrátt fyrir öll vandkvæði reyndi þorri manna að byrja eitthvert hokur eins fljótt og unnt var. Til þess nutu þeir nokkurs styrks frá stjórnarvöldum — fengu stjórnar- kú, sem kölluð var, og lán fékkst, sem skipt var milli manna, tií matarkaupa og áhalda. V. ^ Það má virðast ærið, sem yfir þetta langhrakta fólk hafði þegar gengið. Þó voru eftir hrinur, sem gengu nærri mörgum. í septembermánuði haustið 1876 kom upp sótt meðal íslendinga, sem tekið höfðu sér bólfestu norð- ur í auðninni við íslendingafljót. Breiddist hún lítið út í fyrstu og var ekki mikill gaumur gefinn, svo vant sem fólkið var orðið sjúkleika og manndauða. Liðu svo nokkrar vikur, unz sóttin magnaðist allt í einu mjög og barst óðfluga um nálega alla nýlenduna. Kom þá upp úr kafinu, að þetta var bólu- sótt. íslendingum brá í brún, því að þeir voru minnugir þess, hvílík- ur vágestur miklabóla varð á ís- landi í byrjun átjándu aldar. Undir lok nóvembermánaðar setti landstjórinn í Manitóba bólu- vörð milli Nýja-íslands og fylkis síns og bannaði allar samgöngur. íslendingar, sem nú voru komn- ir í sóttkví í allslausri nýlendu sinni, reyndu að einangra sig hver í sínum kofa i von um að fá þann- Ig varizt vágestinum. Læknar komu ekki á. vettvang fyrr en í desembermánuði, enda varðaði það kannski ekki miklu, því að þeir fengu lítið að gert. Þó var vöru- húá, sem landstjórnin hafði látið reisa á Gimli, breytt í skyndi í sjúkrahús, og fengu þeir sjúkling- ar, sem þangað komust, allmiklu betri aðhlynningu en aðrir, er hírð ust í kuldanum í kofum sínum. Brátt hófst manndauði af völd- um bólunnar meðal íslendinga. Varð hún, áður en lauk, hundrað og tveim mönnum að bana, eink- um börnum og unglingum. Var þá svo nærri gengið ungviðinu, að fátt ungmenna stóð orðið eftir uppi, er veikinni létti. Fjöldamarg- ir, sem skrimtu af, báru þess síð- an sýnilegar og varanlegar menj- ar í andliti, hvað til tíðinda hefði orðið. Þó var sóttin ekki grimm- ari en svo, að tveir af hverjum þrem tóku hana ekki. Meðal Indíána olli bólusótt- in miklu meiri usla, og er í frá- sögur fært, að íslendingar, sem fóru um veturinn á ísum austur yfir Winnipegvatn, komu að Indí- ánaþorpi, þar sem tvö hundruð lik lágu í kofum og tjöldum, en ekki einasti maður sást á lífi. Aldrei vissu menn til hlítar, hvernig bólusóttin barst til Nýja- íslands. Þó vom á kreiki sagnir T I M I N N - SUNNUDAGSBLAB 927

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.