Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 24.12.1967, Qupperneq 14

Tíminn Sunnudagsblað - 24.12.1967, Qupperneq 14
skotinn í henni og hún er hérna í næsta herbergi ennþá. Við hötf- um búið saman í fimmtíu og sjö ár. Þegar við héldum gul'brúð- kaup, sendi ég bíl austur í Laug- ardal eftir beztu kunningjunum. Ég hef verið kallaður sparsamur um ævina, en þennan dag varp- aði ég öllum slíkum hugsunum til hliðar. Ætlarðu ekki að tala lí.ka við hana? Hvernig er þetta eigin- lega með ykkur kvenfólkið? Þið eruð að heimta kvenréttindi, en svo takið þið ekkert mark hver á annarri! Bjartleit kona með grátt, hrokk- ið hár, hleypur inn í stofuna. Hún er sjötíu og fimm ára gömul. — Stefán frændi minn á Reykj um var fjarska mælskur og ræð- inn, segir þún. — Indriði var fyrsti heimilismaður, sem ég hafði vitað til, að gæti talað enn meira. Þá fór ég að taka eftir honum. — Hvernig stóð á því, að þið byrjuðuð búskap í helli? — Við vorum fátæk, en lang- aði til að eiga með ökkur sjálf, segir Indriði. — Það var ekiki úr mörgu að velja. Fólk skilur ekki umkomuleysið í gamla daga. Mér fannst óráðlegt að flytja í herbergi í Reykjavík, og treysta á daglauna- vinnu. Laugardal þótti mér vænt um, og engjarnar við þennan helli gátum við fengið með góðum kjör- um. Ég var tuttugu og fjögurra ára, en konan mín sautján. Kann- ske hefur hún ekki verið eins áköf að fara þangað eins og ég, ég segi það ekki. — Maður gerir margt, þegar maður er ungur, sem maður kveinkar sér við fullorðinn, segir Guðrún glaðlega. — Og við höfð- um það hreint ekki slæmt. Meira að segja teppi á gólfinu. Ofn til að elda á og alltaf heitt. Einu óþæg- indin voru vatnsleysið, og líka vildi slaga. — Ég hafði mokað úr hellin- um og þiljað herbergi í hellis- kjaftinum.'segir Indriði. — Mér finnst eftir á, að okkur hafi i rauninni ekki liðið betur annars staðar. Þarna í kring er svo ljóm- andi fallegt. — Já, þetta var svo sem indæ’t. segir Guðrún. — Tíðin var svo góð. Og mikið af berjum. Við höfðum þama tjald og ég seldi veitingar, 10 aura molakaffið eða mjólkurglasið, 25 aura með brauði. Það fannst mörgum gaman að ríða frá Þingvöllum og skoða hell- in.n. — Leiðin upp að Geysi liggur þarna framhjá, segir Indriði. — Tjaldið stóð allt sumarið á flöt- inni neðan við hellinn. Þetta var samskonar og norsku símamenn- irnir notuðu, með tvennum dyr- um og gluggum. Ég fékk það ó- dýrt hjá Jóni Þorlákssyni lands- verkfræðingi, sem jafnframt var skólastjóri Iðnskólans og þekkti ég hann þaðan. Þorsteinn Erlings- son kenndi einnig við Iðnskólann. Hann kom ríðandi með tveimur skólastrákum og konu sinni. Ég man að hann sagði, þegar þeir voru að lyfta henni í söðulinn: — Verið ekki allt of góðir við hana Guðrúnu mína, piltar! — Já, það komu margir gest- ir. Copeland, kaupmaður í Reykja- vík, sagði, að sér fyndist ein- kennilegt, að sjá hálfútsprungna rós hátt upp til fjalla með ein- um manni í helli! Hann sagðist hefði viljað byrja búskap svona með konunni sinni. Einn hrepp- stjóri, Björn á Brekku, lenti hjá okkur í stórhríð um vetur og fannst hann ætti okkur líf sitt að launa. Hann var með tveimur ung- mennum, pilti og stúlku. Þau gerðu tilraun til að brjótast burtu um morguninn, en urðu að hörfa til baka og voru þau þá með klakagrímur fyrir andlitinu, að- eins op fyrir munninn. Ég hef aldrei séð annað eins. — Urðuð þið aldrei vör við draugagang í hellinum? — Nei, aldrei nokkurn tíma. En það er draugur hérna í Þing- holtsstrætinu! Við heyrum oft þungan, djúpan andardrátt hérna í stofunni, sem ómögulegt er að útskýra. Við höldum það sé Metú- salem Jóhannsson, sem byggði húsið og bjó í þvi. Hann má gjarna sofa hér í horninu, bless- aður. ,. — Ég hefði ekki trúað því, heldur Indriði áfram, — þeg- ar við fluttum með okkar fátæk- legu föggur í helinn, að um sex- tugt mundi ég eiga þrjár húseign- ir í Reykjavik. Ég hafði selt allt, sem ég gat við mig losað, frakka með flauelskraga, efni í ágætt rósavesti, meira að segja slipsi, til þess að geta keypt bústofn. Auk þess átti ég mitt árskaup ó- skert, þrjú hundruð krónur. En margs var að gæta, því margs þurfti með. Fyrir hundrað krón- ur fékk ég kú. Af landssjóði keypti ég gamlan vagn og tjal#ð, af lausakonu eldhúsáhöld, af AmeP- íkuifara tuttugu og átta ær. Þar var ég heldur óheppinn, því hanti hafði orðið uppiskroppa með fóð- ur. Ærnar voru horaðar og ég missti mörg lambanna. Þetta lánaðist samt einhvern veginn. Og veiztu bara hvað? Um vorið sé ég mann koma gangandi austan velli. Þetta er þá sjómað- ur, kallaður Filipus sterki, og hafði verið í sjóróðrum í Þorlálks- höfn um veturinn. Þar hafði hann samið um að fá Minna-Mosfel til ábúðar næsta árið, því hann vant- aði jarðnæði, en þegar hann kem- ur heim til sín á Stokkseyri og segir konunHi-tíðindin, þá er hún búin að leigja aðra jörð þar í grennd. Pusi býður mér nú að fara að Minna-Mosfelli. Ég þorði ekki að neita, því mér fannst þetta vera sending frá æðri mátt- arvöldum. Enda fann ég æ betur síðar, að svo var, því vegurinn brgyttist og Laugardalsvellir voru ekki í þjóðbraut um langt árabil. Og við fluttumst úr hellinum. Eigandi Minna-Mosfells var víst undrandi, þegar hann sá, hvað við vorum árrisul og kappsöm við bú- skapinn, og- hann sagðj við mig: — Þú verður ríkur. Ég varð alveg steinhissa, því mér datt ekki í hug, að það væri neitt varið í mig. Og ég var alls ekki að hugsa um að verða rík- ur. En ég hafði, með orðum Stef- áns G„ „álpast inn í landið, ekki í sök við hjónabandið11, var al- inrf upp sem gustukabarn, og gat ekki sótt neitt til annarra. Ég varð að treysta á það, sem ég gæti aflað sjálfur. Frá fyrstu tíð hélt ég nákvæma búreikninga. Eg gerði áætlun tun öll gjöld og tekjur hetmilisins. Skrifaði nákvæmlega niður hvað við þyrftum til fæðis og klæðis, og hve miklu mætti eyða til hvað- eina í búinu. — Hann geymir gamlar kvitt- anir frá aldamótum, held ég, seg- ir Guðrún skellihlæjandi. — Nei, ég á ekki nema frá 1910, þegar við byrjuðum að búa. Hún er svo kát og létt, hálf- áttræð, að ég spyr, hvort hún kunni einhver sérstök ráð við ellinni. — Nei, nei, bara vinna og vinna, segir hún, en viðurkennir þó, að hún hafi stundað leikfimi hjá Valdimar og Magnúsi eftir útvarp- 1142 T f M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.