Tíminn Sunnudagsblað - 24.12.1967, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 24.12.1967, Blaðsíða 20
„ekki skil ég í þvi, að ég eða þorp- ið hafi breytzt við þessa suðurferð hennar.“ „Nei, það segirðu þó hverju orði sannara,“ svaraði Sigriður ,þú og þorpið eruð alltaf sjálfum ykk ur lík, en Stinu hentar bara akki það sama og þegar hún var smá- barn og þurfti þinnar umhyggju við og hafði ekkert séð nema þessa húskofa hérna, fjörðinn og fjöllin Nú er hún búin að kynnast fleira og löngu orðin fullþroskuð stúlka, sem ætti meira að segja að vera gift og búin að eignast nokkra króga til að annast!“ „Gift! ekki tíSma það þó, petta barn!“ Árnýju ofbauð nú alveg. Sigríður hló. „Ja, sér er nú hvert barnið’ Ætli þessu sé ekki h'ildur þannig varið, að stúlkan hafi hitt pilt í suðurferðinni, sem hún hafi orðið skotin í Hér kynnist nún aldrei neinum — þú sérð um það!" Árný hafði nú fengið nóg af hreinskilni vinkonunnar og hypj- aði sig heim. £n eft-ir þetta gaf hún dóttur sinni enn nánari gæt- ur en áður. Og brátt þóttist hún viss um það. að ekkúværi allt með felldu um hennar hag, þótt viðmót stúlkunnar væri nú að vísu fallið i fyrri skorður. að heita mátti. Þetta var annað — og alvarlegra. Áhyggjur Árnýjar jukust með hverri viku, sem leið, og það var hún orðin viss um. að annað hvort væri telpan veik eða — eða hún hefði kynnzt pilti — eins og Sig- riður hafði verið að fleipra með — og það helzt til náið. Hún reyndj að spyrja Kristínu, en græddi ekkert á þvi, hún kvaðst hvergi kenna sér meins, og þegar Árný drap á hitt — þennan ótta- lega grun sinn — þá sneri „barn- ið“ bara upp á sig og svaraði út í hött. Að lokum stóðst Árný ekki mátið og skipaði Kristínu að koma með sér til læknis. Þegar þang- að kom, hafði hún orð fýrir dótt- ur sinni og lýsti því, sem að var, og ótta sínum við að „barnið" yæri veikt. Læknirinn sagði fátt við því, en lét Kristínu koma inn fýrir með sér til rannsóknar. Að henni lok- inni kom hún út kafrjóð og skömm ustuleg, en hann brosandi, og sagði Árnýju, að ekki gæti hanh betur fundið en stúlkan væri stál- hraust — hún myndi einungis sennilega gera móður sína að ömmu að vissum tíma liðnum. Árný var svo ofan dottin yfir því að fá þarna sinn versta grun staðfestan, að hún varð rétt orð- laus í bili — aldrei. slíku vant. Hún bara skipaði Stínu að koma sér í kápuna og þrammaði síðan heimleiðis með hana, hnarreist og fasmikil. Þegar heim kom, leiddi hún Stínu inn í svefnherbergi sitt og læsti að þeim, áður en hún baðst skýringar á þessu ástandi hennar með viðeigandi vandlæt- ingu í fasi og raddblæ. Kristín guggnaði alveg fyrir þess um aðförum móður sinnar og fleygði sér skælandi upp í rúm. Árný kvað henni lítið gagna að grenja, úr því sem komið væri — nær að segja sér, hver væri faðir að barni hennar. En grát Stínu herti, og hún stamaði: „Þa-það get ég ekki.“ Árnýju rak í rogastanz, og lá við, að hún stamaði líka: „Ha — get- urðu ekki? Áttu kannski við, að þú vitir ekki, hvar eða hvenær þú hefur verið með karlmanni? „Jú, jú, í skipinu. Á leiðinni suð- ur.“ .„Jæjai Og hver er hann þá?“ „Það veit ég ekki — skilurðu," stundi Stína milli ekkasoganna. „Veiztu ekki?“ Árný var nú al- veg agndofa. „Veiztu ekki, hvað hann heitir? Hvernig leit hann út?“ „Það — það veit ég ekki! Það var myrkur." „Alltaf batnar það!“ Árnýju var nú orðið þungt um mál. Hana yfirþyrmdi svo, að reiðin varð að víkja. „Þú veizt þá líklega ekki heldur, hvort þetta hefur verið skipsmaður eða farþegi?“ „Það var — var víst skipsmaður. Hann átti klefann. Óli kallaði hann Brand." Árnýju létti ofurlítið, hún horfði hugsandi út um gluggann um stund, en skipti sér ekki frekar af Stínu. Það þýddi víst lítið að tala meira við hana, hún — Árný — yrði ví.st að taks þetta mál í sín ar hendur. Með næstu skipsferð suður fór þykkt bréf frá Arnýju til dóttur sinnar í Reykjavík. Jóhanna þekkti iÓla — og hún væri þá ekki eins lík henni móður sinni og sagt var, ef hún reyndist ekki manneskja til þess að kornast til botns í þessu máii. Og þetta fannst Árnýju enga bið þola — hún ætlaðist svo sann- arlega ekki að bíða þess, að barnið fæddist, áður en hún kæmi öllu í kring, hvað faðernið snerti. Hysk- ið hérna í Skálavík gat haft sér annað til bragðbætis á borðum slúðursins en að barnið hennar Stínu væri föðurlaust — Árný var allt í einu hætt að kalla Kristín u „barnið“. Loks rann sú stund upp, að Ár- nýju barst bréf frá Jóhönnu dótt- ur sinni: Kafli úr því var á þessa leið: „. . . Það var alveg rétt af þér að fara ekki að eltast við Óla þarna um borð í Keili, þar sem þorps- búar eru alltaf að þvælast. Það hefði verið fljótt að nasa það uppi, að eitthvað sögulegt væri á seyði. En mér finnst nú nog samt með þetta ástand hjá Stínu, þótt al- menningur viti ekki af því. Ég skil bara ekkert í stúlkunni að steypa sér út í þessi vandræði og verða sér og sínum svona til skammar! Og verra hefði þáð getað orðið, ef ég hefði ekki kunn- að að haga orðum mínum, þegar ég átti tal við Óla. Auðvitað varð ég að segja honum, hvernig komið væri fyrir Stínu, og svo fór ég að minnast á Brand og lét sem ég vissi heilmikið! Þá varð hann eitt- hvað skrýtinn á svipinn, og svo glopraði hann út úr sér iullu nafni hans — hann heitir Híldi- brandur Árnason og var vélstjóri á Keili, en er nú hættur þar og kominn í siglingar á einum Foss inum. Ég fékk líka heimilisfang hans og var þá ekkert að tvínóna við það að fara beint heim til nans. En hann var þá ekki heima, svo að ég gerði mér lítið fyrir og las kellu hans pistilinn — hann er nefnilega kvæntur og á tvö oörn. Ég lét hana hafa greinagóða !ýs- ingu á lifnaði manns hennar, þegar hann væri skroppinn frá augunum á henni, og ég sá það alveg á henni, að hana langaði til að re-<a mig út. En auðvitað þorði hún bað ekki, þar sem ég hafði þó vit á að segja henni strax í byrjun, hver ég væri. En ég skildi þannig við hana, að ég er illa svikin, ef Brandur fær ekki bágt, næst þeg- ar hann kemur heim! Svo tala ég nú auðvitað við hann sjálfan seinna og þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur út af því. að barnið henn- ar Stínu verði föðurlaust, þótt ekki hafi hún mann upp' úr þessu krafsi — sem mér sannar- lega fyndist þó kominn tími til hjá henni. En það er víst sem mig hef- ur grunað, að þú haldir hana held- ur strangt, og líklega hefur hún einmitt grætt þetta á því . . 1148 T f « » iM N - SUNNUOAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.