Tíminn Sunnudagsblað - 24.12.1967, Page 15

Tíminn Sunnudagsblað - 24.12.1967, Page 15
IndriSi og Guðrún með dóttur sína í lystikerru við Sundhöll Reykjavíkur, skömmu fyrir 1930. Lystikerran kom að margvíslegu gagni. í henni var ýmist ekið mjólk eða útlendum ferðamönnum eftir ástæðum. Á fridögum skrapp fjölskyldan í henni upp að Rauðavatni sér til skemmtunar. inu allt fyrra ár. — En þegar ég var barn, langaði mig lifandis ósköp í Miðbæjarskólann til að læra leikfimi hjá Ingibjörgu Brands. En skólaskylda var enn ekki lögboðin og ég var snemma látin fara að vinna og gat ekki far- ið í skóla. Ég var tíu ára gömul, þegar ég keypti mér fyrstu munnhörp- una í Breiðfjörðsbúð, hjá mann- inum minum tilvonandi. Síðan hef ég oftast átt munnhörpu. Þótt lítilfjörlegt hljóðfæri sé, er það betra en ekki neitt. Ég hof alltaf haft gaman af söng og tónlist, en það voru ekki aðstæður til að læra neitt. Sumarbústaður Indriða og Guðrúnar i Laugardal. Þá óskaði ég mér þess, að öll börn gætu fengið að læra það, sem þau hefðu hæfileika til. Nú liggur mér við að gráta, þeg- ar ég, eins og kemur fyrir, mæti unglingum, sem hafa tækifæri til að gera hvað sem hugurinn girn- ist, svo dauðadrukknum, að þeir geta varla staðið á fótunum. Fólk- inu hérna liði alveg dásamlega, ef það bara kynni að stjórna sér. Það hefur svo margt, sem við fór- um á mis við, og því þyrfti aldrei nokkurn tíma að leiðast, ef það bara hefði réttan og góðan hugs- unanhátt. Vinnan þrogkar mann- inn. — Við skiptum einum fjórum sinnum um jarðnæði, segir Indr- iði og alltaf fannst mér ég fyllast nýjum áhuga í hvert sinn. Og allt- af fannst mér ég vera að græða! Ætli ég sé ekki eini bóndinn á landinu, sem finnst hann hafa alltaf verið að græða? — Veturinn 1919-1920 dvöldum við í Reykjavík. Þá sáum við alla sjónleiiki, sem sýnd voru. Ó, hún var dásamleg hún Stefanía Guð- mundsdóttir! segir Guðrún. — Loks fengum við okkur jörð í Reykjavík, Eskihlíð C, segir Indr- iði. En vöxtur bæjarins flæmdi okkur þaðan og þá komum við hingað í Þingiholtsstræti 15 og [höfum verið hér í 26 ár. Ég á hér tvær húseignir, að vísu ekki ný hús. Verzlun opnaði ég, og stóð í búðinni sjálfur. Það var ekki íaust við', mð nágrannakaup- mennirnir brostu að sveitakallin- um, sem allt í einu var orðinn innanbúðarmaður, en þeir hættu fljótt að hlæja. Indriðabúð gekk prýðilega, unz ég fékk slæma lær- taugargigt, og þoldi ekki lengur að standa við afgreiðslu. Síðan hef ég leigt húsnæðið. Ég á 26. hlutabréfið í Loftleið- um, og ég hefði haft gaman af að segja þér, hvað ég á í banka- bók, bara til þess að þú gætir borið það saman við eignir okkar, þegar við komum í hellinn. — Hundrað þúsund? Indriði er dálítið drjúgur, en vill ekkert láta uppi. — Okkur hefur gengið vel, en það er svo sem ekki mikið ríki- dæmi á nútíma vísu, allra sízt á reykvísku. — Við höfum alls staðar reynt að laga til í kringum okkur, þar sem við höfum komið, segir hús- freyjan. Hún sýnir mér út um gluggann fullvaxið reynitré, sem hún hefur plantað fingurháu. — Hefði ég bara ekki verið svo óheppinn að detta í fyrri viku í hálku á Amtmannsstígnum og handleggsbrotna, segir Indriði. En það var lí.ka bending frá guði. Hann stjórnar öllum mínum gerð- um. Ég ætlaði nefnilega að fara að óhlýðnast honum Kristjáni Sveinssyni, og fá mér veikari gler- augu. Hann sagði, að ég mundi venjast þessum, en ég var öþolin- móður. Nú veit ég, að ég átti að hafa sterku gleraugun, segir Indr- iði brosandi. — Ég hef ævinlega beðið guð fyrir mér og öðrum, segir Guð- rún hýrlega. — Og ég elska allt, sem er gott og fagurt. TtMINN - SUNNUDAGSBLAi) 1143

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.