Tíminn Sunnudagsblað - 24.12.1967, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 24.12.1967, Blaðsíða 6
dóttir, þá til heimilis í Flatey á Mýruni drukknaði. Á þessari öld hei'ur orðið eir.t dauðaslys af völdum Jökulsár. Var það 7. september 1927, er Jón Pálsson frá Svínafelli fórst (Sjá Söguþætti landpóstanna I bindi bls. 166—172) U. Árið 1878 var Jökulsá ekki reið, þegar Öræfingar komu úr lestar- ferð af Papaós, en jökullinn sæmi- legur fyrir gangandi menn. Flutn- ingurinn var því allur borinn yfir jökulinn, og var jökulvegurinn tal- inn 200 faðma langur, en hestarn- ir sundlagðir. Það mun hafa verið í þetta skipti, sem svo hagaði til, að eyri var í miðrf ánni, er hestarnir námu staðar á, og þótti um tíma tví- sýnt, hvernig með þá mundi fara. Þorsteinn Pálsson í Hnappavalla hjáleigu átti gráan hest, sem hann hafði.litlar mætur á, því að hest- urinn var heldur latur og oftast seinastur, ef hross voru rekin í hóp, og svo var í þetta skipti, að klárinn var langseinastur að leggja í ána, og hinir hestarnir all- ir stanzaðir á eyrinni, þegar hann náði landi þar. Gráni fór sér rólega að vanda, en hann hélt þó óhikað áfram út í hinn álinn, og hinir fóru þá á eft- ir honum. Þorsteinn hafði meiri mætur á Grána eftir þetta.Ekki er að efa, að þeir, sem þarna voru staddir, en það voru flestir eða allir bænd- ur í Öræfum, hafa borið saman ráð sín um úrbætur á þessari erf- iðu leið. Þá bjó á Kvískerjum Sig- urður Ingimundarson, sýslufund- armaður og síðar hreppstjóri, allra manna útsjónarsamastur og vel kunnugur jöklinum. Munu menn hafa treyst honum til að finna einhver úrræði. Árið 1879 var áin einnig óreið, þegar komið var úr lestaferð, en þá valdi Sigurður og lagði veg yf- ir jökulinn, og gekk vel að fara þá leið með lestina. Sigurður mun þá þegar hafa út- búið haka til að laga jökulinn, en höggva varð tröppur, þar sem bratt var, hvort sem farið var upp eða niður eða sniðgötur, þar sem farið var utan í halla. Ekki veit ég hvort hann hefur þá þegar út- búið smáfleka sem brýr yfir sprungur, en vist er, að hann gerði það fljóflega. Á næstu árum fókk Sigurður einhvern styrk til að halda við færri leið yfir jökulinn, og var þar síðan í raun og verox þjóðveg- ur til ársins 1942 (þá ekki farinn það ár), nálægt sextíu ár. Sigurður fann upp stikur til að merkja jökulveginn. Voru þær gerðar úr þrem spýtum, og þann- ig saman settar, að þær voru á- berandi, hvernig sem þær ultu. Árið 1883 fluttu Sigurður að Fagurhólsmýri og varð þá óhæg- ara um vik fyrir hann að annast viðthald jökulvegarins. Var það því litlu seinna falið EyjóKi Runólfs- syni, hreppstjóra á Reynivöllum, sem sá um það nokkuð fram yfir aldamótin 1900, að ég ætla til 1905, er Björn Pálsson, bóndi á Kvískerjum, tók við því, en hann hafði þann starfa á hendi meðan jökullinn var farinn. Ferðamenn, sem að vestan komu, meðan Eyjólfur hafði eftir- lit vegarins, fengu jafnan fylgd frá Kvískerjum, og eins var um þá sem að austan komu, þegar jökulsins var gætt frá Kvískerjum, að þeir fengu fylgd frá Reynivöll- um, enda var ekki hægt að koma boðum yfir sandinn, um að menn væru á ferð, fyrr en síminn kom 1929. En eftir það fór Björn oft- ast á móti ferðamönnum, og áður fór hann raunar oft á móti pósti, því að hann hafði fasta áætlun og kom oftast stundvíslega. Ekki veit ég til, að þjúðvegur hafi legið yfir skriðjökul nema beggja, megin við Öræfin, enda var fátt líkt með þeim vegi og öðrum vegum. Hann var sífelldum breytingum undirorpinn, og þurfti að iaga hann meira og minna í hverri ferð, ýmist með því að höggva tröppur, þar sém farið var upp eða niður hæðir, eða sniðgöt- ur, þar sem þurfti að fara á ská í brekku. Stundum var þó hægt að láta slíkar sniðgötur haldast all- lengi, með því að bera sand í þær, því að hann hlífði jöklinum við bráðnun og myndaði þvi þrep. Oftast varð að finna nýja leið á hverju vori, og oft að færa kafla af veginum þar fyrir utan. Björn reyndi sprengiefni við að laga jök- ulinn, en það gafist ekki vel, og var hakinn þvf eina tækið, sem að gagni kom. Oft varð að fara yfir grjótrönd- ina, sem kemur frá Esjufjöllum (EsjufjaUaröndina, venjulega að- eins talað um Röndina), en Jökulsá kom oftast úr jöklinum skammt austan við hana. Hún var að vísu oftast lítið sprungin, en verri veg- ur mun þó tæplega hafa veri'ð farinn. Þorleifur í Hólum lýsir einni slíkri ferð í ævisögu sinni, og er einn kafli hennar svohljóðandi: „. . . Mjakaðist lestin áfram, hægt og hægt, í ótal krókum, bugð um og beygjum. Þegar lengra kom upp í Röndina, versnaði færið um allan helming, stórgrýttar urðar- skriður, sem ultu og brunuðu undan umferðinni, og á milli voru allháar jökulstrýtur. En í lægðum hingað og þangað glitti í kolmó- rauðar tjarnir og grænglóandi pytti, sem sumir voru víst æði- djúpir. Vegurinn, ef veg skyldi kalla, lá ýmist upp bratta jökul- hálsa, eða ofan í alldjúpar lautir, og alls staðar stórsteinóttur aur, sandur og leðja, svo að lítt sá f ísinn undir. Verstur var hliðarhall inn, því þar brunaði grjótskriðan undan hesta og mannafótum. Einu sinni var það, að hesturinn, sem ég teymdi, snöggstanzaði. Leit ég við undir eins og sá þá, að Rauðskjóna mín, þessi fyrirtaks lipurtá, lá á hliðinni, bundin aft- an og framan. Ég var fljótur að losa hana úr trossunni, og tókst henni þá að fóta sig. Þetta kom oftar fyrir, að grjótskriðan brun- aði og hrossin með. þar til þau fóru á hliðina. . . I þessu hrylli- lega landslagi sást lítið frá sér, hvorki fjöll né önnur kennileiti, aðeins upp í himininn11. Stundum tók langan tíma að komast yfir jökulinn og er í frá- sögur fært, að kaupstaðarlest var einu sinni fjórtán klukkutíma að brjótast yfir hann, enda þurfti þá oft að taka ofan og bera klyf'in. Þetta mun hafa verið árið 1887, og er raunar haft eftir manni, sem með var í þeirri ferð (þá um ferm- ingu), að þeir hefðu verið átján tíma, en það mun vera misminni, því að engar sagnir eru um það í öræfum að ferð hafi tekið svo langan tíma. En dagleiðin hefur verið um átján klukkustundir. En jökullinn gat verið viðsjóll, þótt hann væri talinn góður og væri raunar liættulaus gætnum og vönum mönnum. Því til sönn- unar má geta þess, að aftasti hest- urinn í iest, sem fór yfir jökulinn árið 1901, lenti með afturfætur nið ur i mjög djúpa holu, sem farið var fram hjá, og hvarf þar niður. 1134 t I M » IM N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.